Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 22
matar síns. Það gerði hann með svo felldum orðum: „Brúðhjónin biðja borðgestina að þiggja það, sem fram er reitt af góð- um vilja, en engum efnum. Amen — og hana nú.“ FaSernið kom á dagigin Langi-Björn átti heirna í Svarfað- ardal og var enginn atorkumaður kallaður. En hann gat gert bónda- dótturinni í Dæli barn, þótt fram- takslítill þætti Séra Ara Þorleifs- syni á Tjörn þótti skörin vera farin að færast upp í bekkinn, er dætrum góðra bænda var ekki fritt fyrir slík- um piltum Lét hann Langa-Björn standa skriftir í Tjarnarkirkju og flutti þar vfir honum áminningar- ræðu svo stranga og gífuryrta, að Barnauppeldi Framhald af 339. síðu. hann snúið höfðinu, svo að fæðan lenti upp í eyra hans. Á fimmta degi lagði Akkilla ung- ann frá sér á gólfið í fyrsta skipti. Jambó geðjaðist greinilega ekki að því og gaf frá sér hljóð, svo að móð- irin tók hann óðar upp aftur. En hún hélt áfram að leggja hann frá sér, og um síðir vandist unginn því að vera á gólfinu. Engar aðrar mann- apategundir leggja afkvæmi sín frá sér á þennan hátt og virðast ekki heldur geta það. Ungar simpansa og órangútanapa hanga utan í mæðrum sínum alla frumbernskuna. Þetta gripeðli virðist ekki vera eins þróað meðal górilluunga, enda ekki eins mikil þörf á því, þar sem górillur lifa á jörðu niðri, en bæði simpansar og órangútanapar fyrst og fremst í trjám. Þegar Jambó var tveggja mánaða gamall, trúði Akkilla í fyrsta sinn yfirdýraverðinum fyrir unganum. Hún kom með hann til hans og rétti honum, og hann fékk að halda á Jambó um hríð, en móðirin fylgdist þó vel með og tók ungann aftur til sín strax og hann gaf frá sér minnsta hljóð. Þetta er í fyrsta skipti, sem vitað er til, að nokkur apamóðir hafi falið afkvæmi sitt í umsjá manna Hins vegar skýra dýrafræðingar, sem fylgzt hafa með lifnaðarháttum górilluapa í eðlilegu umhverfi, frá því, að algengt sé, að eldri systkinum i; falin varzla unga. Jambó óx helmingi hraðar en mannsbörn. Hann lærði eins og þau, með því að taka eftir því, sem fyrir honum var haft, og með því að reka «ig á. Þegar hann var þriggja mánaða gamall, tók Akkilla upp á því að ’eggja hann á gólfið nokkuð frá sér ''g færa sig síðan aftur á bak, þegar flestum blöskraði, þótt ýmsu ætti fólk að venjast. Var það eitt, að prestur ávarpaði Björn í upphafi hverrar setningar með þessum orð- um: „Þú, djöfuls son“. Brýndi hann raustina þá sem mest hann mátti og kvað fastast að, og verður þess þá einnig að geta, að hann var allra manna rómsterkastur, og var í al- mæli, að hann gæti látið heyra til sín orðaskil um alla sóknina af bæj- arhlaði sínu. Þegar kirkjuathöfninni var lokið, fóru menn að ræða við Langa-Bjö um hirtingarræðu prests. Þá sagði Björn: „Fyrr hef ég ekki vitað, hvers son ég var. En í dag heyrði ég það, að séra Ari vissi það“. apa — hann skreið í átt til hennar. Fjög- urra mánaða gamall fór Jambó að reisa sig upp á fætur og hnúa og reyna að ganga að górilluhætti. í byrjun var hann mjög óstöðugur, en smám saman óx honum þróttur og öryggi. Þegar þar var komið sögu, sáust þau oft að leik saman, mæðg- inin, en Akkilla hafði þó á syninum talsverðan aga. Þegar Jambó var orðinn tveggja ára gamall, var hann tekinn frá móð- ur sinni, en þá var hann fyrir nokkru kominn af brjósti. Hann komst fljótt í góðan kunningskap við górilluunga í næsta búri, Kötu, en hún er ári eldri en Jambó og komin frá Afríku. Þau léku sér saman öllum stundum, og Jambó virtist ekki sakna móður sinnar. Hann dafnaði áfram, þrátt fyrir móðurmissinn, og gerðist brátt stór og sterkur. Kata hljóp um með hann á bakinu fyrstu daga kunnings- skapar þeirra, en gafst fljótlega upp á því vegna þyngdar kavalérans. Þegar Jambó hafði verið tekinn frá Akkillu, var hún aftur látin fara til maka síns, Stebba. í fyrstu komu í Ijós dálitlir sambúðarörðugleikar milli þeirra hjónanna, en þeir hjöðn- uðu á tveimur vikum, og þau tóku upp s itt fyrra samlíf að nýju. Og stjórnendur dýragarðsins hafa ákveð- ið, að ef svo vel skyldi takast til, að Akkilla eignist enn eitt afkvæmi, þá skuli öll þrjú látin vera saman, svo að tækifæri gefist til að fylgjast með fjölskyldulífi górilluapa í dýra- garðinum. Bersynduga stúlkan — Framhald af 354 síðu. konu séra Einars Thorlaciusar. Hann gerði því ekki endasleppt við þær í kristilegum umvöndunum. Þá er einungis eftir að víkja að Jó- hannesi Kristjánssyni frá Björk, barnsföður Sigríðar prestsdóttur. Saga hans var ekki öll. Hann var um hrið í vinnumennsku eftir brottför sína frá Möðrufelli, enda stóð hann þá snauð- ur uppi. En þar kom, að hann reisli bú. Bjó hann lengi á Ytri-Tjörnum og Grýtu og átti mikinn fjölda barna með konu sinni, er hét Sigríður Jóns- dóttir eins og prestsdóttirin í Möðru- felli. Hún ól um langt skeið barn á hverju ári. En þar að auki hafði Jó- hannes eignazt son með annarri konil, Margréti Jónsdóttur, og má vel vera, að hann hafi verið kvæntur henni, áður en hann gekk að eiga Sigríði. Er óefað mikill fjöldi fólks kominn frá Jóhannesi. (Helztu heimildir: ÍBR 55 4to, ÍBR 50 4to, ÍBR 79 4to, ÍBR 80 4to, ÍBR 81 m ............ ■■ ■■■ ■ , Lausn 11. krossgátu — -------------- 4to, ÍB 364 4to, JS 304 4to, JS 343 4to. Lbs. 837 8vo, Lbs. 2842 4to, Kristileg evangelísk smárit, Lærðra manna ævir eftir Hannes Þorsteins- son, Messusöngs- og sálmabók 1801 og 1813, Konur skrifa bréf, útgáfa dr. Finns Sigmundssonar, Minningar Kristínar Sigfúsdóttur, Saga Jóns Espólíns eftir Gísla Konráðsson, Blanda, bréfasafn biskups, sóknar- mannatal og prestþjónustubók Grundarþinga og Muhkaþverxár, ís- lenzkar æviskrár eftir Pál Eggert Ólason.) 358 i T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.