Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 13
hann með harðrl hendi, hinn atkvæðámesti maður á sviði andlegra mála norðan landí á sinni tíð. — (Ljósmynd: Páll Jónssan). urinn íæddist, og tók scra Jón hann snemma til sín að Möörufelli Mun þar hvort tveggja hafa valdið, frænd semin við Helgu og ræktarhugur til séra Einars, er hann hafði kennt skólalærdóm að nokkru. Ilálfdan var á mjög líku reki og Hákon Espólín. og bendir margt til þess, að séra Jón hafi snemma hugsað hér að iáta eina dætra sinna, Álfheiði. bíða eftir hon um. Honum mun hafa virzt pilturinn vel og þótt hann liklegur t.il frama. En hafi svo verið, þá fór þar sanian vii:i nrests og þeirra Málfdanar og Álfheiðar, því að n\pð þeim tókust ástir á laun — Ekki þorði þó Álfheið ur að láta foreidra sína vita um það, enda þótt hún þættist hálfvegis eiga þess von, að þeim myndi ekki stíað sundur. Hún vissi sem var, að leyni- legt tilhugalíf þótti ekki happasæll undanfari hiúskapar. Hjúskaparmál- um var ráðið til lykta á allt annan hátt. og það var þeim mun sjálf- sagðara, að vilji foreldra og for- ráðamanna réði sem um meira virð- ingarfólk átti hlut að máli. Og áuðvitað orti Hálfdan til Álf- heiðar sinnar, svo sem unglingum er títt, þegar ástin grípur þá: Þakin kostum þú ert beztu, þorngrund trú. Ekkérf kvéndi á ísalandi er sem þú. Aftur'á móti var elzta systir henn- ar, Sigríður, ekki jafngirnileg í aug- um hans. og virðist sem hafi sletzt upp á vinskapinn þeirra á milli — að minnsta kosti með köflum: Á palli píka grá, prestsdóttir situr. Lízt mér ei ljóta á. lifir enn krytur. VI. Veturinn 1819—1820 voru enn námspiltar í Möðrufelli, þó að þeir Hálfdan og ITákon væru þá farnir í Bessastaðaskóla. Þar var Jónas Hall- grímsson, Grímur, sonur Gríms græð- ara Magnússonar, og ef til vill Krist- ján Krisiiánsson frá Lundi í Fnjóska- dal. Lífið gekk sinn vanagang. Yngri systurnar, Álfheiður og Guðrún, hvildu um nætur saman í rekkiit inni í hjónahúsinu eða í námunda við það, en Sigríður 'svaf ein frammi í bæn- um. Hefðarbragurinn á öllu var ótví- ræður. Það var ekki einungis, að af- bæjarfólk og„vinnuhjú þéruðu prest- inn og maddömuna — dæturnar gerðu það líka. Sá var háttur á bæjum, þar sem kurteisi og háttprýði var gætt Ungviði varð að bera lotningu fyrir foreldrum sínum og sýna hana bæði í orði og verki. Þær æptu ekki á for- eldra sína með bægslagangi, Möðru- fellssystur: Pabbi, mamma. Þær sögðu hægt og virðulega: Faðir minn, móðir mín góð — viljið þér leyfa mér að fara niður að Grund? Stundum bar það þó við, að Álf- heiður pukraðist við að skrifa Hált- dani á náttarþeli, og hún fékk líka bréf frá honum eftir krókaleiðunv Ekkert mátti vitnast um það, hve náin kynni þeirra voru, og þess vegna höfðu þau orðið sér úti um trúpaðar mann, sem tók við bréfum Álfheiðar og sendi þau áleiðis og kom bréfum Hálfdanar í hennar hendur. Og það gat borið við, að hún vekti ekki ein við bréfaskriftir. Grímur Grímsson átti unnustu, bóndadóttur í Hvammi í Eyjafirði. og hann hafði sama hátt á — skrifaði ástarbréf sín um nætur. Klerkinn grunaði ekki, hvað margt var á seyði um myrkar nætur í Möðru- fellsbæ. Þegar voraði á ný, kom Hálfdan norður, en Jónas Hallgrímsson hvarf heim til móður sinnar að Steinsstöö- um í Öxnadál. Grímur Grímsson fór einnig heim. Eftir vorkuldana kom hlýtt og vott sumar með mikilli grósku. Hjónavígslur voru nokkrar í Eyjafirði og veizlur haldnar eins og títt var, og þangað reið séra Jón með konu sína og dætur. Á lestunum fór hann í kaupstað til Akureyrar, og enn fylgdu dætur hans honum. Þær haf.i j þurft nokkuð kaupa sér til prýði, og ; sjálfur lagði prestur hundrað dali j inn i Guðmannsverzlun VII. En þetta sumar var ekki öllum leik ur. Það lagðist þungt á Pál á Munka- i þverá. Því olli Guðrún í Möðrufelli, j yngsta systirin. um það bil átján j ára gömul stúlka. Páli leizt mætavel á hana. en ógæfan var sú, að hann j vissi, að séra JAffiéðUalls ekki máls á því að gefa honum hana. Þetta olli , Páli svo sárum harmi, að hann gat ekki borið hann einn. Hann varð að segja öðrum frá raunurn sínum. enda kvað hann sér halda við vitfirringu. Og einu sinni barst það út, að hann væri kominn á flugstig með að fyrir- fara sér. Um þetta ræddi hann að minnsta kosti við Grím Grímsson o? leitaði álits hans og ráða. En hann sagöf systrunum í Möðrufelli jafnóð- um, hvað nýtt var að frétta af Páli. En þrátt fyrir þá ofurást, sem Páll lagði á Guðrúnu, gat hann hugsað sér að þiggja aðra hvora hinna systranna, ef hennar var ekki kostur, en þær kynnu að vera falar. En þar var þó lika þröskuldur í vegi: Hann fór nærri um það, að þær myndu báðar lof- TIÍIINK - SUNNUDAGSBLAÐ 349

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.