Morgunblaðið - 30.08.2003, Side 10

Morgunblaðið - 30.08.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR nemenda við framhaldsdeild Safamýrarskóla voru boðaðir á fund hjá Styrkt- arfélagi vangefinna sl. mánudag þar sem þeim var tjáð að 4 af 10 nemendum myndu ekki hefja skólagöngu á réttum tíma vegna plássleysis í skólanum. Nemendurnir hefja nám við skólann nk. mánudag eftir að gengið var frá samkomu- lagi við dagheimilið Lyngás fyrir milligöngu menntamálaráðuneytisins, um að skólinn fengi til umráða eina kennslustofu. Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustu- sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir vandamál skólans vera af tvennum toga. „Annars vegar hefur Reykjavíkurborg tekið að sér til margra ára af liðlegheitum við menntamálaráðuneytið að leysa málefni all- nokkurra framhaldsskólanema sem standa út af borðinu og það hefur verið gert með bráða- birgðasamkomulagi frá ári til árs. Þetta hafa verið 6–8 nemendur sem menntamálaráðuneyt- ið hefur ekki fengið pláss fyrir eða ekki skipu- lagt þjónustu fyrir í framhaldsskólunum. Við höfum samþykkt að vera með litla deild til bráðabirgða fyrir þessa nemendur,“ segir Arth- ur. Ágreiningur um yfirráðarétt yfir sérskólunum Hins vegar segir Arthur að upp sé kominn ágreiningur milli Sambands íslenskra sveitar- félaga og Reykjavíkurborgar annars vegar og menntamálaráðuneytisins hins vegar um yfir- ráðaréttinn yfir sérskólunum almennt. Hann segir Reykjavíkurborg hafa tekið að sér á sín- um tíma að reka fimm sérskóla á grunnskóla- stigi, þ.m.t. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrar- skóla, með því fororði að borgin fái fjármagn til að reka sérskólana, sem úthlutað er úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga, og að ríkið láti bygging- arnar af hendi til borgarinnar til reksturs. Að sögn Athurs hefur breyting orðið á nem- endafjölda í sérskólunum á liðnum árum. Þeim hefur t.a.m. fækkað í Vesturhlíðarskóla en fjölgað þar sem tekið er sérstaklega á geðræn- um vandamálum og alvarlegum afbrota- og hegðunarvandamálum. Þá hefur menntamála- ráðuneytið leitað eftir því að rekstur Safamýr- arskóla færist á hendur Ármúlaskóla sem ræki þar framhaldsdeild fyrir mikið fötluð börn. „Reykjavíkurborg hefur sagt: það er sjálfsagt að ríkið geti fengið Safamýrarskóla en þó þann- ig að grunnskólabörnunum í Safamýrarskóla verði tryggð sambærileg úrræði annars staðar. Þetta eru mjög mikið fötluð börn, þau þurfa sundlaug, aðstöðu fyrir tækjabúnað og fleira.“ Hugmyndir borgarinnar miða að því að börn á grunnskólastigi Safamýrarskóla flytjist í Öskjuhlíðarskóla og „sterkasti hópur“ fatlaðra í Öskjuhlíðarskóla fari annaðhvort í Vesturhlíð- arskóla eða sérdeildir í almennum grunnskól- um. Arthur segir borgina hafa sett fram þá kröfu að ríkið taki þátt í kostnaði við bygging- arframkvæmdir sem ráðast þarf í við Öskjuhlíð- arskóla. „Þarna er ágreiningur, menntamála- ráðuneytið hefur viljað fá Safamýrarskóla, nánast með engum fyrirvara. Við höfum sagt að við getum ekki fært börnin í Safamýrarskóla án þess að það sé gengið frá því að allir nemendur fái þjónustu annars staðar.