Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 17
vig, aðra í gáfum“, en þar á móti mátti kalla hann „siðlátan, staðlynd- an og með góðu umdæmingarafli". Þegar það spurðist austur í Eyja- fjörð, að Hákon væri heim kominn, herti Sigriður loks upp hugann, skrif- aði honum og bað hann með mörgum fögrum orðum fyrirgefningar á broti sínu, en forðaðist þó að nefna hann unnusta sinn. En éþarft var að bera svo mjög kvíðboga fyrir því, að Há- kon hefði gerzt fráhverfur heitmey sinni. Eðlilega hefur honum þótt nokkuð fyrir því, að umkomulaus vinnupiltur skyldi gera henni barn. en hann hafnaði henni ekki fyrir þær sakir, heldur kenndi því um, að pilt- urinn hefði tælt hana, blíðláta og skapljúfa stúlkuna: „Svo var Hákon staðlyndur, að eigi vildi hann sleppa af Sigríði, og þótti mörgum fágætt." Hann svaraði bréfi hennar um haust- ið og kvaðst vera hinn sami unnusti hennar og hann hefði áður verið og haðst þess eins, að hann yrði látinn vita, „hvort foreldrar hennar væru með öllu viljugir, að hann fengi henn- ar og hvort engin tregða væri þar á, því væri svo, hlyti hann að hverfa frá því ráði.“ Þr.ð sómdi vitaskuld sízt, að séra Jón vísaði Hákoni frá, er hann vildi svo ljúflega þiggja stúlkuna. Fóru enn hréf á milli Möðrufells og Frosta- staða um mægðir þær, er voru iþann veginn að takast, og var afráðið. að brúðkaup skvldi fara fram vorið 1822. Voru þau Hákon gefin saman í Grund arkirkju, þar sem Sigríður hafði ver- ið riðurlægð fáum misserum áður. Að lokinni hjónavígslunni var fögur brúðkaupsveizla í Möðrufelli, og þeg- ar hún var úti, riðu ungu hjónin til Skagafjarðar, þar sem þau reistu síð- ar bú á Yztu-Grund- Það var ekki fvrr en eftir mörg ár, að Hákon varð aðstoðarprestur í Stærra-Árskógi. Því starfi gegndi hann í nokkur ár, og mun þó ekki allt hafa gengið þeim hjón- um í haginn. enda var húsbóndi þeirra bæði drykkfelldur og sinkur. Var um skeið að því komið, að séra Hákon hyrfi á ný að búskap vest- ur í Skagafirði. En áður en af því yrði, vék gamli presturinn á brott, og hreppti hann þá brauðið. Á efri ár- um fluttist hann svo austur að Kol- freyjustað við Fáskrúðsfjörð, þar sem Sigríður lézt sumarið 1864, nálega hálfáttræð, móðir fjögurra barna, sem upp komust. XII. Nú er það eitt eftir að segja nokkuð frá öðru því fólki, er komið hefur við þessa sögu. Séra Jón veitti Álfheiði, dóttur sinni, það tillæti að leyfa henni að sigla til Kaupmannahafnar vorið 1821 með Hálfdani Einarssyni, er þangað fór til náms í Kaupmannahafnarhá- skóla. Þau komu alkomin heim sum- arið 1824, og hafði Álfheiður þá með sér „spunasmiðju" og danskan mann, er kenndi notkun þessa nýja tækis. Árið 1826 gekk Hálfdan að eiga Álf- heiði og reisti bú á Rúgsstöðum í Eyjafirði. Hann varð seinna prestuv á Kvennabrekku, Brjánslæk og Eyri í Skutulsfirði. En Álfheiður fylgdi honum skammt á þeim ferli. Hún andaðist í Dölum, fertug að aldri, en hafði áður alið bónda sínum fjögur börn, sem komust upp. Er margt þjóð- kunnra manna komið út af þeim, og var einn sona þeirra Helgi Hálfdan- arson lektor, er Helgakver er við kennt — raunar ekki sérlega vinsæl bók, og er að skilja á frásögnum gam als fólks, er lærði þetta kver í æsku, að engri bók á íslandi hafi verið jafn- hætt við að lenda í kálfsmögum u> henni. Séra Jón lærði lét ekki það, sem yfir hann gekk, buga sig eða lama. Hann hélt áfram að gegna embætti sínu aðstoðarlaust og hafði ekki minni umsvif utan þess en áður. Sonur hans, Jón helsingi, kom til landsins með Hálfdani og Álfheiði sumarið 1824 með cianska konu sína og settist að í Möðrufelli. En það var ekki fyrr en árið 1830, að gamli maðurinn iét vígja hann sér til aðstoðar. Þó fór fjarri því, að hann væri þá af baki dottinu, Enn vílaði hann ekki fyrir sér að taka hart á sóknarbörnum sínum, þegar honum bauð svo við að horfa. Haustið 