Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 21
„Þú ert giftur, Páll.“ Er þá sagt að Páll hafi svarað: i Giftur ertu, gáðu að því, } Galapín nokkur sagði, hvorki sess né sænginni í sést mín kona að bragði. Þegar Páll rak Helgu sína burt jneð ofstopa, er sagt, að hann hafi kveðið: Eigi skal greyið ganga, gefa skal henni hest, segja upp sambúð langa, svo mun það fara bezt. Hafir þú fornt á fótum, fá skaltu skæðin ný, gakktu hart á grjótum, og ganaðu hátt í ský, með bandvettlinga og staf, farðu norður í Gýgjarfoss, og sökktu þér þar á kaf, sökktu til botns sem blý, og komdu aldrei upp frá því. Þá er hér ein smásaga um Pál, sem lýsir honum að nokkru, því að hann var talinn lögkænn maður og í mörgum hlutum mikilmenni, þótt blendinn væri og hjóllyndur, undar- legur og mikillátur. Það var eitt sinn, er hann var á Reykhólum, að hann var á ferð und- ir Jökli á skipi því, er hann flutti á föng sín til Reykhóla. Þá var hon- um samferða óvinur hans og kom til kappsiglinga þeirra á millum. Á vegi þeirra varð sker eitt, sem þurfti að beita fyrir. Þótti Páli það krók- ur, en Sigurður háseti hans varaði hann við, að þeir stefndu á skerið. Er þá sagt að Páll háfi kveðið vísu þessa: ítar sigla austur um sjó öldujónum káta, skipið er nýtt, en skerið er hró, skal því undan láta. Litlu síðar bar þá á skerið og brutu skipið, og týndust nokkrir menn Páls. Kom þá að sá, sem var með Páli i kappsiglingunni, og spurði hvort hann vildi hjálp þiggja: „Þú gerir, hvort þér sóma þykir“, svaraði Páll. Maðurinn bjargaði Páli bónda og mönnum hans og flutti þá til lands. Páll settist aftur í skipið, sneri bak- inu fram, en lét fætur hanga í sjó. Þegar Páll var kominn að landi, gengur hann að manninum, sem honum bjargaði, rak honum vel úti Iátinn kinnhest, og gaf honum um leið 20 hundruð í jörð einni í sveit inni með þeim orðum, að kinnhest- inn skyldi hann hafa fyrir spursmál- ið, er hann bauð honum björgun, en jörðina fyrir björgunina. Skerið heitir enn Pálsflaga og er nyrzt af Gassaskerjum, norður af Elliðaey á Breiðafirði. Páll sýslumaður andaðist á Reyk- hólum viku fyrir páska árið 1598, á 63. aldursári. Til gamans rek ég nú ættir frá Páli sýslumanni Jónssyni: 1* Ragnheiður Pálsdóttir átti Giss- ur sýslumann Þorláksson á Núpi í Dýrafirði, en hann var sonur Þorláks sýslumanns Einarssonar á Núpi og Guðrúnar Hannesdóttur hirðstjóra. Einar, faðir Þorláks, var sonur Sig valda langalífs Illugasonar og Ólafar ríku Loftsdóttur á Skarði, Guttorms- sonar, en skjaldarmerki Lofts var valur með útbreidda vængi á bláum feldi. 2. Jón sýslumaður Gissurarson á Núpi átti Þóru, dóttur Ólafs sýslu manns í Hjarðardal, Jónssonar sýslu- manns, Ólafssonar sýslumanns, Guð- mundssonar, Jón sýslumaður á Núpi Gissurarson var hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, því að séra Sveinn Símonarson í Holti átti Ragnheiði Pálsdóttur eftir að Gissur sýslumaður hafði farizt í snjó- flóði. 3. Séra Torfi Jónsson, prófastur í Gaulverjabæ, átti Sigríði, dóttur Halldórs lögmanns Ólafssonar. Mar- grét kona Brynjólfs, og Sigríður, kona Torfa, voru systur. 