Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 19
Reykhólar. Þegar Páll hafði unnið Staðarhól sér til handa, án þess að leggja fé á móti, tók hann að gera sér kátt við Helgu, sem eikki var honum afundin þótt hún sýndi á sér yfirlætisbrag. Þórunn, frænka hennar, hélt henni mjög fram til metnaðar. Þar kom, að Páll bað Helgu, og kvaðst hún vilja með honum ganga, ef það álit ist jafnræði sitt. Kvaddi þá Páll Þor- berg sýslumann Bessason til dómsað- gerða, og nefndi hann árið 1556 menn í dóm að Skriðu í Hörgárdal. Var atkvæði þeirra, að með þeim væri jafnræði, því að Páll hafði vax- ið mjög að unnum Staðarhólsmálum. Ekki var Þorleifi afa hennar, um þessa giftingu, en séra Sigurður á Grenjaðarstað, föðurbróðir hennar, var giftingunni fylgjandi, og fór svo fram brúðkaup Páls á Grund sunnu- daginn næstan eftir nýár 1558. Tóku þau sér bústað á Eyrarlandi og síðar að Einarsstöðum í Reykjadal og voru þar fyrstu búskaparárin. Svo er sagt, þá Páll bjó í Reykja- dal, að hann hafi látið ala 19 kálfa og látið þá út til leiks einn dag um vorið, en sat sjálfur uppi á húsmæni til þess. að horfa á. Hafi þá allir kálf amir hlaupið i á eina og allir drepizt. Þá átti Páll að hafa sagt: „Rú þig, spú þig, Reykjadalur, rotin hunda hnúta“. Árið 1560 bar það til meðal ann- ars, að Þorleifur sýslumaður Gríms- son og Grímur, sonur hans dóu. Orm- ur lögmaður og Páll kölluðu þar til arfs vegna kvenna sinna, kváðu seinni konu böm Gríms ekki arfgeng vegna fjórmenningsmeinbuga. Sóttu þeir því á staðinn, en Guðbjörg, koqa Gríms hafði 30 manns til varnar og varði bæinn í þrjár vikur fram yfir þing og fluttist svo þaðan með allt fémætt, sem hún gat með sér tekið, að Hólum í Eyjafirði. Þá stökktu þeir Páll og Ormur Sólveigu, ekkju Þorleifs, burt af staðnum og settust sjálfir í húsbændasætið á Möðruvöll- um og eyddu og spenntu öllu því lausafé, sem þeir gátu hönd á fest. Jón sýslumaður Marteinsson, bisk- ups, Einarssonar, setti sig upp á móti þeim og hélt með húsfrú Guðbjörgu og var á alþingi dæmt, að öll börn Þorleifs sýslumanns væru arfgeng. Jón sýslumaður keypti af höfuðs manni fyrir 70 Jóakimsdali að fá dóminn slaðfestan af konungi. Það er mælt, að Páll hafi haldið, að hann myndi ekki ná völdum eða mannvirðingum nyrðra fyrir upp- gangi Jóns sýslumanns Marteinsson- ar, og afréð því að flytjast vestur á eignarjörð sína, Staðarhól. Mun það hafa verið um 1562, og hafi hann þá, eftir að hann kom að Staðarhóli, túlkað svo mál Magnúsar sýslumanns prúða bróður sins, að hann fékk að Ljósmyndr Páll Jónsson. eiginkonu Ragnheiði Eggertsdóttur, lögmanns, Hannessonar hirðstjóra. En þeir frændur voru af norskunt aðalsættum, og var skjaldarmerki þeirra hálfur einhyrningur á bláum feldi. Eftir að Páll hafði búið um skeið á Staðárhóli, langaði hann mjög til þess að eignast Reykhóla og falaði þá af séra Þorleifi Björnssyni. En þar var fast fyrir. Miðluðust þó mál þannig, að Páll skyldi útvega Greipi, syni séra Þorleifs, vígslu og benefic- ium, og skyldi hann þá fyrstur manna fá kauphlutann í Reykhólum. Þessu kom Páll í verk við Gísla biskup, og vígðist Greipur og fékk Snæfjöll, þótt lítt væri fær til prestskapar vegna lærdómsleysis. Nokkru síðar lagði Páll af stað til Reykhóia í þeim til- gangi að kaupa þá. Kom hann snemma dags að Reykhólum, og var sr. Þorleifur á túnvelli við heyþurrk, en kirkjan var opin, og gekk Páll þar inn, lauk upp altarinu og tók út þar bók, sem hann stakk í barm sinn. Síðan gekk hann til séra Þor- leifs og heilsuðust þeir. Þar eftir falaði Páll Reykhóla, er prestur synj- aði. Þá tók Páli bókina úr barmi sínum og mælti: „Þessi mun gera Reykhóla faia“. Þegar prestur sá bókina, varð hann frá sér numinn, og eftir áð þeir höfðu rætt málin litiOega gengu kaup sam- ?55 T I M 1 N N — í UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.