Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 16
■ Innslu bekkjunum. Frúin á Grund og dætur hennar og maddama Helga og Möðrufellssystur áttu sæti innst í kirkjunni að norðan. En aö þessu sinni vísaði séra Jón Sigríði til sætis á krókbekk. Þar var staður þeirra, er minnst voru metnir. Fólkið flykktist í kirkjuna og tók sér sæti. En mörgum varð langsamt að bíða þess, að guðsþjónustan hæf- ist. Það var eins og fólk hefði enga eirð í sér þennan dag. Sumir stungu saman nefjum og hvísluðust á, aðrir iðuðu í skinninu og hvimuðu 'sitt á !hvað, nokkrir sneru sér við í bekkjun- um og rýndu á prestsdótturina á krók bekknum. Öllum var mikið í huga, Ihvoi t sem þeir vorkenndu hinni synd- ugu systur, fprdæmdu hana eða hlökk- uðu yfir óförum hennar- Það er sennilegt, að sýslumanns- Ihjónin á Grund hafi haft þann sið að fara ekki í kirkju fyrr en aðrir voru íkomnir inn og guðsþjónusta í þann veginn að hefjast. Það var fyrirmann- legra að láta bíða eftir sér en bíða sjálfur. Að þessu sinni varð að minnsta kosti nokkur bið á því, að frúin á Grund, Valgerður Briem, kæmi. Og nú fer bezt á því, að það, sem næst gerðist, sé sagt með orðum Kristínar skáldkonu Sigfúsdóttur. Spennan var komin á hástig: Séra Jón bændi sig, maddama Helga og dætur hennar tvær sátu og biðu þess, að Grundarfrúin kæmi í bekkinn til þeirra, Sigríður húkti á krókbekkn um, föl og undirleit, kirkjugestír skotruðu augum sitt á hvað: „Þá opnaðist kirkjan hægt og hljóð- lega, og frúin á Grund stóð í dyrum. Allra augu litu til hennar. Hún stóð þarna, tíguleg og svipmikil, og renndi djúpum alvöruaugum eftir bekkjaröð- unum. Svo námu þau staðar, þar sem prestsdóttirin sat, hnípin og skjálf- andi. Þangað sveigði frúin, settist við lilið hennar og horfði á hana eins Og ástrík móðir, sem er að hugga veikt barn. Það fór eins og sterkui straumur um kirkjuna. Margir lutu höfði og ‘ grétu, eins og þeir ættu að taka af- lausn þennan dag. Þessi sterka, skap- íhreina kona, sem aldrei hikaði við að fylgja því sem hún taldi rétt, hafði lyft söfnuðinum um stundar sakir yf- ir dómgirni, kulda og kæruleysi.“ Guðsþjónustan hófst. Meðhjálpai inn las bænina í kórdyrum, sálmasöng- ur og tón hljómaði um kirkjuna, Presturinn steig inn í stólinn. Fyrst í stað fór allt fram eins og venja var til- En þegar séra Jón hafði blessað yfir söfnuðinn fyrir altarinu, hrópaði hann hárri röddu til fólksins frammi i kirkjunni og kenndi bæði skjálfta og klökkva í röddinni: Séra Jón í Möðru felli, sem svo margan hafði vítt, stóð nú hér sjálfur og bað guð fyrirgefn- ingar á syndinni, er barn hans hafði drýgt í húsum hans, og söfnuðinn fyr- irgefningu á hneykslinu, sem það hafði valdið með verknaði sínum. Það má gera sér þetta augnablik í hugar- lund: Karlmennirnir lúta höfði og horfa í' gaupnir sér, konur bera klút- hornin upp að augum sér, hin seka dóttir situr stjörf í sæti sínu. Það er ekki til nákvæm lýsing á því, hvernig aflausnin fór fram. En vafalítið hefur séra Jón fylgt sið- venju út í yztu æsar. Fyrst bar að syngja eitt vers úr sálmi undan hand- arjaðri Magnúsar Stephensens: Náðugi guð, fyrir nafnið þitt og nægð miskunnar þinnar gef, að mín svnd sé klár og kvitt, kenni ég daglega hennar. Hún særir bæði sál og líf, nema sendir þú mér styrk og hlíf, samvizkan svo frið megi finna. Meðan þetta vers var sungið skyldi sökudólgurinn ganga að kórdyrum og krjúpa þar á kné. Að loknum söngn- um átti presturinn að fara hæfilegum orðum um viðurstyggð þeirrar synd- ar, er framin hafði verið, og brýna fyrir syndaranum að bæta líferni sitt. Síðan voru bornar fram fimm spum- ingar til staðfestingar því, að ekk- ert brysti á sanna