Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 14
( »Sar. Samt var ekki örvænt um, að í ílfheiður kynni að vera enn á laus- i -jm kjala, þó að hann hefði illan bif- ör á Hálfdani, og þess vegna bað hann Grím að gefa því gætur fyrir sig, þegar hann kæmi að Möðrufelli, hvert nokkur samdráttur myndi vera á milli þeirra. En Grímur var ekki dyggur njósnarmaður og lézt elckert um þetta vita. Annað bar líka til tíðinda þetta sumar: Sigríður í Möðrufelli tók að gildna um lífið, og er skemmst af því að segja, að hún þrútnaði þeim mun meir sem lengra leið. Hér var illt í efni: Stúlkan var sýnilega hald- ín meinlætum. Það var algengur sjúk- dómur, sem varð mörgum að aldur- tila, en olli öðrum langvinnum harm- kvælum, þó að ekki fengju þeir bana af. Hinn margvísi íaðir hennar, sem meðal annars hafði gluggað talsvert í rit læknisfróðra manna, gerðist all- áhyggjufullur um hennar hagó Sjálf var Sigríður fálát og hnuggin. sem von var — ungri stúlku, sem bíður brúðguma síns í festum, hnykkir við slíkan heilsubrest. Sú var þó bót í máli, að Möðrufells- hjón og dætur þeirra heyrðu ekki, hvað talað var í sveitinni þetta sum- ar. Það er alkunna, að margir eru fúsir til þess að virða allt á versta veg, og svo fór einnig hér. Á fjórða tug ára hafði séra Jón að fremsta megni leitazt við að ltenna fólki í Grundarþingum þær dyggðir, er prýða mega góða menn — brýnt fyrir því, að það ætti að vera frómt í þönkum sínum og grandvart í orðum sínum. En nú kom upp úr kafinu, að það hafði ekki tileinkað sér þess- ar manndyggðir betur en svo, að maður sagði manni, að Sigríður prest.s dóttir væri ólétt. Og slík var ill- kvittnin, að margur gat ekki látið vera að hlakka vfir því, að slíkt skyldi henda á þeim bæ. Þeir, sem sætt höfðu harðri typtun af séra Jóni fyrir sams konar brot, iðuðu í skinninu af ánægju. En heima í Möðrufelli bar enginn sér slíkt í munn — nema þá með mestu launung. Sá var vandfundinn, er treystist til þess að víkja að þessu upp í opið geðið á séra Jóni- Og þó kom hann um síðir. Sagan segir, að dag nokkurn hafi séra HallgrímUr Thorlacius riðið ' Möðrufell til fundar við séra Jón, er tók honum hið .'bezta. Ræddust þeir margt við. En þegar séra Jón ætlaði að fylgja gesti sínum á hest, mælti séra Hallgrímur allt í einu: „Er það satt, að hún Sigríður, dótt- ir þín, sé ólétt?“ Þessi spurning kom flatt á séra Jón. I-Iann hljóðnaði við, en spurði síðan hvatskeytlega: „Hver segir það?“ „Skiptu þér ekki af því, hver seg- tr það, maður“ svaraði séra Hall- grímur. ,Láttu hana ekki gjalda orða minna, en taktu til föðurdyggðanna.“ Að svo mæltu snaraðist hann á bas og reið brott, en séra Jón gekk inn, hryggur og reiður. Fátt er vitað um það, sem gerðiat eftir þessa heimsókn séra Hallgríms í Miklagarði- En hjá því fer varla, að séra Jóni hafi orðið mikið um og hart hafi verið að Sigríði gengið. Og hvort sem hún gekkst ljúflega eða treglega við sannleikanum, þá hlaut hún að játa, að hún væri van- fær. Það voru bitur tíðindi fyrir hinn dyggðaríka föður hennar, en hitt tók þó út yfir allan þjófabálk, að sá, sem hafði gert henni barnið, var annar vinnumannanna á prestsetrinu, Jóhannes Kristjánsson frá Björk. Hann hafði prestur tekið ungan á heimili sitt og sett á hann mikið traust. En nú vitnaðist það, að hann hafði alið snák við brjóst sér: Hann var hinn argasti drottinssvikari. Það var fátt til, er hann gat verra geit en spjalla dóttur húsbónda síns, fastn- aða stúlku. Nú urðu snögg umskipti í Möðru- felli. Drottinsvikarinn var tafarlaust rekinn bsott, því að auðvitað korn ekki til mála, að hann væri nóttu lengur undir sama þaki og prestur og dóttir hans. Er það í munnmæl- um, að hann hafi farið þaðan eftir hinar þyngstu ávítur, er mannleg tunga fær