Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vatnaskil – dagbókarsaga er persónuleg skáldsaga Matthías- ar Johannessen þar sem saman fléttast skáldskapur og kaflar úr dagbókum hans. Í bókinni segir frá skáldi sem komið er á eftirlaun en eiginkonan starfar enn á elli- heimili – þeim stað sem hann óttast mest af öllu. Hann flýr þá á náðir dagbókar sinnar er birtir leiftur frá atburðum og hugrenningum liðinna ára. Matthías hefur um áratuga skeið verið einn helsti rithöf- undur þjóðarinnar. Eftir hann liggur fjöldi ljóðabóka, sam- talsbóka og leikrita, að ótöld- um skrifum hans um bók- menntir og þjóðfélagsmál. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 510 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Gunnar V. Andrésson Matthías Johannessen Ný skáldsaga eftir Matthías Johannessen NORSKA byggingarfyrirtækið Veidekke hefur ákveðið að taka ekki þátt í útboði Landsvirkjunar um stíflu og gangnagerð við Kára- hnjúka. Veidekke, sem er stærsta byggingarfyrirtæki Noregs og fjórða stærsta í Danmörku, var í hópi fjögurra fyrirtækja, þ.e. Skanska, Phil & Søn og Ístaks, sem hugðust leggja fram sameiginlegt tilboð í stíflugerðina. Í þeim tilboðshópi eru því einungis tvö fyrirtæki eftir, Ístak og Phil & Søn. Öfugt við Skanska tók Veidekke ekki þátt í tilboði vegna að- rennslisganga. Páll Sigurjónsson, forsjóri Ístaks, segir að þegar unnið sé að sam- keppnistilboði, sem Ístak geri nú, ræði menn ekki um slíkt í fjölmiðl- um, það sé alveg óskráð regla. Kai Krüger Henriksen, einn forstjóra Veidekke, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Veidekke hafi hætt við þáttöku. Aðspurður hvort umhverfissjón- armið hafi haft áhrif á ákvörðunina segir Henriksen að horft hafi verið til margra þátta en hann vilji ekki tjá sig um hvað hafi ráðið úrslitum, einkum af tillitssemi við þau fyrir- tæki sem enn séu með í útboði Landsvirkjunar. „Þegar við sýnum áhuga á að taka þátt í einhverju tilteknu verki bygg- ist það á tilteknu mati af okkur hálfu. Ef það koma upp aðstæður, áður en tilboði er skilað, sem hafa viðskipta- legar afleiðingar fyrir okkur getur það þýtt að við kjósum að hætta við. Slíkt gerist að vísu ekki oft en kemur þó fyrir annað veifið,“ sagði Henrik- sen. Spurður hvort brotthvarf Skanska úr hópnum hafi sjálfkrafa þýtt að Veidekke myndi hætta við segir Henriksen að Veidekke hafi við ákvörðunina litið á heildarmyndina og út af fyrir sig beri ekki að líta á hana sem viðbragð við ákvörðun Skanska. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir þetta ekki koma á óvart. Veidekke hafi væntanlega komið inn í tilboðs- hópinn með Skanska, sem Veidekke starfi oft náið með, og fari þá einnig úr honum þar sem Skanska hafi hætt við. „Það eru enn fjórir hópar að bjóða í stífluna og aðrennslisgöngin og verður bara að koma í ljós þegar tilboð eru opnuð hversu margir bjóða í verkin.“ Veidekke býður ekki í Kára- hnjúkavirkjun HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær rík- ið af kröfu Alþýðusambands Íslands um að stéttarfélögum þess væri heimilt að efna til verkfalls þrátt fyr- ir lög sem sett voru til að stöðva verkfall sjómanna á síðasta ári. Taldi Hæstiréttur að ekki væri rétt að hnekkja því mati löggjafans að ríkir almannahagsmunir hefðu verið fyrir því að banna tímabundið þau verkföll og verkbönn sem orsökuðu vinnu- stöðvun á þeim tíma sem lögin tóku gildi. Hins vegar var ekki fallist á að almannaheill hefði krafist þess að lagasetningin tæki til þriggja félaga á svæðum þar sem vinnustöðvun var ekki í gangi. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. mars sl. Hæstiréttur taldi, að með hliðsjón af 2. mgr. 11. greinar mannréttinda- sáttmálans, 2. mgr. 75. greinar stjórnarskrárinnar og tilteknum al- þjóðasamningum um félagsleg rétt- indi sem líta mætti til við skýringar á 74. gr. og 75. gr. stjórnarskrárinnar yrði 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinn- ar ekki talin fela í sér skilyrðislausa vernd verkfallsréttar stéttarfélaga. Hins vegar yrði að líta svo á að samningsfrelsi verkalýðsfélaga og beitingu verkfallsréttar mætti að- eins skerða með lögum og því aðeins að uppfylltum sambærilegum skil- yrðum og í fyrrnefndu ákvæði mann- réttindasáttmálans. Hæstiréttur taldi, að hvorki yrði séð að ákvæði mannréttindasáttmál- ans eða umræddir alþjóðasamningar útilokuðu að löggjafanum gæti verið rétt að grípa inn í einstaka vinnudeil- ur með lagasetningu né að löggjaf- anum væri óheimilt að leggja tíma- bundið bann við einstaka vinnu- stöðvunum. Hins vegar yrði að gera strangar kröfur til slíkrar lagasetn- ingar. Lagasetningin náði ekki til þriggja félaga Varðandi verkalýðsfélögin þrjú, sem ekki áttu aðild að verkfallinu þegar lögin voru sett, taldi Hæsti- réttur ekki hægt að fallast á að al- mannaheill hefði krafist þess að