iðrun og aftur- hvarf. Þar á eftir var spurt um faðerni barns þess, sem í synd var getið, ef um var að tefla stúlku, er brotið hafði af sér í þvílíku efni. Þessu næst skipaði prestur syndaran- um að standa upp, snúa sér til safn- aðarins og biðja fyrirgefningar. A'ð því búnu átti hann að falla á ný á kné fyrir presti og þiggja af honum aflausn að loknum nýjum áminning- um. Var þá sungið eitt vers: Minn guð, eg má það játa: Mikil er syndin mín. Þó er í allan máta enn meiri náðin þín. Öll múj von á þér stár, gef þú eg glatist eigi, gef, að þig lofa megi, hér og um eilíf ár. Loks var syndaranum veitt sakra- menti, og þar með var á hann á ný orðinn hlutgengur meðal guðsbarna. Það var misjafnt dæmt um þá at- höfn, sem fór fram í Grundarkirkju þennan dag. Sumum þótti séra Jón hafa gengið feti framar en skyldi 1 skyldurækni sinni og hörku við dótt- ur sína. Og ekki er ósennilegt, að þetta hafi orðið prestsmaddömunni þung raun: Hún var að minnsta kosti sjaldan með hýrri há um þessar mundir. En Álfheiði virtist systur sinni mega vera mikil hughreysting að forlátsbón föður þeirra: „Það fannst mér vera rétt ánægja fyrir hana að heyra það “ En af frúnni á Grund er það að segja, að hún sat jafnan á krókbekkn- um eftir þetta. Af því lét ekki þau fimmtíu ár, er hún átti ólifað. Trúao- ar konur I Eyjafirði sögðu, að hún gerði það til þess minna sig á auð- mýkt frammi fyrir guði, en aðrír ætluðu, að með þessu væri hún á þögulan hátt að mótmæla gömlum og harkalegum kirkjusiðum af því tagi, er séra Jón hafði beitt við dóttur sína. En hvað hugsaði séra Jón sjálfur? Komu ef til vill þær stundir, að efi og óvissa kveldu hann? Við vitum ekki, hvaða svör hann hefur goldið sjálfum sér, ef slíkar kenndir hal'a strítt á hann. Og enn sem fyrr var hann harður í horn að taka, þegar honum þótti skyldan-bjóða. En hitt er sagt, að aldrei framar hafi athöfn af þessu tagi farið fram í Grundar- kirkju. XI. Þegar Sigríður hafði gengið þyrni- braut sína að kórdyrunum í Grund- arkirkju og þegið aflausn af föður sínum, kom til íhugunar, hversu fara mundi um framtíð hennar. Hæpið var, að Hákon Espólín kærði sig um stúlku, sem svo freklega hafði af sér brotið. Systrum hennar fannst hún þó f. rauninni fullgóð handa honum, þrátt fyrir niðurlægingu hennar. En Hákon gat verið á öðru máli, og þó að hann sjálfur setti hrösun hennar ekki fyrir sig, var við búið, að Jón Espólín yndi ekki slikum ráðahag fyrir hans hönd, því að kunnugt var, að hann ieit alla iausung óhýru auga, svipað og Möðrufeilsprestur. Sigríð- ur kaus helzt, að festum yrði ekki riftað, enda mun henni hafa verið mest umhugað að komast brott frá Möðrufelli. Hún átti sér lítillar upp- reisnar von í heimasveit sinni, þar sem sök hennar var á hvers manns vörum, og heima fyrir var hún undir stöðugu eftirliti og ekki ólíklegt, að hún hafi einn og annan hátt verið minnt á það nær daglega, hvað henni hafði orðið á. Hafði hún nú uppi ráða gerðir um að skrifa Hákoni, segja honum allt af létta um glöp sín og leita fyrirgefningar hans. Taldi hún enda merki um hið mesta stöðug- lyndi og staðföstustu tryggð, ef svo ólíklega vildi til, að Hákon riftaði ekki heitum þeirra. En það hefur engan veginn verið árennilegt að skrifa honum, úr því sem komið var, enda dróst það nokkuð. Degi fyrir Jónsmessu vorið 1821 kom Hákon heim úr Bessastaðaskóta að loknu námi með góðum vitnis- burði. „Var hann þá nær tvítugur, hár vexti og sterkur að afli, en eigi um það jafnoki föður síns, og þó líktist hann honum minna í öðru . . . ei heldur til umgengni né kænsku". Hann var líka „lítt keppinn 352 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.