Morgunblaðið - 30.08.2003, Page 19

Morgunblaðið - 30.08.2003, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 19                                               !                                            !"# !        "  #$ #% &%     '() #* +       ,(&  ,  - '(  ,   *.(   !" #  + / 0 %    #!"  $ !%!&  & '! $ ("  )$ & $ " *  &  # &+  +, - !".   & ,(  %& #  - %  + $ % % DÖNSK samgönguyfirvöld hafa staðfest áframhaldandi leyfi Air Greenland til áætlunarflugs milli Kaupmannahafnar og Akureyrar. Áður höfðu íslensk samgönguyfir- völd gefið grænt ljós á framlengingu bráðabirgðaleyfis til loka október á næsta ári, en til þess að unnt væri að hefja bókanir á farmiðum frá og með 1. nóvember nk. þurfti samþykki danskra flugyfirvalda, sem nú er sem sagt komið í höfn. Það þýðir að frá og með sl. miðvikudegi var unnt að hefja bókun farþega í flug eftir 1. nóvember nk. – þ.e. fyrir næsta vet- ur og næsta sumar. Í ljósi þess að dönsk og íslensk samgönguyfirvöld hafa samþykkt að framlengja bráðabirgðaflugleyfi Air Greenland til loka október á næsta ári mun Air Greenland halda áfram áætlunarflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, sem hófst hinn 28. apríl sl. Sem fyrr verður flogið tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Í fréttatilkynningu segir að það sé von Air Greenland að áætlunarflugið styrki ferðaþjónustu á norðanverðu landinu, um leið og það gefi fólki á Norður- og Austurlandi færi á því að komast til meginlands Evrópu án þess að þurfa að eyða tíma og fjár- munum í að komast suður á Kefla- víkurflugvöll. „Air Greenland hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð far- þega við þessu flugi, sem hvetur fé- lagið til þess að halda áfram á sömu braut,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Áframhaldandi áætlunarflugleyfi Air Greenland Staðfesting er komin frá dönskum samgönguyfirvöldum MYNDLISTARMENN frá Randers í Danmörku verða með sýningu á málverkum og höggmyndum á Bókasafni Háskólans á Akureyri vikuna 2. til 7. september. Vorið 2002 fór hópur myndlist- arnema frá Myndlistarskóla Arnars Inga til Randers í Danmörku og hélt sýningu á verkum sínum, og nú mun sá hópur taka á móti níu myndlistar- mönnum frá Randers til að greiða fyrir gestrisnina. Á sýningunni verða olíumálverk en einnig er myndhöggvari í hópn- um sem mun sýna verk sín. Formleg opnun sýningarinnar verður þriðju- daginn 2. september kl. 18 og eru allir velkomnir. Bókasafn Háskólans á Akureyri er við Norðurslóð, 603 Akureyri. Bókasafnið er opið kl. 8–18 alla virka daga og 12–15 á laugardögum. Myndlistar- sýning í háskólanum ♦ ♦ ♦ MARGT verður í boði á Akureyr- arvöku sem fram fer í dag og mark- ar hún lok Listasumars. Akureyrarvakan var raunar sett í Lystigarðinum í gærkvöldi við hátíð- lega athöfn. Í dag er bæjarbúum og gestum þeirra boðið í sund á milli kl. 10 og 12 í Sundlaug Akureyrar og kl. 13 hefjast svo listaherlegheitin úti um allan bæ. Í tilefni af Akureyrarvöku verður t.d. opnuð sýning í sal Myndlista- skólans á Akureyri í dag kl. 16 en listamennirnir sem sýna verk sín eru Hörður Thors, Friðrikur, Stefán Boulter, Arnfríður Arnardóttir, Birgir Rafn Friðriksson og Rann- veig Helgadóttir. Sýningin er aðeins opin þessa helgi fram að miðnætti báða dagana. Þess má og geta að í Ketilhúsinu var opnuð í gærkvöldi hönnunar- og fatasýning hópsins ASK? og stendur hún yfir í dag. Hönnuðir og sýn- endur eru: Anna Gunnarsdóttir, sem vinnur úr ýmsum skinnum og þæfðri ull, Kristín Þöll Þórsdóttir, sem vinnur úr tæsilki og Sigríður Elfa Sigurðardóttir, sem vinnur með blandaða tækni, s.s. úr lambsull, ull- arkembu og silki. Börnum er boðið að skreyta Gilið, Kaupvangsstrætið, frá kl. 13 í dag. Þar fá þau að kríta á götuna og síðan fer þar fram fatasýning í kvöld; fötin á sýningunni í Ketilhúsinu öðlast þá líf – fyrirsætur klæðast fatnaðinum og sýna úti á götu. Flugeldasýning verður svo á dag- skrá í kvöld kl. 23.15. Listasumri lýkur með Akureyr- arvöku Hönnuðirnir Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Anna Gunnarsdóttir og Kristín Þöll Þórsdóttir sem opna sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. TENGLAR ..................................................... www.akureyri.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.