Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 4
D ÝRCRIPIR SÍNAÍFJALLS Tindur Sínaffjails rís upp úr auðnarlegu hálendinu syðst á Sínaískaga. Þar er. heilög jörð mönnum með þrenns konar trú- arskoðanir, kristnum mönnum Gyðingum og Múhammedstrúar- mönnum- Því að það var' á þess- og þar hefur varðveitzt þessl pallur fyr- Ir ritningu Múhameðstrúarmanna, Kóraninn. Hann er qefinn til moskunnar um 850. um slóðum,sem Guð kallaði Móse og bauð honum að leiða börn ísraels, hina útvöldu þjóð, úr á- nauðinni í Egyptalandi til hins fyrirheitna lands. í Gamla testa- mentinu segir, að rödd Drottins hafi birzt Móse úr runni, sem stóð í loga, en brann þó ekki. Síð- ar, þegar Móses hafði hlýðnazt þessum fyrirmælum og var kom- inn með allan ísraelslýð út á eyði mörkina, kallaði Guð hann til sín upp á Sínaífjall og þar móttók Móses boðorðin tíu úr hendi drottins. Þessar helgisagnir Biblíunnar valda því, að Sínaífjall og nágrenni þess hafa löngum verið talið heilagt land, og þangað hafa pílagrímar af ýmsu þjóðerni lagt leið sína. Þar sem hinn heilagi runnur á að hafa staðið, lét Jústínianus keisari hinn mikli (527—65) í Konstantínópel reisa klaustur um miðbik sjöttu aldar. Þá var Sínaí fyrir löngu orðinn fjölsótt- ur pílagrímastaður. Meira en öld fyrir daga keisarans lagði þangað leið sín gallversk kona að nafni Eþer- ía, og einhverra hluta vegna hefur ferðasaga hennar eða dagbók úr ferðalaginu varðveitzt fram á vora daga. Eþería hin gallverska segist hafa komið til Sínaí, og þar hafi verið margir bústaðir heilagra manna og kirkja staðið, þar sem runnurinn yxi, en sá hinn sami runnur og forð- um væri enn lifandi og bæri sprota. En pilagrímarnir, sem lögðu leið sína til Sínaí, og þeir heilögu ein- setumenn, er þar höfðu reist kofa sína, fengu ekki alltaf að vera í friði við bænagerðir sínar. Arabískir hirð- ingjar, sem bjuggu í nágrenninu, gerðu tíðar herferðir á hendur þeim og brytjuðu þá miskunnarlaust nið- ur. Þetta barst Jústíníanusi keisara fyrir eyru, og hann sendi bygginga- meistara til Sínaí og skipaði honum að reisa þar virki. Sagan segir, að upphaflega hafi átt að reisa bygging- una á tindi Sínaífjalls, og er það reyndist ókleift, hafði keisarinn í bræði sinni látið hálshöggva bygg- ingameistarann. En virkið varð ekki reist á tindinum að heldur, og í stað- inn lét keisarinn byggja virkisklaust- ur yfir runninn helga. Það var helg- að heilagrí Katrínu frá Alexandríu, sem leið plslarvætti á fjórðu öld. Þetta klaustur er enn til, fjórtán öldum síðar, og þar er varðveittur Frá klaustrinu upp á tind Sinaí- fjalls liggja þrjú þúsund þrep úr steieil. helgur dómur heilagrar Katrínar, verndardýrlings klaustursins. En það er fleira varðveitt í klaustr- inu en skrín heilagrar Katrínar. Þar er merkilegt bókasafn, og þar eru varðveittar helgimyndir, sem hvergi eiga sinn líka í gervallri kristninni. Þótt undarlegt megi virðast, er það uppgangi Múhammedstrúar að þakka, að margar þeirra mynda hafa geymzt. Kristnir menn tóku allskjótt upp á því að búa til helgimyndir, íkóna, sem svo eru kallaðir í grísku kirkj- unni. En á áttundu og níundu öld stóðu miklar deilur um það, hvort íkónadýrkun væri ekki raunverulega hjáguðadýrkun, og keisarinn í Kon- stantínópel fyrirskipaði, að allar helgi myndir skyldu eyðilagðar. En þá var alda Múhammedstrúar risin og Kat- rínarklaustur á Sínaí orðin kristin vin í eyðimörk Arabaríkisins. Vegna þeirrar einangrunar frá hinum kristna heimi náði boðskapur keis- arans um eyðileggingu myndanna DROTTINN KALLAÐi Á MÓSE ÚR RUNNA, SEM STÖÐ í LOCA, EN BRANN ÞÓ EKKI. Á ÞESSUM STAÐ VAR SIÐAR REIST KLAUSTUR, 0G ÞAR ERU NÚ YARÐVEITTAR ÓMETANLEGAR HELGIMYNDIR FRÁ FYRRI ÖLDUM 0G AÐRIR DÝRGRIPIR. FRÁ ÞESSU KLAUSTRI SEGIR Í GREININNI. 340 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.