Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 10
ur fyrir mig, allar þessar sviptingar og átök voru mér víst ofraun þá. Nú tók mig líka að þyrsta svo mikið, að ég fann mig tilneyddan að svala þorsta mínum. Ég mjakaði mér með hægð frá félaga mínum til þess að vekja hann ekki. Svo klæddi ég mig aftur í jakkann og rölti af stað út götuna út úr kaupstaðnum. g hef víst gengið um stundarfjórðung, unz ég kom að læk, þar sem ég gat sval- að þorsta míðum. Eg gat ekki strax yfirgefið lækinn og lagðist því niður í grasivaxinni laut rétt hjá. Kliður lækjarins söng í eyrum mér, og ég fór að raula vísur Páls Ólafssonar, Hríslan og lækurinn. Ég hætti að syngja, og á mig féll einhver svefnhöfgi svo að ég gleymdi því, að ég hafði ætlað að að vera fljótur í förum. Mér fannst ég ekki vera lengur einn þarna, svo að ég leit við og sá þá, að hjá mér stóð kvenmaður, mjög skrautlega búinn, með hvítan höfuðbúnað. Þetta var roskin kona og þó full að vöng- um og með fagurt, slétt enni. Augun voru skær og stingandi. Hún brosti við mér og ávarpaði mig á þessa leið: \ „Hér liggur þú, ungi maður, og undrast það, að þú skulir vera trufl- aður hér um hánótt. Ennþá ert þú svo ungur, að lífið hefur ekki gert þér neinar áhyggjur. Þú ert léttlynd- ur og sveimhuga, og það mun auka þér vinsældir á meðan þú ert ungur, enda munt þú ekki þurfa að kvíða neinu mótlæti á næstu árum. En þú ert örlyndur og bráður, og það mun oft koma sér illa fyrir þig á lífsieið- inni. Fyrir því þarft þú að temja þér að stilla skap þitt og aldrei fram- kvæma neinn verknað að lítt hugs' uðu ráði-. Vertu ætíð lítillátur og forðastu að gera öðrum rangt til. Auðsæld muntu ekki þekkja, en sá á nóg sér nægja Iætur. Forðastu ranglæti og stattu við öll þín loforð.“ Þegar hún hafði þetta mælt, fannst mér hún beygja sig niður að mér og horfa um stund hvasst á mig. Svo sagði hún: „Þú skalt ekki hugsa um, hver ég er, því að við munum ekki aftur sjást. En nú, þegar ég er farin frá þér, þá skalt þú ganga niður að sjónum og út í vík, sem er um 50 föðmum utar. Þar í fjöruborðinu áttu ,að finna stein, sem er þrílitur — grár, gulur og rauður. Ef þu finnur hann, þá skalt þú geyma hann vel, og þá munt þú verða lánsamur í lífinu.“ Þegar hún hafði þetta mælt, var eins og hún liði burt. Eftir andar- tak var hún horfin. Nú var mér allur liöfgi horfinn: Ég vaknaði, spratt á fætur og gekk beint niður að sjón- um. Þangað var stuttur spölur, svo að ég hugsaði, að gaman væri að athuga, hvort ég fyndi vík, ef ég gengi lengra út með honum. Ég stiklaði nú með fjöruborðinu, þar til ég kom þar sem svolítið vik var uppi á milli tveggja flúða. Eftir stundarleit fann ég stein, sem var tvílitur, og var hann gulur og grár, en ekki gat ég séð neinn rauðan lit á honum. Ég fór því enn að leita. Ekki bar það árangur. Ég stakk svo steininum í vasa minn og skundaði nú stytztu leið upp á veg- inn og sem leið lá inn í kaupstaðinn. Þegar ég kom til félaga míns, sem enn var sofandi, sá ég bjarma af nýjum degi yfir fjallstindinum aust- an fjarðarins. Ég lagðist niður og sofnaði strax. Sólin var. vel komin upp fyrir fjallstindinn, þegar félagi minn vakti mig og sagði, að nú yrðum við atf fara að leysa klyfjarnar, því að pakk- húsmaðurinn væri kominn á fætur og myndi opna eftir stutta stund. Ég fann, að ég var lítið sofinn og var seinn að koma mér á kreik. Þegar við vorum að leggja inn ullina, kom Jökuldalsbóndinn og sagði, að hann hefði verið á stjái eftir okkur langt fram eftir nóttu. Við vissum ekki, hverju við áttum að trúa, og svo féll það mál niður. Það gerðist ekkert sögulegt á með- an við vorum að taka út á hestana og binda klyfjar. Allt var skrifað á blað, hvað við áttum að taka út, nema