4. Ragnheiður Torfadóttir átti Jón sýslumann í Einarsnesi Sigurðsson lögmanns, Jónssonar sýslumanns Sig urðssonar,-er allir voru í Einarsnesi. Ragnheiður Torfadóttir ólst upp í Skálholti hjá frænda sínum, Brynj- ólfi biskupi, og voru þær Ragnheiður biskupsdóttir og Ragnheiður Torfa dóttir uppeldissystur. Báðar urðu fyr- ir því óláni að eignast börn í lausa- leik, sem þá þótti ganga glæpi næst. Ragnheiður Brynjólfsdóttir átti barn með Daða Halldórssyni, skólapilti í Skálholti, og má segja, að ólán henn- ar kostaði hana lifið. Ragnheiður Torfadóttir átti lika barn með skóla- pilti, Jóni, syni Sigurðar lögmanns. Ragnheiður Torfadóttir og Jón unn- ust hugástum og vildu eigast, en Brynjólfur biskup þvertók fyrir að gefa honum Ragnheiði, og fengu þau ekki að eigast fyrr en eftir andlát biskups. Var Jón þá orðinn sýslumað ur í Borgarfjarðarsýslu, og hafði num lð lög við Kaupmannahafnarháskóla. 5. Sigurður sýslumaður Jónsson á Hvítárvöllum átti Ólöfu, dóttur Jóns, sýslumanns á Eyri við Seyðisfjörð, Magnússonar í Haga. 6. Rannveig Sigurðardóttir átti séra Guðlaug Sveinsson í Vatnsfirði. 7. Ólöf Guðlaugsdóttir átti séra Sigurð Þorbjárnarson á Rauðamel, en liann var sonur Þorbjarnar rika Ólafssonar-á Lundum í Borgarfirði og Þórkötlu, dóttur Sigurðar sýslu manns Vigfússonar í Stóraskógi, Árnasonar sýslumanns í Bjamarhöfn, en móðir Þórkötlu Sigurðardóttur var Karítas, dóttir séra Guðmundar Jóns- sonar á Helgafelli. Sigurður sýslu- ý maður var áður rektor Hólaskiila í tíð Steins biskups Jónssonar. .. ; 8. Guðlaugur Sigurðsson, bóndi á Rauðamel og Hreimsstöðum í Borg-- arfirði, átti Höllu Rannveigu Jóns- . . dóttur, prentara á Hólum, síð'ar á ^ Gufuskálum, og Elínar Kristínar Er.. - lendsdóttur, en hún var dóttir séra Erlends Vigfússonar á Þæfusteini. Faðir hans var Vigfús Sigurðsson, " lögréttumaður í Hjörsey á Mýrum, ' og móðir Sigríður, dóttir Guðmund . ar Sigurðssonar lögmanns, Jónsson * ar, og Guðrúnar yngri, dóttur Egg erts sýslumanns Björnssonar á Skarði '• á Skagaströnd og Valgerðar, dóttur ■- Gísla lögmanns Hákonarsonar í • Bræðratungu. En móðir Elínar Krist- ínar var Halla, dóttir séra Sigurðai prests Sigurðssonar í Holti í Önund- - arfirði, Jónssonar, prófasts í Vatns- * firði, Arasonar sýslumanns Magnús - sonar í Ögri og Kristínar, dóttur Guð brands Þorlákssenar Hólabiskups. 9. Ólöf Guðlaugsdóttir átti Magn- ús Jónsson hreppstjóra og fræðimann .. í Tjaldanesi, en hann var sonur Jóns hreppstjóra Ormssonar í Króksfjarð- arnesi og síðar á Kleifum í-Gilsfirði og Kristínar, dóttur Eggerts hafn-, sögumanns Ólafssonar í Hergilsey á Breiðafirði. 10. Ketilbjörn Magnússon bóndi átti Halldóru Snorradóttur, Árnasonar dannebrogsmanns, Eyjólfssonar á Arnastapa á Mýrum. 11. Árni Ketilbjarnar, áður kaup- maður í Stykkishólmi, nú skrifstofu maður, kvæntur Láru Þórðardóttur Steindórssonar frá Stykkishólmi. GLETTUR Skyrgjöf béridans Kona ein á Laxárdal í Húnavatns sýslu, sendi bónda sinn, efnamann, að heiman á hátíðisdegi með skyr í dalli, er hann átti að færa örbjarga - grönnum þeirra. Karli þótti þetta ó- ", þarft tillæti við nágrannana, og vai honum harla nauðugt að fara, þó að ' svo hlyti að vera. ý Lækur rann við túnfót, og var vöxtr ur í honum. Þar lét karl staðar numið, ’ hóf skyrdallinn á loft og steypti úr honum í lækinn. Lét hann svolátanó* '. reisupassa fylgja skyrinu: „Ekki skulu nágrannai mínir fá það, og ekki skal Sigríður min fá þaö • aftur, en taktu við því andskot. „Amsn — og hana nú“ Það var brúðkaupsveizla í Eyja- - • firði, og brúðhjónin höfðu fengið Stef án á Ánastöðum til þess að veita henni forstöðu í sínu nafni. Þótti honum hlýða að flytja dálitla tölu um leið og hann bauð gestum að taka til T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 357

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.