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hef- ur menntamálaráðuneytið á hinn bóginn litið svo á að borgaryfirvöld þyrftu ákveðið svigrúm til að ganga frá aðstöðu fyrir grunnskólabörn í Safamýrarskóla annars staðar. Arthur segir samningaferlið á viðkvæmu stigi og sér sýnist að það endi á borði Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráði við Reykjavík- urborg og að síðan verði viðræðum við ráðu- neytið haldið áfram. „Þetta mál hefur verið rætt við menntamála- ráðherra og honum send bréf en við höfum ekki fundið lausn á því og mér sýnist það mál sigla inn í þann farveg að Samband íslenskra sveitar- félaga taki það sérstaklega upp.“ Arthur segir að breytingar hafi orðið á samingaferlinu í sum- ar þegar ákveðið var að Safamýrarskóli héldi áfram að þjónusta mikið fatlaða einstaklinga á framhaldsskólastigi eitt ár í viðbót. „Þetta ligg- ur svolítið í því að menntamálaráðuneytið vill að Ármúli taki þetta yfir, það hefði þýtt breytingar á kjörum kennara og ýmislegt fleira sem er ekki hægt að gera með engum fyrirvara, auk þess sem við verðum að sjá til þess að börn í Safamýrarskóla fái sambærilega þjónustu og þau hafa í dag.“ Engar framkvæmdir eru hafn- ar við Öskjuhlíðarskóla og reiknar Arthur með að það líði tvö til þrjú ár þar til ný viðbygging rísi við skólann og aðstaðan í Safamýrarskóli losni. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra vildi ekki ræða málefni einstakra nemendahópa þeg- ar leitað var eftir viðbrögðum hans. Hann segir hins vegar að mikil ánægja hafi ríkt víðast hvar með þróunina almennt í sérdeildum framhalds- skólanna á liðnum árum. Fjárframlög til sérkennslu hafa hækkað mjög ört „Ég get fullyrt að það hefur verið lyft grett- istaki í þessum málefnum á síðustu árum. Nem- endum í sérdeildum fyrir fatlaða í framhalds- skóla hefur fjölgað úr 148 í 230. Námið hefur lengst úr tveimur árum í fjögur ár, fjárframlög til sérkennslu hafa hækkað mjög ört, úr 197 milljónum króna árið 2001 í um 298,8 m.kr. á árinu 2003,“ segir ráðherra. Tómas Ingi bendir á að sérdeildirnar hafi þróast mikið og séu nú starfræktar í 17 framhaldsskólum í landinu. Nýjasta sérdeildin, við Flensborgarskóla í Hafnarfirði, sé að stíga sín fyrstu skref í sér- kennslu og nýlega hafi deild fyrir einhverfa ver- ið flutt úr leiguhúsnæði í Breiðholti í nýtt hús- næði í Menntaskólanum í Kópavogi. Þá sé unnið að breytingum á húsnæði í Verkmenntaskól- anum á Akureyri til að hýsa sérdeild og fleiri skólar stefni að því að leggja meira húsnæði undir sérkennslu á næstu árum. Allt varpi þetta ljósi á það mikla átak sem ráðist hafi verið í á síðastliðnum árum í málefnum sérdeilda fyrir fatlaða í framhaldsskólum. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, segir að samkvæmt óformlegri könnun sem gerð hafi verið meðal foreldra barna í fram- haldsdeild Safamýrarskóla á mánudag um væntingar til framhaldsnáms barna sinna hafi helmingur viljað að börnin sæktu nám í sér- skólum en hinn helmingurinn að þau blönduð- ust ófötluðum framhaldsskólanemendum. Allir hafi þó verið sammála um að besta lausnin til frambúðar væri líklegast sú að nemendum gæf- ist kostur á að stunda nám í sérskólabyggingu sem væri tengd venjulegum framhaldsskóla þannig að unnt væri að njóta góðs af báðum þáttum. Hún segir það skoðun sína og foreldra barna í Safamýrarskóla að það sé ákveðin aft- urför fólgin í því að unglingarnir fari aftur í það umhverfi að sækja nám sitt á Lyngási þar sem þau hafi stundað nám í leik- og