Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 5
Á sínum tfma var ábótl f Katrínarklaustri Jóhannes nokkur, sem kalfaður var Climacus. Kenningarnafnið var dregið af því, að hann ritaði bók, munkunum til ieiðbeiningar, þar sem hann gerði grein fyrir þeim stiga, er lægi til himna. Hvert þrep í þeim stiga táknaði ákveðna dyggð — og sam- svarandi löst, en alls voru þrepin, þ.e. dyggðir og lestir, þrjátiu talsins. Þessi líking varð ákaflega vinsæl, og á myndinni hér að ofan sést himnastiginn. Myndin er frá 11. eða 12. öld, 09 á henni sést í efsta þrepinu Jóhannes ábóti Climacus sjálfur, en Kristur fagnar komu hans. Næst ábótanum kemur erkibiskup að nafni Antónius og síðan hver af öðrum. En sumum verður fótaskortur á leiðinni og hljóta örugga fylgd fii annarra heimkynna. D»0*0*0»0*0«0*0*0»0f0«0«0»0«0*0*0»0«0«0*0»0«c*c«0*0«0«0«0*0*0*0»0*0«0»0*0»0»0*0*0*0*0*0f0*g*0*0«0*0«0»0»0#0 io«o«o*o«o*o*o*o»o«o«o«o«o*o*o»o«o«o*o*o«o»o»o»o»o«o»o«o»o*o»o*o*o»o»o«o«o*o»o«o«o«o«o«o«o«o«o«o*o«o*o«o«o« ekki til Sínaíklausturs eSa munkarn- ir þar töldu ekki ástæðu til að hlýðn- ast honum. Þeir héldu áfram að dýrka sínar myndir og eignuðust stöðugt ný listaverk. Fyrir bragðið er þar enn varðveitt merkasta safn íkóna frá því fyrir myndaeyðingu, og hvergi er að finna á einum stað sam- felldari sögu íkónagerðar frá fyrstu tíð en í Katrínarklaustri. Því þar er ekki aðeins að finna íkóna frá því fyrir eyðingu, heldur frá öllum öld- um síðan. Árið 1958 var faðir Pac- homios, síðasti íkónamálarinri í klaustrinu lagður til hinztu hvíldar. Alls eru í klaustrinu varðveittir um tvö þúsund íkónar. Síðustu árin hafa fræðimenn farið höndum um þessar myndir, hreinsað þær og fært í upprunalegt horf, og síðan Ijós- myndað þær í réttum litum. Að þessu hafa aðallega unnið handarískir vís- indamenn og má búast við, að myndirnar verði innan tíðar gefnar út. Þar fá þeir, er vilja kanna sögu íkónagerðar, fastan grundvöll, en til þessa hefur þróun íkónalistarinnar, einkum í eldri tíð, verið einhver myrkasti kaflinn í sögu býzantískrar listar. íkónarnir í Katrínarklaustri spegla á sinn hátt sögu Austurlanda. Þegar kemur fram á tólftu öld, taka býzan- tísku myndirnar að hverfa, en í stað- inn koma íkónar, gerðir af frönsk- um og ítölskum listamönnum. Þessir íkónar hafa komið frá ríki krossfar- anna í Palestínu. En hundrað árum síðar rís Konstantínópel að nýju, og því fylgir nýtt blómaskeið hinnar býzantísku listar, og merki þeirrar endurreisnar eru mörg~í Katrínar- klaustri. Og íkónagerðinni lauk eng- an veginn við fall Konstantínópel árið 1453. Á Krít stóð sú listgrein 3 mjög háu stigi fram á seytjándu öld Katrínarklaustur á Sínaí hefur löngum staðið í nánum tengslum við eyna og á þar enn jarðeignir, og það- an hafa margir íkónarnir komið til klaustursins. Og margir þeirra hafa að sjálfsögðu verið málaðir í klaustr- inu sjálfu og þá í þeim stíl, sem ríkj- andi var hverju sinni. íkónarnir eru lausar myndir, en settar upp í kirkjur eftir ákveðnum reglum. Fyrir framan altarið eru fjórar myndir: Kristur, María, Jóhannes skírari og verndardýrling- ur hlutaðeigandi kirkju. Á veggjun- um eru minni myndir, tengdar helztu hátíðum og messudögum kirkjuárs- ins. Fyrr á öldum munu þessir hátíða íkónar hafa verið málaðir á fjalir, en slíkar myndafjalir eru nú hvergi til nema á Sínaí. En þar hafa varð- veitzt þó nokkrar fjalir, sem bera vitni um þennan forna og horfna sið. Á veggjum klaustursins er margt mynda, aðallega litsteinamyndir. Ein- hver sú merkasta er stór mynd af himnaför Krists, sem þekur hvolið yfir altarinu i klausturkirkjunni. Kristur er þar í miðju, og umhverf- is hann þeir Elía og Móses og post- ularnir Jóhannes, Jakob og Pétur. Þegar farið var að athuga þessa mynd árið 1958, uppgötvuðu fræðimenn- irnir, að hún var komin að því að eyðileggjast. Límið, sem hélt mynd- inni við vegginn, var farið að gefa sig, enda búið að duga í fjórtán ald- ir. Myndin er nefnilega jafngömul klaustrinu, frá dögum Jústiníanusar, og því ómetanlegur dýrgripur aldurs vegna, þótt hún væri það ekki sjálfs sín vegna, sem hún reyndar er. En þeir menn, sem þarna voru á ferð, kunnu að umgangast gamlar myndir. Með ýtrustu varfærni voru boraðar allmargar örsmáar holur í myndina og þar þrýst inn steinlími, og á fáein- um stöðum, þar sem losið var lengst T I M I N N — SUNNUDAGS6LAÐ 341

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.