Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 12

Morgunblaðið - 15.11.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, gagnrýndi í upphafi þingfundar á Alþingi í gær Valgerði Sverrisdótt- ur iðnaðarráðherra fyrir að sýna málefnum Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi lítinn áhuga. Þeirri gagnrýni vísaði ráðherra hins vegar á bug. Jón Bjarnason vísaði í ræðu sinni í gær til fundar Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, sem haldinn var á Akranesi í fyrrakvöld. Þar var samþykkt að skora á stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja framtíð Sementsverksmiðj- unnar. Sú skoðun kom fram á fundin- um að vegið væri að þessu óskabarni þjóðarinnar af er- lendu risafyrirtæki sem hygðist einoka íslenska sementsmarkaðinn með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Krafðist fundurinn þess að stjórnvöld upplýstu Akurnesinga og aðra landsmenn þegar í stað um áform sín gagnvart framtíð verksmiðj- unnar. Jón Bjarnason sagði að á umræddum fundi hefðu komið fram þungar áhyggjur af framtíð verksmiðjunnar, sérstaklega vegna þess að haf- inn væri stórfelldur innflutningur á sementi á vegum danska stórfyrirtækisins Aalborg Port- land sem seldi sement á meintu undirverði hér á landi. Sagði þingmaðurinn að yrði ekkert að gert myndi sementsverksmiðja leggjast af á Íslandi. Jón gagnrýndi síðan hægagang og tómlæti iðnaðarráðherra og sagði að svo virtist sem hann hefði ekki áhuga á að leysa úr málum verksmiðj- unnar. 40% samdráttur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vís- aði því á bug að hún hefði ekki áhuga á mál- efnum Sementsverksmiðjunnar. Hún sagðist deila áhyggjum af rekstrarstöðu fyrirtækisins með þingmanninum. Stjórn fyrirtækisins hefði átt fund með fulltrúum ríkisins þar sem farið var yfir málin en talað væri um allt að 40% samdrátt á sementsmarkaði. Að auki væri komin sam- keppni. Valgerður sagði að til athugunar væri nú hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hvort viðkomandi fyrirtæki viðhefði eðlilega viðskiptahætti á ís- lenskum markaði. Vonast væri til þess að svör um það bærust innan skamms frá ESA en fyrr væri ekki hægt að grípa til aðgerða. Fleiri þingmenn lýstu yfir áhyggjum af fram- tíð Sementsverksmiðjunnar, þar á meðal Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sagði mikilvægt að skýr svör bærust frá stjórn- völdum um hvernig verja ætti verksmiðjuna. Sagði Jóhann m.a. greinilegt að áðurnefnd dönsk verksmiðja væri að selja afurðir sínar hér á miklu undirverði og það væri ólíðandi. Þess má geta að fyrir liggur á Alþingi tillaga til þingsályktunar um úttekt á framtíðarhlut- verki Sementsverksmiðjunnar við förgun spilli- efna. Flutningsmenn eru Árni Steinar Jóhanns- son og Jón Bjarnason, þingmenn VG. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að tilgangur flutningsmanna sé að gerð verði úttekt á því hvernig Sementsverksmiðjan geti í enn ríkari mæli unnið að förgun spilliefna. „Nú fargar verksmiðjan um 5.000 tonnum af fljótandi efnum sem nær eingöngu eru úrgangs- olíur,“ segir í greinargerðinni. „Sum þessara spilliefna eru flutt til útlanda til förgunar en vegna eðlis Sementsverksmiðjunnar þar sem unn- in er vara við mjög hátt brennslustig er talið að hún geti auðveldlega sinnt mun stærri hluta þess- arar nauðsynlegu spilliefnaförgunar og jafnframt gæti það styrkt rekstur hennar að einhverju leyti.“ Lýsa áhyggjum af framtíð Sementsverksmiðjunnar HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi harðlega fjöldatakmarkanir við Há- skóla Íslands í fyrirspurnartíma á Alþingi í fyrradag. Sagði hann að fjöldatakmarkanir væru úrelt fyr- irkomulag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tók undir þá gagnrýni. Þá lagði Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, það til að fjöldatakmörk- unum yrði aflétt í hjúkrunarfræði. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagði hins vegar að skv. lögum um Háskóla Íslands hefði Háskólaráð heimild til að takmarka fjölda stúdenta í námi. „Ég tel sjálfsagt og eðlilegt,“ sagði ráðherra, „að háskólarnir ákveði sjálfir innan gildandi laga- ramma hvernig og hvort þeir tak- marki fjölda stúdenta í einstökum deildum.“ Hjálmar hóf máls á þessari um- ræðu og benti á að fjöldatakmark- anir væru við lýði í fimm greinum við Háskóla Íslands, þ.e. í lækn- isfræði, hjúkrunarfræði, tannlækn- ingum, sjúkraþjálfun og lögfræði. „Í þessum greinum gilda svokall- aðar fjöldatakmarkanir,“ sagði hann og hélt áfram: „Í raun má segja að það sé með ólíkindum að í upphafi 21. aldar skuli íslenskir há- skólar enn halda uppi fyrirkomu- lagi sem líklega á rætur að rekja til danskrar nýlenduskömmtunar.“ Hjálmar velti því upp hvers vegna fjöldatakmarkanir væru í fyrrnefndum fimm námsgreinum HÍ en ekki í öðrum greinum. „Get- ur verið að með fjöldatakmörkun- um séu viðkomandi stéttir að skammta sjálfum sér aðeins brýn- ustu nýliðun?