grunnskóla. Eðlilegt sé að þau breyti um umhverfi og ný úr- ræði taki við. Óvissan hefur víðtæk áhrif á börnin og nemendurna Guðrún Hallgrímsdóttir, kennslustjóri á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, sem er sérdeild fyrir fatlaða, segir að frá upphafi hafi mikið fatlaðir nemendur og nemendur í hjólastól stundað nám við brautina þótt vissu- lega séu dæmi þess að neita hafi þurft nem- endum í hjólastól sem og öðrum um inngöngu í skólann. Ástæður þess séu þó fyrst og fremst húsnæðisskortur. Einungis sé hægt að hafa einn nemanda í hjólastól við starfsbrautina hverju sinni. Þá sé það markmið starfsbraut- arinnar að hafa sem blandaðastan nemendahóp hverju sinni. Tuttugu og fimm nemendur stunda nám við starfsbrautina. Í vor bárust 15 umsóknir en einungis var unnt að taka inn 6 nýja nemendur. Í vikunni var rætt við föður mikið fatlaðs drengs á nítjánda ári sem útskrif- aðist úr Öskjuhlíðarskóla fyrir tveimur árum og hefur ekki fengið viðunandi úrræði á fram- haldsskólastigi. Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif bæði á börnin og fjöl- skyldurnar. Mikið fötluð börn hafi til dæmis mjög ríka þörf fyrir öryggi, ramma, gott skipu- lag og að öll óvissa fari því illa í þau. Hann bend- ir á að mikilvægt sé að viðhalda þeirri færni sem áunnist hefur hjá barninu og ef sérhæfð vinna detti niður þurfi að vinna hana upp á nýtt að ein- hverju leyti. Það liggi því í augum uppi að það sé rík þörf fyrir samfellda þjónustu fyrir fatlaða. Hann segir það sitt mat að það sé tilviljana- kennt hvernig námsframboð fyrir fatlaða séu smíðuð og að það sé árvisst að foreldrar viti ekki hvaða úrræði séu í boði fyrir börn sín. Sérdeildir starf- ræktar í 17 fram- haldsskólum Vandamál Safamýrarskóla eru ekki ný af nálinni og má rekja til árs- ins 1996 þegar rekstur grunnskóla færðist frá ríki til sveitarfélaga. Tekist á um bráðabirgðasamkomulag ríkis og borgar um „þyngstu nemendurna“ í Safamýrarskóla RAGNAR Johansen í Hörgslandi, leigutaki Vatnamóta og Hörgsár á Síðu, sagði í gær að sjóbirtings- göngur færu vaxandi og væri mjög líflegt í Vatnamótunum þessa dagana. Þannig veiddi hann sjálfur sjö fiska á skömmum tíma í fyrrakvöld og í gærmorgun voru alls óvanir menn á svæðinu búnir að landa fjórum boltafiskum á rúmri klukkustund. „Það er enginn smáfiskur ennþá, ekki fiskur undir 4 pund- um og þeir stærstu enn sem komið er eru 12 og 13 punda. Smælkið kemur seinna í haust, þetta eru fiskarnir sem ganga síðan upp í bergvatnsárnar seinna í haust til hrygningar,“ sagði Ragnar. Stórir í Grenlæk Þröstur Elliðason, umboðssali veiðileyfa á Seglbúðasvæðinu í Grenlæk, sagði veiðina að byrja að glæðast. 350 fiskar hafa farið um teljarann, sem er á miðju veiði- svæðinu, en Þröstur sagði telj- arann ekki greina á milli birtinga og bleikju. „Hins vegar eru nokkr- ir fiskar svo stórir að það geta varla verið bleikjur. Teljarinn lengdarmælir hvern fisk og það er einn 98 cm kominn í gegn, fimm 96 cm og þrír 93 cm. Það eru líka komnir átján 84 cm fiskar. Til samanburðar má nefna að ég minnist þess að hafa heyrt af 18 punda birtingum í Tungufljóti sem voru 86 cm. Menn geta því gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn,“ sagði Þröstur. Þröstur sér einnig um Tungu- læk og sagði hann menn hafa séð mikið af stórfiski þar allra síðustu daga, en