Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 6
 komið, var koparþráðum komið fyrir til að styrkja límið. Síðan var mynd- In hreinsuð og litirnir skírðir upp, og nú ljómar þetta listaverk jafn- fagurlega og það gerði fyrir nær hálf- um öðrum tug alda. Katrínarklaustur á Sínaí hefur lengi verið frægt fyrir bókasafn sitt. Þar eru til um þrjú þúsund fornar bækur, margar þeirra mjög fornar. Þar eru rit skráð á grísku, arabísku, sýrlenzku, grúsísku, slavnesku, eþí- ópísku og fjölda annarra tungumála. Frægasta rit klaustursins er þar þó ekki lengur. Það er biblíuhandrit, eitt hinna þriggja elztu, sem til eru í heiminum, og hefur gengið undir nafninu Codex Sinaitícus. Þýzkur fræðimaður að nafni Konstantín von Tischendorf rakst á þetta handrit ár- ið 1844 og tók það með sér til Rúss- lands. Þaðan var það selt til British Museum árið 1933 ,og er nú varðveitt þar. Um það hafa menn lengi deilt, hvernig Tischendorf komst yfir þetta handrit. Sjálfur sagðist hann hafa keypt það af munkunum, en aðrir telja hann hafa stolið því, og er það án efa réttara. Sönnunargagnið ligg- ur í klaustrinu sjálfu. Það er bréf frá Tischendorf, ritað á grísku og dagsett í september 1859. í þessu bréfi lofar hann að skila handritinu aftur til klaustursins, þegar hann hafi lokið rannsóknum sínum á því. Lltsteinamynd af himnaför Krists •r einhver dýrasta perla i Kafr- inarkiaustrl. Sú mynd er |afn- gðmul klaustrlnu sjálfu, get'ð elns og það að tilhlutan Jústiní- anusar kelsara f Konstanfnópel fyrlr nálægt fjórtán öldum. AS öllum liklndum hefur kelsarlnn sant listamenn frá höfuðborginni til klaustursins til þess að búa myndlna til, en litstelnalist stóð þá f miklum blóma i Konstant- ínópel. Nokkrum öldum siðar létu keís- ararnlr eyðileggja allar helgi- myndir ( rlki sinu, en það boð komst aldrel til framkvæmda ’ Katrinarklaustri, og þess vegna er þessi mynd meðal þeirra fáu litstelnamynda, sem varðveitzt hafa frá sjöttu öld. Þessl mynd var könnuð ræki- lega, hrelnsuð og lagfærð fyHr fáeinum árum og skfn nú aftur i slnnl upphaflegu dýrð. Á hanni sést Krlstur f miðiu, og umhverl- Is hann spámennirnlr Móses og Ella og postularnir Jakob og Jó- hannes og Pétur, sem llggur sof- andi við fætur melstara sins og frelsara. Á minni myndum allt umhverfis aðalmyndina eru post- ularnlr tólf, sextán spámenn, Davfð konungur og tveir gefend- ur mytndarlnnar. Tll hliðar vlð þá myndaröð eru smámyndlr af Marfu guðsmóður og Jóhannesi skirara. Þetta bréf, ásamt þýðingu af því, hangir nú yfir auðu rúmi handrits- ins í bókasafni klaustursins. Katrínarklaustur á Sínaí er ein- stakt í sinni röð. Líklega er það eina kristna klaustrið í heiminum, sem hefur mosku innan múra. En Móses er tignaður af Múhammedstrúar- mönnum eins og kristnum, og þeir hafa alltaf farið pílagrímsferðir til hins heilaga runns. Ráðgjafi miðalda- kalífa eins lét reisa moskuna fyrir þessa pílagríma, og síðan hafa turn- arnir tveir, kirkjuturninn og mínar- ettan, staðið þar hlið við hlið í mesta bróðerni, annar helgaður krossi, hinn hálfmána. Klausturkirkjan er enn sú sama og í öndverðu, en klaustursvæðið hefur stöðugt verið að breytast. Nýj- ar byggingar hafa verið reistar þar á öllum tímum, sumar verið endur- byggðar, öðrum breytt. Útkoman er geysimikil óreiða, þar sem öllu ægir saman, fornu og nýju. í Katrínar- klaustri eru kapellurústir, ónotaðir gangar, hrundir stigar, lokaðar neð- anjarðarhvelfingar, dyralaus herbergi og herbergjalausar dyr. Út úr þessu 342 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ V

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.