“ Sagðist hann því næst í raun ekki sjá nein skyn- samleg rök fyrir þessu „úrelta fyr- irkomulagi“, eins og hann kallaði það. Skammtakerfi leiðir til skorts „Og hverjar skyldu nú vera af- leiðingar þess? Ég nefni fyrst þá hörmung og niðurbrot sem hið skammtandi kerfi leiðir yfir nem- endur – jafnvel mjög dugandi nem- endur. Þetta er sóun á mannauði. Ég nefni einnig að þetta skammta- kerfi leiðir í raun til skorts á starfsfólki, t.d. í hjúkrun og lækn- isfræði. Ég fullyrði einnig að með þessari skömmtun dragi úr sam- keppni innan greinarinnar; þar sem skortur er á nýliðun verður eðli málsins samkvæmt lítil inn- byrðis samkeppni.“ Hjálmar minnti á að sá nemandi félli einfaldlega sem lenti neðan við hin svokölluðu mörk fjöldatak- markana. „Ekki vegna þess að hann kunni ekki fagið heldur vegna þess að hann var ekki í hópi þeirra allra bestu,“ sagði Hjálmar. „Fjölmargir læknar og hjúkrun- arfræðingar sem nú eru starfandi hafa þurft að fara oftar en einu sinni í gegnum fyrsta ár í háskóla en lokið því um síðir og reynst prýðilegir starfsmenn. Ég tel þetta kerfi ekki vera í samræmi við þær kröfur og þann tíðaranda sem er ríkjandi og spyr því hæstvirtan menntamálaráðherra hvort hann telji ekki orðið tímabært að beita sér fyrir afnámi þeirrar tíma- skekkju sem fjöldatakmörkun á há- skólastigi er.“ Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, minnti á að eitt af meginmarkmiðum nýrra laga um Háskóla Íslands væri að auka sjálf- stæði skólans. Ráðherra skýrði frá því að í 2. málsgr. 13. gr. laga um Háskóla Íslands væri Háskólaráði veitt heimild til að takmarka fjölda stúdenta í grunn- og framhalds- námi að fenginni tillögu deildar. „Svari ég því játandi að það komi til greina að afnema fjölda- takmarkanir við Háskóla Íslands mun það óhjákvæmilega leiða til lagabreytingar.“ Þar með, sagði ráðherra, yrði ákvörðunarvald og þar með sjálfstæði Háskólans tekið af honum í umræddu tilviki. Háskólar hafi frelsi „Ég vil því svara þessari spurn- ingu þannig að ég er almennt á móti því að afnema eða takmarka sjálfstæði ríkisháskólanna frá því sem er í gildandi lögum. Ég tel sjálfsagt og eðlilegt að þeir ákveði sjálfir innan gildandi lagaramma hvernig og hvort þeir takmarka fjölda stúdenta í einstökum deild- um.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, minnti á að fjölda- takmarkanir í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands væru miðaðar við 65 nemendur. Síðastliðið vor hefði farið fram átak til að kynna hjúkr- unarnám sem áhugaverðan kost fyrir unga stúdenta. „Árangurinn lét ekki á sér standa,“ sagði hún. Um 150 nem- endur, eða helmingi fleiri en í fyrra, skráðu sig í hjúkrunarfræði. „Nú standa þessir nemendur frammi fyrir því að einungis 65 komast áfram nema fjöldatakmörk- unum verði aflétt. Ég held að það verði að skoða það mál mjög ná- kvæmlega. Það þarf að aflétta fjöldatakmörkunum í þessu til- tekna námi og það þarf að auka fjármagn til þess til að hægt sé að koma til móts við aukna þörf fyrir hjúkrunarfræðinga í samfélaginu.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvaðst algjör- lega sammála Hjálmari Árnasyni um fjöldatakmarkanir. Hann sagði þær ekki lengur í takt við tímann. „Ég er og hef jafnan verið þeirrar skoðunar að fjöldatakmörkunum hafi fyrst og fremst verið beitt að undirlagi viðkomandi stétta.“ Gagnrýni Hjálmars Árnasonar í fyrirspurn til menntamálaráðherra Fjöldatakmarkanir úrelt fyrirkomulag ALLS hafa 218 börn komið í skýrslutöku í Barnahúsi frá opnun Barnahússins 1. nóv- ember 1998 og fram til 1. nóvember 2002. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Sól- veigar Pétursdóttur, við fyr- irspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Í svarinu segir: „Fyrir breytingu á lögum um með- ferð opinberra mála sem samþykkt var á Alþingi 10. mars 1999, sbr. lög nr. 36/ 1999, sem öðluðust gildi hinn 1. maí 1999, voru teknar alls 48 skýrslur af börnum í Barnahúsi undir stjórn lög- reglu. Frá 1. maí 1999 og fram til 1. nóvember 2002 hafa verið teknar 170 skýrslur af börnum í Barna- húsi undir stjórn dómara.“ Yngsta barnið sem hefur farið í skýrslutöku, skv. svarinu, er tveggja ára. Það sem af er þessu ári hafa t.d. fjögur börn á aldrinum tveggja til fimm ára farið í skýrslutöku í Barnahúsinu undir stjórn dómara. Átta börn hafa verið á aldrinum 6–9 ára. Sautján á aldrinum 10–13 ára og nítján á aldr- inum 14–18 ára. Skýrsla tek- in af 218 börnum í Barnahúsi Morgunblaðið/Ásdís JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hefur þungar áhyggjur af framtíð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Gagnrýndi hann Valgerði Sverrisdóttur fyrir að sýna málefnum verksmiðjunnar lítinn áhuga. Ráðherra vísaði því á bug. Morgunblaðið/Kristinn Vill tafarlausar aðgerðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.