Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 9
M*S*M#M*M*M*M*M*M*M*M*M*M#M*M*M#M#M*M*M*M*M*M*M*M*M*M*M-M • ••••••••••"••»"#’•••; •••"•••"••••"••"••"•••"•"•••••••••••••"••••••a «»»»*«» » • » «*»*»*« »*»V»V»*»*»!»*»V»V»V»V»J»V«V»V«*« »»••»’» »»»»»»•»«*». Sólin hellti geislum sínum yfir láð og lög, sumariö var í algleymi. Það vár búið að þvo og þurrka ullina, og nú átti ég að fara með hana í kaup- staðinn í dag. Við vorum snemma á fótum. Ég flýtti mér að sækja hestana. Á meðan batt húsbóndinn ullina í klyfjar. Ullin var aðeins á tvo hesta. Féð var fátt, og fóstra mín tók alltaf töluvert af úll til vinnslu í heimahúsum. Ég var fljótur að finna hestana og reka þá heim. Reiðingarnir lágu til- búnir á hlaðinu. Vorum _við fljótir að leggja þá á hestana. Ég fór inn í eldhúsið og drakk eins mikla mjólk og ég gat í mig látið, og svo fékk ég nestisböggul, sem ég stakk niður í tösku. Þá var ekkert annað eftir en að kveðja fólkið og leggja af stað. Af því ég var nú í fyrsta sinn að fara í kaupstaðarferð, aðeins seytján ára gamall, þá var ekki vogandi að láta mig vera einan. Svo var því ráð fyrir gert, að ég yrði samferða bónda- syni af næsta bæ, sem líka var að fara með ullarlest. Hann var rúm- lega tvítugur og orðinn vanur ferða- lögum. Við mættumst við Lagarfljóts- brú, og var svo haldið sem leið liggur eða lá þá,(því að nú er allt breytt síðan bílarnir komu) upp hjá Miðhús- um og upp heiðarbrekkurnar að svo- kölluðum Fardagafossi. Þar var venja að æja. Við kipptum ofan af hestun- um og tókum út úr þeim beizlin, svo þeir ættu hægara með að grípa niður. Veðrið var alltaf fagurt, sólskin og sunnanandvari. Það var dýrðleg sjón að líta yfir Héraðið þarna af foss- brekkunni. Eftir stutta viðdvöl tókum við hestana og settum upp klyfjarnar. Var svo haldið aftur af stað, og teymdi hvor sína hesta. Þannig mjakaðist þetta upp á Fjarðarheið- ina og áfram sem leið lá. Við fórum fram hjá sæluhúsi, sem var á miðri heiðinni, en gátum ekki stanzað neitt þar, enda ekki nein þörf á því. En stuttu eftir að við fórum fram hjá sæluhúsinu, leit ég til baka, og þá sá ég, að einhver kom á eftir okkur með ullarflutning á mörgum hestum. Hann rak hestana og fór greitt. Það var því strax auðséð, að hann dró á okkur. Innan stundar var svo þessi maður búinn að ná okkur. Það var stórbóndi af Jökuldal. Hann var með átta hesta undir ull, og voru þeir einkennilega samlitir. Þeir voru ýmist móskjóttir eða bleík- skjóttir eða eitthvað þar á milli. Bóndi heilsaði okkur mjög glað- lega og sagði, að við værum gamal- dags að teyma hestana. Nú skyldníga við binda taumana upp á öllum hestunum og reka þá með hans hestum og sjá, hvort okkur fyndist það ekki frjálslegra. Við vorum undir eins til í þetta og fannst víst einhver upphefð að því, að þessi mektarbóndi skyldi vilja hafa samfylgd okkar. Við bundum taumana upp á okkar hestum, og svo var rekið af stað. Þetta gekk eftir öllum vonum. Okkar hestar vildu að vísu ryðjast fram með svona fyrst, og þá kom fyrir, að klyf snaraðist af klakki. En þetta lagaðist brátt og allt gpkk vel niður á Efri-Staf — þar er heiðarbrúnin. Þá segir bóndinn við