Morgunblaðið - 30.08.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.08.2003, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var Víkverji, sem skrifar daglega hér á síður blaðsins, í basli með að finna uppskriftir að sultum og mauki þar sem stikilsber voru í aðalhlutverki og bað lesendur um aðstoð. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og vel á annan tug uppskrifta bárust honum.Vík- verji, sem hér með þakkar kærlega fyrir sig, ákvað að deila nokkrum uppskriftum með lesendum. Stikilsber vaxa á þyrnóttum runn- um og það er töluvert mál að tína ber- in en þess virði segja þeir sem prófað hafa að nota þau í sultur og mauk ým- iskonar. Berin, sem til eru græn, gul og rauð, eru notuð víða um heim í sultur og saft og heyrst hefur að stikilsber séu góð til víngerðar. Í norsku garða- blaði sem Víkverji fékk sent er talað um að bragðið af stikilsberjum svipi til kíví, þ.e. ef þau eru notuð til mat- argerðar og búið að skera af þeim stilkana. Sumir setja berin í mat- vinnsluvél þegar búið er að skera af þeim stilka báðum megin. Bæta síðan við sykri eftir smekk og mauka sam- an. Maukið er fryst í litlum boxum og notað út á vanilluís. Stikilsberja- kryddmauk 500 g stikilsber 250 g tómatar rauðir, stinnir 1 rauð og 1 græn paprika 125 g laukur ½ hvítlaukur 1 dl borðedik 1 dl sýróp 200 g sykur 2 tsk. salt engiferrót ca 1½ cm á kant 1½ msk. gúrkukrydd Grófmaukið grænmetið í mat- vinnsluvél. Sett í pott, edik, salt og sýróp útí. Krydd og engifer sett útí í grisjupoka. Látið suðuna koma hægt upp. Soðið við lágan hita í 10 mín. Engiferið tekið uppúr, soðið áfram í 5 mín. Kryddið tekið uppúr. Hellt á sex litlar krukkur Látið kólna alveg. Geymt í kulda. Stikilsberja- góðgæti 3 kg stikilsber 1½ kg sykur eða ljós púðursykur ½ ltr vatn 2 tsk. vanillusykur Berin sneidd í báða enda þ.e. stilk- ar teknir af sem þýðir að sykurlög- urinn nær betur inn í berin og þau verða ekki „hrukkótt“ og seig. Sykur og vatn soðið. Berin látin í. Lok látið á pottinn og slökkt á hellunni og látið standa í 15 mín. Þá kveikt á hellunni aftur og hitað þar til sýður. Nú eru berin látin í glös. Lögurinn látinn bullsjóða i 3 mín. án loks. Froðan fjar- lægð, vanillusykur látinn í. Leginum hellt yfir berin og glösum lokað strax. Stikilsberjamauk 500 g stikilsber 100 g perlulaukur 20 gr grænir tómatar 1 stk. rauð paprika Allt hakkað saman gróft í hakka- vél, sett í sigti og mesti safinn látinn leka af. Síðan er allt sett í pott ásamt: 1 dl borðedik 400 g sykur 1 msk. sinnepskorn Soðið í um 10 mín. og síðan sett í krukkur, sinnepskorn sett ofaná hvert glas. Þetta eru u.þ.b. 5 litlar krukkur. Súrsæt stikilsber 1.250 g stikkilsber 5 dl kryddedik 750 g sykur Sykurinn er leystur upp í edikinu, berin sett útí og suðan látin koma ró- lega upp. Soðið saman uns berin byrja að meyrna en alls ekki springa. Berin færð uppúr – sett á krukkur. Lögurinn soðinn niður uns hann er orðinn eins og þunnt sýróp, þá er hon- um hellt yfir berin í krukkunum. Stikilsber frænku 500 g stikkilsber pínulítið vatn 360 g ljós púðursykur fínt rifið