Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 20
Staðarhóll. Ljósmynd: Páll Jónsson. an, og seldi séra Þorleifur Páli Reyk- hóla fyrir 60 hundruð í jörðum og 20 hundruð í lausafé, fylgdi og kaup- unum fullkomið afsalsbréf. Talið var, að skruddan, sem Páll tók úr altar- inu í Reykhólakirkju, hafi verið galdraskræða, sem séra Þorleifur hafði til afnota. Ormur Sturluson kom út með lög- sögn 1568. Tóku þeir Páll þá að hreyfa Möðruvallarerfðamálum, en Jón sýslumaður Marteinsson stóð á móti þeim sem fyrr, og varð af mikið þras og málaferli. Fóru þeir þá utan, Páll og Ormur, og túlkuðu mál sín fyrir konungi. Var þá sá samningur um arfinn, að fyrri konu böm Þor- leifs á Möðruvöllum skyldu hafa hann hálfan, en seinni konu börn hans með húsfrú Sólveigu hálfan, en Möðruvelli skyldi Páll hafa utan skipta, því að Páll sýndi bréf, undir ritað af Þorleifi, þar sem hann gaf Helgu Aradóttur Möðruvelli. Komu þeir félagar út 1569, og voru gerð skipti á jarðagóssinu á Bessastöðum af Kristófer Valkendorf, Gísla bisk- upi Jónssyni, Eggert Hannessyni lög- manni ogf leiri. Þá er þeir Páli og Ormur voru í Kaupmannahöfn vegna erfðamálanna, hafði Páll látið stórmennskulega og heitið Valkendorf miklum gæðum á sinn garð, sem væri einn hinn mynd- arlegasti á öllu fsiandi. Svo bar til 1569, nokkru eftir að þeir félagar Páll og Ormur voru heim komnir, að skip bar að landi við Bæ á Rauða- sandi, en þar bjó Eggert lögmað- ur Hannesson, mikill óvildarmaður Páls Jónssonar. Valkendorf hirð- stjóri fór af skipsfjöl að Bæ til Egg erts og fékk hjá honum allan farar- beina og fylgd suður að Bessastöð- um. Þegar höfðingjarnir riðu um Saurbæ, vildi Valkendorf hirðstjóri heimsækja Pál bónda. Eggert lög- maður fékk þeim til fylgdar kunnug- an mann úr sveitinni og sagði hon- um að fara með þá yfir fúaflóana, þar sem þeir væru blautastir. Lágu nú hestarnir drjúgum í, og varð að draga þá upp úr öðru hvoru. Þegar þeir komu loksins heim að Staðar- hóli, var Páll ekki heima. Spurði þá Vaikendorf hirðstjóri, hvar stofa Páls væri. Benti Eggert lögmaður á ljóta tóft og taldi, að þar myndi stofa Páls vera. Þótti hirðstjóra held ur óhöfðinglegt á garði Páls og allt öðru vísi heldur en Páll lýsti höfð- ingjasetri sínu úti í Kaupmannahöfn. Um 1570 fluttist Páll á Reykhóla, eignarjörð sína og bjó þar siðan til æviloka. 1592 varð hann sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu og hélt sýslunni til dauða dags. Eftir að Páíl fluttist að Reykhól- um, fór sambúð hans og húsfrú Helgu heldur að kólna og varð með tímanum, að fullum fjandskap. Bæðl voru þau drambsöm, stórlynd og ráðrík. Vildi Ilelga ráða yfir eign- um sínum, er hún hafði erft eftir foreldra sína, en þær voru miklu meiri en efni Páls. Spunnust út af þessu og ýmsu öðru langvinnar erj- ur milli þeirra hjóna, sem enduðu með því, að þau skildu að borði og sæng. Fór þá Páll að hugsa sér til hreyfings. Vildi hann gjarna ná í Halldóru, dóttur Guðbrands Þorláks- sonar Hólabiskups, og skrifaði því biskupi bréf og skaut nokkrum vís um inn í, meðal annars þessari: Þó harður einn hafði orðið, út af leysi ég hnútinn, meiri hættu hverri, hnútinn leysi ég út af, vill guð unna elli út af leysi ég hnútinn, bundinn hart að hendi, hnútinn leysi ég út af. Og þessa: Má ég hvorki mas né raup mæla ungum svanna. Þó mun loðið lifrar kaup leggja fátt til manna. Þar eftir þá fann Páll biskup og leitaði ráðahags við Halldóru bisk- upsdóttur, svaraði biskup: 356 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.