Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 7
öllu er hægt aS lesa breytingar á byggingarlist síðustu fjórtán alda. Þó er erfitt um vik til rannsókna á byggingunum, vegna þess að ekki er hægt að grafa neitt í klaustrinu sjálfu. Svo mikið er þó varðveitt af hinní upprunalegu smíði, að klaustr- ið er ómetanleg heimild um þau virki, sem Jústinfanus keisari lét reisa víða í ríki sínu. Og Katrínar- klaustur var virki á öðrum þræðl, og er það virki, sem bezt er varðveitt frá þessum tíma. Jústiníanus valdi þessu virki vel stað, og allt fram á vora daga hefur klaustrið haft hemaðarlega þýðingu. Þegar Napóleón mikli réðst inn í Egyptaland um næstsíðustu aldamót, sendi hann liö til klaustursins til þess að efla vamir þess. Og i fyrri heimsstyrjöldinni kom klaustrið að- eins við sögu. Tyrkneskur herflokkur settist um það og heimtaði vistir af munkunum. Þeir tregðuðust við. Þá hótuðu Tyrkir að leggja klaustrið í rústir, væri ekki orðið við kröfun- um innan sólarhrings. En bygginga meistari Jústiníanusar hafði séð við slíku umsátri. Leynigöng liggja úr klaustrinu alllangt niður í dalinn, og þegar myrkt varð af nóttu lagði sendimaður af stað um þessi leyni- göng. Hann fann að máli Araba einn í nágrenninu, sem átti frægan hlaupaúlfanda. f birtingu um morg- uninn var Arabinn kominn alla leið til herstöðva Breta á Abú Zenima við Súezflóav og herflokkur þaðan var kominn til klaustursins áður en fresturinn var uppi. Katrínarklaustur er í dag ekki að- eins einn hinn dýrasti minjagripur um fortíðina, sem tíl er. Það er lif- andi helgistaður. Samhengið við for- tiðina er þar þó sterkara en víðast hvar annars staðar. Þar syngja munk- arnir tíðir á sama hátt og fyrir mörg- um öldum og ganga til sinnar dag- legu iðju, án þess að láta skarkala heimsins sig nokkru skipta, eins og einsetumennirnir, sem fyrstir settust að við runninn helga. Og munkarnir í Katrínarklaustri minna einnig á forvera sína, einsetumennina að því leyti, að samvinna er þar minni en venja er í klaustrum. Hver hefur sitt •fmarkaða verksvið, sem hann lætur sér nægja, og býr og lifir að mestu út af fyrir sig. En allir hafa þeir sama markmið með veru sinni á Sín- aí: Að dýrka Guð sinn, þar sem hann forðum opinberaðist Móse, spámann- inum mikla, leiðtoga hinna útvöldu. ★ Þessl mynd er frá sjöundu öld og sumlr seqja, aö hún sé fegurstl Ikon, sem til er I veröldlnni. Myndin er af Pétri postula, lyklaverði hlmnarlkls, en auk lyklanna heldur hann á krossstaf og um höfuð hans er geisla- baugur tll marks um guðlega tign postulatls. Efst á myndlnnl eru þrjár lltlar myndir I sérstökum römmum, mynd af Krlstl fyrlr mlðiu og tll hllðar vlð hana myndlr af Maríu mey og að öllum líkindum Jóhannesl guðspjallamanni. Pétur postuli er á þessari mynd ekkl fátækur fiskimað- ur, elns og guðspjöllin lýsa honum, heldur birtist hér hugsuður og helmspeklngur, (mynd hins sUeitandi hellenzka anda. T ! M S N N — SUNNUDAGSBLAÐ 343

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.