Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 2
Maður nálgast búrið, og Akkllla þrýstir sy.ninum að sér og yglir sig. BARNAUPPELDI SÓRILLUAPA NÁNUSTU ættingjar manna í dýra- ríkinu eru mannaparnir, og að von- urn hefur mönnum lengi leikið hugur á að öðlast sem mesta og bezta Vitn- eskju um þessa frændur sína. Það hefur þó reynzt býsna örðugt, og til skamms tíma hefur vitneskja manna um lifnaðarhætti apanna verið af ærið skornum skammti. Sérstaklega hefur lítið verið vitað um margt i fari górilluapanna. Nú hafa górillur verið um talsvert skeið víða til í dýragörðum, en hafa nauðasjaldan aukið þar kyn sitt. Þess vegna hafa ekki gefizt tækifæri til þess að fylgjast með fæðingu og uppeldi górilluunga í fangavist, sam- bandi móður og afkvæmis og upp- eldisaðferðum apanna, svo eitthvað sé nefnt. Það var því mikill viðburð- ur, þegar Akkilla, górilluapi í dýra- garðinum í Basel í Sviss, fæddi son 17. apríl 1961. Sonurinn var skírður Jambó, en það er swaliílíska og þýð- ir „góðan daginn." Jambó var þó ekki fyrsti górillu- unginn, sem sá dagsins ljós í dýra- garði. Tveir höfðu fæðzt í fangavist á undan honum. En í hvorugt skipt- ið hafði tekizt að fá móðurina til þess að ala ungann upp, og því var ekki hægt að draga þá lærdóma af fæðingu þeirra, sem æskilegt hefði verið. Fyrsti unginn, Kóló, fæddist í dýragarði í Kólumbus í Óhió í Bandaríkjunum á aðfangadag jóla, 24. desember 1956. Móðirin skildi ungann eftir liggjandi á gólfinu í búri sinu, og þar fann eftirlitsmaður hann nær dauða en lífi. Hann íannst þó nógu snemma til þess, að unnt væri að bjarga lífi hans, en uppeldi hans urðu dýragarðsmennirnir að annast. Næst fæddi Akkilla í dýragarðin- um í Basel unga 23. september 1959. Afkvæmi hennar var nefnt Góma, og um hana var mikið skrifað á sínum tíma. Akkilla var þá tólf ára gömul, og hún fór ekki eins að og kyn- systir hennar í Óhió, heldur tók ung- ann í faðm sér. En hún hélt bonum öfugt, svo að hann gat ekki sogið. Á öðrum degi var því ákveðið að taka Gómu frá henni og ala hana upp eins og mannsbarn Forstjóri dýragarðsins tók hana heim til sín og ól hana þar upp. Næsta afkvæmis Akkillu var beðið með talsverðri- eftirvæntingu. For- svarsmönnum dýragarðsins lék mik- ill hugur á að fylgjast með því, hvernig hún brygðist við þessu sinni. Og að því kom, að Akkilla varð létt- ari. Klukkan 7 að morgni þann 17. ágúst fór eftirlitsmaður fram hjá búri hennar. Þá sat hún að vanda í bifreiðarhjólbarða sínum, en í dýra- garðinum í Basej hafa aparnir hjól- barða, bæði fyrir bæli og leikfang. Hálftíma síðar kom hann aftur að búrinu. Akkilla reis þá upp og urraði móti honum og brá um leið á loft unga. Síðan hringaði hún sig aftur niður á hjólbarðann og hélt á ungan- um í örmum sér. Fyrst sneri hún honum frá sér eins og hún hafði haldið á Gómu tæpum tveimur árum áður. En þegar leið á daginn, fór hún að breyta stöðu hans á ýmsa vegu. Nýfædda górillan var með öllu hjálparvana pg vó aðeins tæp tvö kíló. Handstyrkleiki hennar var lítill; borið saman við unga simpansa og órangútanapa, sem hanga fast á mæðrum sínum allt frá fæðingu. Strax á fyrsta degi fór Akkilla að sýna grönnum sínum ungann. Fyrst- ir í röðinni voru simpansarnir, sem höfðu fagnað fæðingunni með háu 333 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.