1836 hafði kona á Möðruvöllum, Guðrún Hallgríms- dóttir, skilið við mann sinn, Manass- es Einarsson að nafni, er var truflað- ur á geði. Vildi prestur tala á milli þeirra og koma þeim saman á ný, en Guðrún gaf þess engan kost. Setti hann Guðrúnu út af sakramentinu á meðan hugur hennar væri slíkur og lagði bann við því, að henni mætci veitast sakramenti í öðrum presta- köllum, þótt hún vistaðist þar, nema hún væri til altaris með hinum geð- sjúka manni sínum. Þá var séra Jón sjötíu og sjö ára, er hann stóð í þessu stímabraki. En þetta mál datt niður, áður en til meiri átaka kæmi, því að Manasses sá fyrir sér, er það stóð sem hæst. Þremur árum síðar tók séra Jón við nýju brauði, Möðruvallaklausturs- prestakalli, nálega áttræður orðinn, og mun fágætt, að prestar hafi brugð- ið á slíka nýbreytni á þeim aldri. Sett- ist hann þá að í Dunhaga og dvaldist þar til æviloka. Eitt hið fyrsta verk gamla mannsins, er hann kom í nýja prestakallið, var að þýða kafla úr þýzku riti um skaðsemi áfengisneyzlu, og sendi hann síðan þýðingu sína bæ frá bæ, svo að hún kæmi fyrir augu allra sóknarbarna hans. Upp úr þessu þróaðist hjá honum sú hugsun að stofna hófsemdarfélag. Hann hafði séð í útlendum blöðum, sem hann keypti og las, að slíkum félögum hafði verið komið á fót í sumum lönd- um, en heima fyrir hafði hann dæm- in um það, hvernig margir menn eyddu fé sínu í drykkjuskap, vöktu ófrið og illindi, lágu í óflogum, mis- þyrmdu konum og börnum og mál- lausum skepnum og urðu oft á tíðuin úti eða drukknuðu í sjóferðum Tók hann að reifa þessa hugmynd sína við ýmsa menn árið 1841 eða fyrr, en kom ekki vilja sínum fram. Flest- um þótti mikils misst, ef þeir yrðu af brennivíninu, og vildu ekki færa þá fórn til þess að forða slysum og ó- láni: „En ekki gengur mér greitt að fá þá til þess, þar augnamiðið er að láta aldrei brennivín né áfenga drykki koma inn fyrir sínar húsdyr . .. Væri miklu betra, að ails ekkert væri af þessari skaðlegu, tælandi tegund til, því þó misbrúkun manna sé sá skaði, sem af því flýtur, mest að kenna, þá verður ómögulegt að girða fyrir hann, svo lengi, sem þetta eitraða agn er haft á boðangi". Um þetta sama leyti barst honum í hendur þýzkt rit, sem hét Brenni- vínið, morðingi lífs og sálar. Varð hann heldur undrandi, er hann komst að raun, að kafli sá um vínbindindi er hann hafði þýtt og sent um Hörg- árdal sem umburðarbréf, var einmitt úr þessari bók. Lét hann sig þá ekíd muna um að þýða allt ritið og hugð- ist fá það gefið út í Viðey. En á því mun hafa strandað, að forráðamenn prentsmiðjunnar þar kröfðust mun hærra gjalds fyrir prentunina en séra Jón átti að venjast í Kaupmannahöfn. Ekki sló séra Jón slöku við smárit sín, þrátt fyrir þessi umsvif. Þau komu stöðugt út í Kaupmannahöfn, og var hann vakinn og sofinn við að afla fjár til útgáfunnar. En þar þurfti nokkurs við, því að hann var nú mjög farinn að dreifa þeim gefins. Reynd- ist Björn Ólsen á Þingeyrum honum beztur stuðningsmaður hérlendis í þessu efni, enda átti hann hönk upp í bakið á honum. Mörgum áratugum fyrr hafði séra Jón tekið systur Björns í sitt skjól, er maður hennar varð sekur um glæpsamlegt athæfi í verzl- unarsökum á Akureyri. Öll sú fyrir- hyggja, senúhann þurfti að hafa vegna smáritanna, kostaði hann ærið starf. En hann taldi það ekki eftir sér. Hann var sívinnandi, svo að segja má, að honum félli aldrei verk úr hendi fram á síðustu stundu. Og ekki gleymdi hann virðuleika sínum í þess- um önnum. Hann þéraði tengdasyni sína fram í andlátið — jafnvel séra Hálfdan Einarsson, sem hann hafði þó fóstrað frá bernsku. Á hinum efstu árum sínum tók hann sig til og skrifaöi eins konar ritdóm um Fjölni, sem einn hinna TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 353

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.