Morgunblaðið - 30.08.2003, Side 40

Morgunblaðið - 30.08.2003, Side 40
40 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÁ því snemma á þessu ári – 2003 – hefur Ríkisútvarpið flutt þjóðinni fögur tilboð frá Lands- virkjun um listrænar sýningar á vegum stofnunarinnar, í húsa- kynnum hennar og að sjálfsögðu fyrir opinbert fé hennar. Þessi tilboð láta eflaust vel í eyrum margra enda er sú tilætl- unin og markmiðið. En í eyrum þeirra er haft hafa reynslu af við- skiptum við raforkuframleiðend- urna Laxárvirkjunarstjórn og Landsvirkjun hljóma þessi listsýn- ingatilboð sem váboðar um nýjar atlögur að náttúru Íslands. Og vá- in lét ekki á sér standa. Með vor- inu gaf Landsvirkjun út skýrslu um þá fyrirætlan sína að hækka stífluna í Laxá í S-Þingeyjarsýslu með tilheyrandi áhrifum á vatns- stöðu og lífríki Laxárdals – hins fegursta dals á Íslandi að sögn. Sýningartilboðin góðu virðast þannig vera eins konar aflátsgjafir vegna ógnvænlegra áætlana og dúsur gegn andmælum við þær. Hin nýja fyrirætlun Landsvirkj- unar um 10–12 m háa stíflu úr Laxá er e.t.v. ekki stórvaxin að- gerð að mati stofnunarinnar. En hún er stórvaxin aðför að umhverfi sínu og hún er – og ég undirstrika það – hún er rof á þrítugum heimssögulegum samningi um ævarandi virkjunarfriðhelgi Laxár og Laxárdals. Jafnframt er hún brot gegn alþjóðlegum samningi, Ramsarsamningi, þótt Jakob Björnsson raforkumálastjóri af- neiti tengslum við hann. Óhjákvæmileg spurning verður til: Hvað knýr Landsvirkjun til jafn afleitrar ákvörðunar og samn- ingsrofs? Í fyrrnefndri áætlunarskýrslu Landsvirkjunar, um nýjar fram- kvæmdir við Laxárvirkjun, segir að þær þurfi að gera vegna sand- burðar í Laxá og vélaslits af hans völdum og ennfremur vegna ís- og krapamyndunar í uppistöðulóni núverandi stíflu. Hið sama kom fram í fréttaþætti í Ríkisútvarp- inu. Í skýrslunni er og nefnd sú ástæða að rekstur stöðvarinnar sé óhagstæður vegna framangreindra ástæðna. Ég hef ekki í huga að rengja þær. En ég hlýt að spyrja: Er ekki hugsanlegt að tilgreind virkjunarvandkvæði megi sigra með öðrum hætti en 12 m hárri stíflu sem drekkir umhverfi sínu? Í títtnefndri áætlun Landsvirkj- unar er nefnd og rædd sú aðgerð að tæma fyrirhugað stíflulón á nokkurra ára fresti og aka burt sandinum. Ég spyr því aftur: Er ekki hægt að gera slíkt hið sama við núverandi aðstæður þó að það verði kostnaðarsamara vegna skemmri tíma milli sandhreinsana? Og enn fremur: Er það ofætlun jafn fjársterkri stofnun og Lands- virkjun er að annast slíkar aðgerð- ir þar til verktæknisnillingar nú- tíðar og framtíðar finna nýja lausn? Þess verður varla langt að bíða. Enn fremur vil ég minna á að sandburður Krákár í Laxá hefur stórlega minnkað vegna upp- græðslu á suðuröræfum og hún er á framtíðarvegi. Að lokum: Má ekki vænta þess að stofnun, sem hampar svo mjög manngerðri listsköpun og Lands- virkjun gerir með fyrrnefndum sýningartilboðum sínum, kunni einnig vel að meta listsköpun nátt- úrunnar – almættisins – og kjósi fremur að eira henni en eyða? Ég vil mega trúa því og sannreyna það. Eða er hér á ferðinni leiksýn- ingin Tvískinnungur, sem er svo vinsæl í opinberri stjórnsýslu á Ís- landi um þessar mundir? Er hugs- anlegt að til standi að lífga við af- lagðan virkjunardraum um æsilega vatnsflutninga og jarðrask á fag- urgrónum heiðum Þingeyjarsýslu? Ég vona sannarlega að svo sé ekki. Við Þingeyinga vil ég segja þetta: Fyrir þrjátíu árum sýnduð þið frumkvæði, sem fagnað var víða um heim, um viðnám gegn til- litslausri yfirgangsstefnu í virkj- unarmálum. Þótt stefna þeirra mála virðist nú talsvert sveigjan- legri en fyrrum í orðum og athöfn- um þá er enn full þörf á því að vera á verði gagnvart henni. Ég læt hér staðar numið og vænti þess að reynt verði að svara þeim spurningum sem hér er kastað fram. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 47, Reykjavík. LAXÁ – LAXÁRDALUR Eftir Ásgerði Jónsdóttur RÁÐSMAÐURINN fékk þá snjöllu hugmynd að blanda sam- an undanrennu og rjóma, til framleiðslu á mjólk. Þegnunum var sagt að slík hagræðing kæmi öllum til góða. Hann var því val- inn í embættið sitt í hvert skipti sem hann fékk þessa hugmynd. PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON, gull- og silfursmiður Brautarholti, 400 Ísafirði. Um ráðs- manninn Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.