lagasetningin tæki einnig til þeirra. Því var fallist á kröfu ASÍ um að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms væri, þrátt fyrir um- rædd lög, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms sam- kvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum. Ríkið sýknað í Hæstarétti af kröfum Alþýðusambands Íslands Ríkir almannahagsmunir fyrir tímabundnu verkfallsbanni IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneytið hefur endurgreitt tæpar 63 millónir króna, samkvæmt lögum um tíma- bundna endurgreiðslu vegna kvik- myndagerðar sem sett voru fyrir tveimur árum. Alls hafa sex verk- efni fengið endurgreiðslu, flest er- lend. Verkefnin sem fengið hafa endurgreiðslu eru kvikmyndirnar, Tomb Raider, Mávahlátur, No Such Thing, James Bond myndin Die Another Day, sjónvarpsmyndin Shackleton og heimildarmyndin Reykjavík í öðru ljósi. Valgerður Sverrisisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir á heimasíðu sinni, valgerdur.is, að lagasetningin hafi verið hugsuð til þess að örva kvikmyndagerð á Ís- landi, ekki síst að laða að erlend kvikmyndagerðarfyrirtæki. Þau erlendu verkefni sem framleidd hafa verið hér á landi hafi skilað miklu í þjóðarbúið enda virðist framleiðslukostnaður þeirra verk- efna að jafnaði vera mun hærri en innlendra. Heildarframleiðslukostnaður þeirra erlendu verkefna sem þegar er lokið, sé um 445 milljónir sem fallið hafi til við u.þ.b. 10 vikna tök- ur á Íslandi. Tökur þessara erlendu kvikmynda hafi að mestu leyti farið fram á landsbyggðinni. Virðisauk- inn sé því töluverður, þrátt fyrir 12% endurgreiðslu. Um 200 millj- ónum hefur verið úthlutað á fjár- lögum í þessu skyni og er gert ráð fyrir 75 milljónum á næsta ári. 63 milljónir endurgreiddar vegna kvikmyndagerðar Morgunblaðið/RAX James Bond-myndin Die Another Day er eitt þeirra erlendu kvikmynda- verkefna sem fengið hafa endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu. EFTIR að Írakar samþykktu skil- yrði öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um vopnaeftirlit hefur hrá- olíuverð lækkað mjög á heims- markaði. Í fyrradag lækkaði fatið af Brent-Norðursjávarolíu um einn dollar og kostaði þá 22,70 dollara og hefur olíuverð ekki verið lægra í 8 átta mánuði. Magnús Ásgeirsson, yfirmaður innkaupadeildar Olíufélagsins/ ESSO, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að félagið fylgdist náið með þróun á heimsmarkaði. Aðspurður um hvort til greina komi að lækka útsöluverð á bens- íni segir Magnús að málið verði skoðað gaumgæfilega á næstunni. Enn hafi engar ákvarðanir verið teknar. Engin ákvörð- un um lækkun bensínverðs TÍU ára afmæli Barents-ráðsins verður fagnað með leiðtogafundi forsætisráðherra landanna sex sem eiga aðild að ráðinu í Kirkenes í N-Noregi í janúar á næsta ári. Miklar öryggisráðstafanir verða viðhafðar vegna fundarins, sem fram fer í strandferjunni Trollfjord. Auk Íslendinga eiga Norðmenn, Svíar, Finnar, Danir og Rússar að- ild að ráðinu. Stefnir Davíð Odds- son að því að sækja fundinn, að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneyt- isstjóra í forsætisráðuneytinu. Í frétt á norska fréttavefnum Nordlys segir að alls sé búist við um 200 gestum til Kirkenes, sem er nyrst í Noregi alveg við rússnesku landamærin en þar var ráðið ein- mitt stofnað hinn 11. janúar 1993. Auk forsætisráðherranna sex, er framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og Grikkjum, sem þá munu hafa tekið við formennsku ESB, boðið til afmælisins. Stærsta öryggisgæsluverkefni lögreglu í N-Noregi Segir Nordlys að þetta verði stærsta öryggisgæsluverkefni sem lögreglan í N-Noregi hefur fengist við, en lögreglan í Kirkenes fær liðsauka bæði frá Osló og frá ná- grenninu, Vestur-Finnmörk og Tromsø. Barentsráðið kemur saman einu sinni á ári og fjallar um umhverf- ismál, tækni- og vísindasamstarf, efnahagsmál, ferðamál, málefni frumbyggja, mannvirki og mennta- og menningarmál. Viðbúnaður vegna fund- ar í strand- ferju ♦ ♦ ♦ GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að miklar líkur séu á að máli ASÍ gegn ríkinu vegna lagasetningar á verk- fall sjómanna í fyrra verði vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málið verði skoðað á næstunni með lögmönnum og metið hvað verði næsta skref. „Við erum mjög ósáttir við þessa niðurstöðu,“ segir Grétar. Alþýðusambandið stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins og krafðist þess að viðurkennt yrði að stéttarfélögum innan raða hans væri, þrátt fyrir ákvæði laganna sem sett voru í fyrra um kjaramál fiskimanna og fleira, heimilt að efna til verkfalls. Einnig krafðist ASÍ þess að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum réði ekki kjörum fiskimanna í þessum fé- lögum. Mjög ósáttir við niðurstöðuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.