okkur, að nú sé orðið svo framorðið dags, að við munum ekki ná háttum til Seyðis- fjarðar, bezt muni vera, að einn fari nú á undan lausríðandi og panti gistingu fyrir okkur alla. Bauðst hann til þess að fara og annast um þetta. Við tókum þessu vel og fannst þetta hlyti að vera góð hugmynd. Svo kvaddi bóndi okkur og var á svipstundu horfinn. Nú tóku við heiðarbrekkurnar, sem kallaðar eru Efri- og Neðri- Stafur. Var þar mjög bratt niður og ekki um annað að gera en fara mjög hægt. Við létum því hestana lesta sig sjálfa þarna niður. En það kom brátt í Ijós, að við höfðum ekki tekið allt með í reikninginn, þegar við vorum svona fljótir að samþykkja, að Jökuldalsbóndi færi á undan og sklldi okkur eftlr með alla slna hesta. Okkur átti eftir að hefnast fyrir það. Hans hestar voru orðnir mjög mjó- slegnir af langri ferð og auk þess farið að losna um allar gjarðir á þeim. Við vorum aðeins komnir 10- 20 metra niður í brekkuna, þegar við rákum okkur á fyrsta hestinn, þar sem hann stóð með haus við jörð og reiðinginn með klyfjunum frammi við eyru. Við brugðum skjótt við og björguðum honum úr þessari prísund, lögðum reiðinginn á og settum klyfjarnar á klakkana í mesta snatri. Nú vorum við búnir að missa reið- heslana frá okkur. Þeir höfðu fylgt hinum eftir, enda skipti það engu máli, því að eftir þetta höfðum við ekki undan að laga á Jökuldals- Skjónunum. Það biðu oftast tveir þegar einn hafði verið afgreiddur. Seinast tókum við það til bragðs að setja rófustag á þá með beizlunum af þeim. Þá fór allt að ganga betur. Loksins komumst við niður í dalinn, og þá vorum við orðnir þreyttir og sveittir. Og nú var komið miðnætti, en drjúgur spölur var ennþá út í kaupstaðinn. Við reyndum að láta hestana ganga liðugt, það sem eftir var leiðarinnar, og hlökkuðum til að fá hressingu, þegar í kaupstaðinn kæmi. Enginn maður var sjáanlegur á götunum, þegar í kaupstaðinn kom. Við sveigðum hestana til vinstri hand ar út á Ölduna og alla leið að Fram- tíðinni. Þar áttum við að verzla með ullina. Nú var kippt ofan af hest- unum í flýti og þeir svo reknir út fyrir kaupstaðinn og upp í hlíðar- brekkurnar. Næst var að stafla ullinni saman og breiða reiðingana ofan á hana, ef rigna skyldi um nóttina. Þegar við vorum búnir að þessu, fórum við fyrir alvöru að skyggnast eftir ferða- félaga okkar. Félagi minn sagði mér, að eina gistihúsið í kaupstaðnum væri úti á Búðareyri. Þangað gengum við en sáum engan mann neins staðar á ferli, enda var nú komið langt fram yfir miðnætti. Vonsviknir rölt- um við til baka aftur til farangurs okkar, sárgramir yfir því að vera sviknir svona í tryggðum, en reynsl- unni ríkari um óorðheldni mannanna. Við byrjuðum nú á því að fá okkur matarbita. Svo fórum við að laga til reiðinga til þess að leggjast á, svo við gætum sofið einhverja stund. Við lögðumst þarna hlið við hlið og fannst þetta hvílurúm okkar vera framar öllum vonum. Félagi minn sofnaði strax, en ég gat ekki sofnað. Þetta hafSl verið óvenjuerfiður dag- EFTIR BJARNA HALLDÓRSSON Á AKUREYRI T T M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 345

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.