smávegis fyrir vinnufólk og gamalmenni, sem sent höfðu smá- ullarhnoðra til þess að taka út á. Það urðum við að muna eða skrifa sjálfir til minnis. Um nónbil vorum við búnir að binda alla úttekt í klyfjar, og þegar við höfðum fengið okkur bita, fórum við að sækja hestana. Þeir höfðu verið rólegir, þar sem við skildum við þá, enda voru þeir í höftum. Klukkan var orðin sex, þegar við vorum búnir að búa upp á þá og gátum lagt af stað. Ferðin gekk vel, og vorum við komnir upp að Stöfum fyrir venjulegan háttatíma. Þar hvíld um við hestana vel, og var komið undir morgun, þegar við fórum það- an. Seint gekk að fikra sig upp Staf- ina, og mikið vorkenndi ég blessuð- um hestunum með byrðar sínar. Sólin var komin hátt á loft, og það var dýrðleg sjón að sjá hina miklu risa, Bjólf og Strandatind, baðaða í geislum morgunsólarinnar. Ennþá minnist ég þeirrar hrifni, sem um mig fór, þegar við loks vorum komn- ir upp á heiðarbrún og horfðum til baka nijður í Seyðisfjörð. Nú var stigið á bak og farið að hotta ögn á hestana. En þess þurfti varla. Þeir voru heimfúsir, og okkur skilaði vel áfram. í svokölluðum Mjósundum náðum við tveim bænd- um ofan úr Skriðdal. Þeir höf^i numið staðar til þess að staupa sig, en hestalestin var komin góðan spöl vestur á heiðina, og á eftir henni jeið kvenmaður. Þeir heilsuðu okkur kumpánlega og buðu okkur að súpa á flöskunni, áður en henni væri stungið niður. Ég afþakkaði. „Þú ert ákveðinn, drengur minn,“ sagði eldri maðurinn, sém eflaust hefur átt flöskuna. „Vert þú svona staðfastur alla ævi. Þá getur vel verið, að eitthvað rætist úr þér með tímanum. En ég er með tífalda lífs- reynslu á við þig og tek undir með Páli Ólafssyni: í staupinu ég með þökkum þigg, þangað til ég velt um hrygg. En við erum jafngóðir vinir fyrir því, og nú skulum við verða sam- ferða yfir heiðina." Að svo mælti steig hann á bak og fór að segja mér frá því, að dóttir sín væri nú þarna á undan. Hún hefði fengið að fara með sér, af því að hún fermdist í vor. Svo talaði hann mikið um alla hennar kosti og að sá, sem hana hreppti fyrir konu, yrði ekki svikinn. Það gerðist ekkert sögulegt yfir heiðina. Þeir voru alltaf öðru hverju að staupa sig, samferðamenn okkar, en ég sá út undan mér, að unga stúlkan leit mjög alvarleg til pabba síns, í hvert sinn sem hann fór að minnast við flöskuna. Þegar komið var niður úr heiðar- brekkunum Héraðsmegin, var ákveð- ið að hvíla um stund. Við létum einn ríða fram fyrir hestana. Svo var tekið ofan og beizlin út úr hest- unum. Síðan tók hver sína tösku og fór að leita að því ætilegu, sem eftir væri. En förunautur okkar úr Skrið- dal, sem nú hafði tæmt brennivíns- flösku sína, var ekki að hugsa um mat. Nú vildi hann fá meira vín, og því leitaði hann í hnakktösku sinni, unz hann fann þar saftflösfeu og fór að bisa við að ná tappanum úr henni. Dóttir hans, sem haf$ö setið þögul hjá og horft á aðfarir hans, gat nú ekki lengur orða bundizt. „Manstu ekki eftir því, að þú keyptir þessa saftflösku fyrir hana mömmu — hún bað þig um það, og þú mátt ekki opna hana hér.“ En hann var búinn að ná tappan- um úr flöskunni. Hann setti stútinn á munn sér og teygaöi úr henni. Að svo mæltu rétti hann félaga sínum flöskuna og sagði um leið: „Ég hef keypt þetta fyrir mína peninga og ræð því sjálfur, hvað ég geri við það.“ Svo tók hann sveskjupoka upp úr töskunni og fór að bjóða okkur sveskjur. En nú var dóttur hans nóg boðið. Hún stóð upp gekk æðispöl frá okkur, settist þar og sneri baki við okkur. Ég horfði á eftir henni. 'Hugur minn fylltist gremju til föður stúlkunnar. Hann mátti áreiðanlega iðrast gerða sinna, þegar hann yrði allsgáður. 346 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.