Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 11
Mér fannst ég sjá stúlkuna fyrir mér, þegar hún var að búa sig í kaupstaSinn, létta og káta, fulla eftir- væntingar að mega nú í fyrsta sinni fara í kaupstað, sjá þar mörg hús, margt fólk og fullar búðir af vörum. Hafa sjálf peninga til þess að kaupa eitthvað fallegt. En sérstaklega eitt- hvað til þess að gefa mömmu sinni, sem henni þótti vænst um af öllu fólki. Svo komu fyrstu vonbrigðin í kaupstaðnum, þar sem faðir hennar lét hana að mestu afskiptalausa, en var oftast á móti því, sem hún vildi kaupa. Og svo að lokum þessi heim- för. Ég rétti frá mér sveskjupokann, án þess að opna hann og gekk til stúlkunnar. Ég settist niður við hlið hennar og sá þá, að hún var að gráta. Ég tók í hönd hennar og sagði henni deili á mér og að mér þætti leiðin- legt að sjá hana hrygga. Svo sagði ég henni af því, þegar ég fermdist: Ég hefði þá um sumarið fengið að fara með fóstru minni í kaupstað á Seyðisfjörð. Það hefði verið tekin mynd af okkur öllum. Þetta hefði verið fjarskagaman. Ég liefði mátt taka út á upptíninginn minn, og ég var lengi að ráða við mig, hvað ég ætti að kaupa, og seinast hefði ég keypt harmóniku fyrir átta krónur. En mikið hefði ég verið snupraður fyrir þetta síðar og sagt, að ég yrði víst aldrei ráðdeildarsamur. Hún var hætt að gráta og hlustaði á frásögn mína. Ég stakk hendinni ofan í treyjuvasa minn, tók þar upp poka með gráfíkjum og bauð henni að fá sér af þeim. Hún þáði það. Svo beygði hún sig niður og tók eitthvað upp, sem lá við fætur henn- ar. Hún horfir á þetta um stund og segir síðan: ,,Átt þú þennan stein?“ Ég lít á steininn og sé strax, að það muni vera steinninn, sem ég tók úr fjörunni við Seyðisfjörð. „Já, þessi steinn hefur dottið upp úr vasa mínum, þegar ég tók upp gráfíkjupokann." Um stund þögðum við bæði. Svo segir hún: „Viltu gefa mér steininn?" „Hvað ætlar þú að gera við hann?“ spurði ég. Nú varð aftur þögn. Svo segir hún: „Mig langar til þess að eiga hann til minningar um þessa stuttu stund, sem við höfum setið hér saman." Þögn. „Ég held, að við eigum aldrei eftir að sjást aftur.“ „Þú mátt eiga steininn, og ég vona, að hann geti fært þér einhverja gleði í lífinu.“ Áður en ég vissi af, var hún búin að leggja hendur um liáls mér og kyssa mig með titrandi vörum. Svo horfir hún enn á steininn um stund og segir: „Hann er þrílítur — gulur, rauður og grár.“ „Hvar er hann rauður?“ segi ég fljótmæltur. „Sjáðu litla blettinn hérna í gráa endanum. Það er eins og uppþornað- ur blóðdropi“. Ég horfi lengi á rauðan drop- ann í enda steinsins. Hvers vegna hafði ég ekki séð hann strax eða var hann ekki þarna þá? Ég sá konuna fyrir mér, þar sem ég lá við lækinn, ég heyrði rödd hennar og mundi öll viðvörunarorðin, sem hún beindi til min. Svo kom þetta síðast með stein- inn: Ef ég geymdi hann vel, þá myndi ég verða lánsamur. Hafði ég nú kastað frá mér lífsláni mínu? Nei, ég trúði því ekki. Ég fann sál mína fyllast fögnuði við það að hafa glatt saklaust barnshjarta. Þetta hlaut að vera guði þóknanlegt. „Nú er félagi minn farinn að tína saman hesta okkar“, sagði ég, „svo að ég verð að fara“. Ég stóð á fætur og rétti henni hönd mína í kveðjuskyni. Hún tók fast í hönd mína: „Vertu sæll, og guð fylgi þér“. Ég flýtti mér til félaga míns, og við vorum ekki lengi að kasta upp klyfj- unum og koma okkur af stað. Það reyndist rétt til getið hjá ungu stúlkunni, sem tilgreint er hér að framan: Við sáumst aldrei, og ég hef aldrei -frétt neitt um ævi hennar, enda fluttist ég í annan landsfjórð- ung stutfea þar á eftir. TÍM 1 N N — SUNNUDAGSBLAÍf 347

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.