hýði af ½ sítrónu ½ tsk. sultuhleypir ½ tsk. bensonat Hreinsið stikilsberin og setjið þau í pott með púðursykrinum og sítrónu- berkinum. Látið suðuna koma var- lega upp og látið malla við hægan hita í 10 mín. Takið af hitanum og bætið sultuhleypinum útí. Setjið á 5 lítra krukkur. Berin eiga að vera næstum heil. Stikilsberja- eplasulta 1 kg stikilsber 2 dl vatn 3 súr epli 750 g sykur 2 tsk. sultuhleypir Stikilsber sett í pott með vatninu og soðið í 10 mín. Eplin eru afhýdd og söxuð mjög smátt. Eplin sett í pottinn ásamt stikilsberjunum og sykrinum bætt útí. Soðið í 5 mín. Potturinn tek- inn af hitanum og sultuhleypinum bætt útí. Sett á um 10 krukkur. Stikils- og jarðarberjasulta 1–1½ kg hálfþroskuð stikilsber 2 dl vatn, 1½ kg sykur 1 kg jarðarber e.t.v. rotvarnar- og/eða þykkiefni Hreinsið stikilsberin og skolið þau ef þarf. Komið upp hægri suðu á berj- unum í vatninu í 2–3 mín. Hrærið sykri í og sjóðið við vægan hita í um 5 mín. Hreinsið jarðarberin og látið þau líka í pottinn. Komið upp suðu og hristið pottinn öðru hverju meðan sultan sýður áfram (6–8 mín. eftir stærð berjanna). Hrærið ekki í eftir að jarðarberin eru komin út í. Fleytið vel. Nú má bæta í rotvarnar- og/eða þykkiefni. Hellið sultunni í heitar, hreinar krukkur. Stikilsberjasulta 1 kg græn stikilsber 1 dl vatn, 600 g sykur 3 negulnaglar, 1 kanilstöng, Rotvarnar- eða þykkiefni ef vill. Hreinsið berin og skolið ef með þarf. Látið þau í pott ásamt vatni og sykri. Látið standa á köldum stað í fá- einar klst. Bætið í negul og kanil, komið upp suðu. Sjóðið við vægan hita í 4–5 mín. Fleytið vel. Bæta má í rotvarnar/þykkiefni. Takið kanil og negul og hellið sultunni í hreinar, heitar krukkur. Lokið strax. Stikilsberja- og kívímarmelaði 600 g þroskuð stikilsber 400 g kíví eða 3–4 stykki 500 g sykur ½ sítróna 4 tsk. blátt melatín Hitið í potti hreinsuð stikilsber og kíví sem búið er að afhýða og skera í teninga. Eftir tuttugu mínútur er froðan veidd af og sykri stráð yfir. Hrærið í marmelaðinu og hellið svo á glös sem búið er að þvo vel. Og að lokum uppskrift sem Vík- verji fann í matreiðslubók ömmu sinnar heitinnar eftir Helgu Sigurð- ardóttur. Stikilsberja- grautur 1 kg stikilsber ½ ltr vatn 250 g sykur 30 g kartöflumjöl 1 dl vatn Berin eru þvegin úr köldu vatni og soðin meyr í vatninu með sykrinum og pressuð gegnum gatasigti. Suðan látin koma upp og grauturinn jafn- aður með kartöflumjölsjafningi. Grautinn má eins búa til úr niður- soðnum stikilsberjum og einnig má hafa berin heil í grautnum. Stikilsber vaxa á þyrnótt- um runnum og eru ýmist græn, gul eða rauð. Víkverji tíndi stikilsber í garðinum hjá sér og bað lesendur að upplýsa hvernig ætti að matbúa úr þeim. Stikilsber eru gooseberries á ensku og á: www.justberryrecipes.com eru margar uppskriftir þar sem berin koma við sögu. Sjá einnig: http://tradisjoner.no/ categories.php?cate- gory_no=19 Stikilsber notuð í sult- ur, mauk og grauta M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t Sulta úr grænum stikilsberjum. NEYTENDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.