veitt, og ekki með annað meðferðis "en larfa þá, er hann stóð í, því að allt, sem hann hafði eignazt í vistinni á liðnum árum tók prestur í meyjarspjöll — að því er virðist án dóms og laga. Kunnugt er, að prestur átti bók, þar sem í voru rituð viðurlög við margs konar brot- um, og þar voru meðal a,nnars á- kvæði laga um það, hverju varðað hafði á liðnum öldum, ef góðra manna dætur voru krenktar og sviptar sóma sínum. Nú kom sú vitneskja að haldi. Hin vanfæra stúlka átti ekki held ur sjö dagana sæla. Hún var rek- in úr rekkju þeirri, þar sem hún hafði drýgt svo óheyrilega synd, og látin sofa framvegis í rúmi systra sinna. Þeim var aftur á móti treyst tii þess að sofa tveimur saman i frambænum. Meinlætasjúklingurinn, sem allir höfðu aumkað, var nú skot spónn foreldra og systra: Sigríður hafði fellt óbærilega smán á hið virðulega prestsheimili. Maddaman var miður sin af sorg og hugraun — presturinn nötraði af reiði. Hann var ekki sá trúníðingur, að hann kenndi sköpulagi mannskepnunnar um slíka hluti og varpaði þar með sökinni á sjálfan skaparann eins og flugumaður sá, sem hann hafði eitt sinn átt í höggi við út af smáritun- um: Það var dóttir hans, sem hafði látið glepjast af fláræði djöfulsins til syndar, sem lieilög ritning lagði við „með ljósum orðum hið sama bann, sem við hver önnur verstu illræðis- verk“. Þess hlaut hún að gjalda. Enginn gat skotið sér undan refsi- vendi réttlætisins. Samt voru þeir til, er enn virtist nokkurs vert um Sigríði. Páll á Munkaþverá sagði það fullum fetum vestan Eyjafjarðarár, að hann vildi feginn þiggja hana, þótt vanfær væri. En ekki er þess þó getið, að hann færi þess á flot við föður hennar, enda var hvort tveggja, að hann mu.n ekki hafa verið líklegur til þess að fallast á slíkt, þrátt fyrir niðurlæg- ingu stúlkunnar, ’og Sigríður sjálf frábitin Páli, þótt festarmaður henn- ar, Hákon Espólín, sneri baki við henni. VIII. í septembermánuði var tekið að búa Hálfdan til suðurferðar, og upp úr ittiðjum mánuðinum reið séra Jón sjálfur með honum vestur í Skaga- fjörð. Tók hann í þeirri ferð gist- ingu í Goðdölum hjá séra Einaii Thorlaciusi tengdasyni sínum, og hef- ur erindið sjálfsagt meðfram verið að segja lionum og Margréti, hversu högum var komið í Möðrufelli. Það- an fór hann vestur í Húnavatnssýslu erinda sinna, en sneri síðan heim. Ekki gat hann þó setið lengi um kyrrt. Hann varð að fara út að Laufási í brúðkaupsveizlu fyrrverandi vinnu- manns síns, eins hinna trúu þjóna. Litlu síðar var önnur brúðkaups- veizla á Munkaþverá — auk þess voru embættisverk heima fyrir: Messur, jarðarfarir og skírnir. Og enn var í fleira að snúast: Deilur prests við Magnús Stephensen út af sálmarbókarviðbætinum höfðu náð hámarki, og einmitt um þetta leyti tók hann rögg á sig og svaraði síðasta bréfinu, er borizt hafði úr Viðey. Og nú fjölyrðir séra Jón ekki um það, hve „sitt frelsi í að þenkja og trúa sé stórt-“ Sá vegur, sem hann hlýtur að ganga, er þvert á móti af- markaður, svo að þar verður hvergi út af vikið: „Eftir ritningunni veit ég mig ekki hafa meira frelsi til að trúa liverju ég vil, en lifa, hvernig ég vil. Guð hefur sett lög, svo vel fyrir trú mína sem siðferði. Vér prestar eigum að vera úthrópendur þessara laga og upphvetjendur fólksins að hlýða þeim. Dómurinn er afsagður í drott- ins orði, ef ekki er svo vel trúað sem lifað rétt.“ Þannig liðu haustvikurnar. Þeim fylgdi önn og stríð, sorg og sárindi. Ekki kom til mála að láta undan síga. Hann varð að ganga veg sinn á enda, hvort sem honum var það ljúft eða leitt. Það væri ekki með ólíkindum, þótt honum hafi þessar vikur stund- um orðið hugsað með nokkurri beiskju til sálmsins um skylduna, sem 350 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.