lækurinn hefði verið afar vatnsmikill og erfiður til veiða. Hlakkaði hann til þegar sjatnaði í ánni. Hér og þar Þröstur sagði um 100 laxa og a.m.k. 250 bleikjur, flestar stórar, vera komin á land úr Hrútafjarð- ará, en áin væri að verða vatnslítil aftur og fiskurinn væri því búinn að hrúgast í örfáa djúpa pytti. Milli 50 og 60 laxar hafa veiðst í Laxá í Nesjum, sem er örlítið minna en á sama tíma í fyrra, en nú var aðeins veitt á flugu yfir há- sumarið. Maðkur og spónn fara aftur í vatnið næstu daga og má búast við að talan hækki skarpt í beinu framhaldi. Um 120 laxar hafa veiðst í Breiðdalsá, sem gaf betur en í fyrra þangað til að smálaxinn átti að skila sér. Smálax lætur hins vegar á sér standa eins og víða á norðanverðu landinu. Aftur á móti er meðalþyngdin afar mikil í sum- ar og silungsveiði í kaupbæti af- burðagóð. Stórir birtingar á ferðinni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Kristján Guðjónsson með 12 punda sjóbirting úr í Vatnamótunum. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti umhverfisráðherrum Norðurlandanna og Barentsráðs- ins í Luleå í Norður-Svíþjóð áherslur Íslands í norrænu sam- starfi á umhverfissviði á næsta ári þegar Ísland fer með formennsku í samstarfinu. Áhersla verður annars vegar á það hvaða áhrif loftslagsbreyting- ar og mengun gætu haft á norð- urheimskautssvæðið, sérstaklega hafið; og hins vegar á náttúru- vernd og gildi þjóðgarða og frið- lýstra svæða á norðurslóðum. Ráð- gert er að halda tvær ráðstefnur á Íslandi á næsta ári um þessi mál. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá umhverfisráðuneytinu. „Norrænu umhverfisráðherr- arnir ræddu á fundi sínum … þá ógn sem steðjar að vegna kvika- silfurs sem borist getur langar leiðir frá fjarlægum uppsprettum m.a. vegna bruna á kolum og safn- ast upp í lífríkinu á norðurheim- skautssvæðinu. Norðurlöndin hafa verið í fararbroddi þeirra ríkja sem þrýsta á um alþjóðlegar að- gerðir og sendu ráðherrarnir bréf frá fundinum til framkvæmda- stjórnar ESB þar sem lögð er áhersla á mikilvægi aðgerða ESB á þessu sviði. Einnig var fjallað um stuðning norrænu ríkjanna við uppbygging- arstarf á umhverfissviðinu í Eystrasaltsríkjunum og Norðvest- ur-Rússlandi sem m.a. á sér stað fyrir stuðning Norræna umhverf- isfjárfestingasjóðsins (NEFCO) sem Ísland hefur lagt fjármagn til. Nú er unnið að því að hækka stofnframlag sjóðsins.“ Ræddu loftslagsmál „Ráðherrarnir ræddu einnig um loftslagsmál og hugsanlegar af- leiðingar þeirra m.a. á norður- heimskautssvæðinu og mikilvægi þess að Rússland fullgiltu Kyoto- bókunina þannig að hún gengi í gildi. Undirbúningur fyrir 9. aðild- arríkjaþing loftslagssamningsins í Mílanó í desember var einnig til umræðu. Á fundi umhverfisráðherra Bar- entsráðsins var lögð fram og sam- þykkt samantekt NEFCO og um- hverfisvöktunarnefndar Norður- skautsráðsins (AMAP) um forgangsverkefni í mengunarvörn- um á norðursvæðum Rússlands. Umtalsverður árangur hefur náðst í því að draga úr mengun frá svæðinu og hefur t.d. brenni- steinsmengun frá Múrmansk- svæðinu dregist saman um 40% frá 1996, meðal annars vegna að- gerða sem Norðurlöndin hafa fjár- magnað,“ segir einnig í fréttatil- kynningunni. Kynnti áherslur Íslands í norrænu samstarfi á um- hverfissviði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.