Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1964, Blaðsíða 15
hann hafði deilt um við dómstjórann í Viðey. Ef til vill hvíldi hún ekki létt á herðum séra Jóns um þessar mund- ir. Hann hefur tæplega getað tekið undir Magnúsi Stephensen og sagt: „Skylda, glatt samvizkuboðorð.“ Og það átti ekki mikinn hljómgrunn ’ liuga hans, upphafsvers sálmsins, sízt úr því, sem komið var: Tíð og líf gegnum ég fagnandi fer, frjáls skunda vegferð, sem ætluð er mér, skerðir ei elli né ártal par auðnu, sem hjartanu skenkt var. Og að sáma brunni hefur líklega borið, þótt meira væri lesið: Sjái ég mæðunnar son líða neyð, sorgunum hlaðinn og þjáðan, en greíð hjálp mín hann frelsar, þá indæl hans er auga og hjarta glöð þökk mér. Ó, hversu indæl minn ánægja barm inntekur, hugsi eg: Nú sefa eg hans harm. Áður en hjálpa og eftir mig finn eins og frá sjálfum mér numinn. Séra Jón hafði alltaf haft illan bifur á þessum versum, vegna þess grobbs, sem honum þótti þar gæta- Nú var að því komið, að hann fengi að reyna á sjálfum sér, hve fjarri sanni það var, að skyldan væri svo léttbær og ánægjurík sem þar var kennt. Það var í rauninni ekki nein furða, þótt sumum flygi í hug, að nú fæii séra Jón að þreytast í embætti og letjast í því stríði, sem hann háði. Mörgum mun hafa þótt líklegt, að hann vildi bregða á það ráð að fá sér aðstoðarprest, svo að hann gæfi dálítið hlíft sér, og menn, sem loki'ð höfðu skólanámi, en ekki hlotið vígslu, voru náttúrle'ga á varðbergi, Einhvern tíma um haustið kom maður að máli við ha,nn og spur/5i, hverju hann myndi svara, ef skikk- anlegur maður færi þess á leit, að hann tæki sig fyrir kapellán og hugs- aði sér lika að „biðja hann um ein- hverja lifandi skepnu". Og ef til vill hefur það ekki verið alls fjarri séra Jóni að þekkjast þessa uppástungu. Hann fór að sönnu gætilega í sakirn- ar, en sagði samt, að þetta kynni aö geta orðið, ef um Sigríði væri að tefla — „þar sér þætti henni helzt liggja á'því núna, þar þetta mótlæti féll fyrir hana.“ Það má láta sér til hugar koma, að þetta hafi borið á góma í annarri hvorri brúðkaupsveizlunni, sem séra Jón sat þetta haust — í Laufási eða á Munkaþverá. Hitt er vandséð, hver það hefur verið, er hafði hug á a'ð gerast aðstoðarprestur séra Jóns, ef hann fengi eina Möðrufellssystra með í kaupunum. Þó voru ekki margir TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ menn, sem biðu prestsembættis og vígslu á þessum slóðum. Þrír koma fyrst í hugann: Benedikt Þórarinsson frá Múla, sem um þessar mundir var skrifari Þórðar sýslumanns Björn" sonar í Garði í Aðaldal, en vígðist næsta ár aðstoðarprestur að Kirkju- bæ í Hróarstungu, Halldór Björns- son frá Garði í Kelduhverfi, er átti heimili í Laufási og reisti tveimur árum síðar bú í Fnjóskadal, en gerðist síðan aðstoðarprestur í Laufási, og Halldór Sigurðsson, prestssonur á Hálsi í Fnjóskadal, er aldrei náði embætti og varð síðar bóndi austur í Loðmundarfirði. Ef til vill eru mest- ar líkur til þess, að það hafi verið séra Sigurður Árnason, faðir hans, er reifaði þetta við séra Jón. En aldrei kom til þess, að af þessum samning- um yrði. Annaðhvort hefur séra Jón horfið frá slíkri samningagerð, þegar á herti, og gat afstaða Hákonar Espólíns riðið þar baggamuninn, e'ða sá, sem leitaði eftir aðstoðarprests- starfinu og venzlunum við Möðrufells- fólk, hefur ekki látið sér lynda að þiggja Sigríði, svo sem fynr -"iiii var komið. IX. Nú leið óðum að því, að Sigríð- ur prestsdóttir legðist á gólf. Um miðjan nóvembermánuð var ljóst, að skammt myndi að bíða fæðingar, þótt svo reiknaðist til, að hana ætti ekki að bera að fyrr en nokkru síð- ar. Hinn 16. nóvembermánaðar reið faðir hennar að Möðruvöllum til þess að jarðsyngja barn, er dáið hafði þar í sókn, og mjög um svipað leyti var Ijósmóðirin _ sótt. Það var Guðríður húsfreyja Ólafsdóttir í Hvassafelli. Sigríður virðist hafa komið hart niður. Það var eins og drottinn hafði sagt við hina fyrstu konu eftir synda- fallið: „Mikla mun ég gera þjáningu þína“. Hinn 17. nóvember fæddi hún andvana barn. Faðir hennar tók dag- bók þá, sem hann hafði skráð um marga tugi ára, og skrifaði þar á latneska tungu, svo að alþýða manna gæti ekki gert sér orð hans að flimti: „Ó, fædcVi Sigríður fyrir tímann dautt barn“. En skugginn, sem verknaður móð- urinnar hafði varpað yfir heimilíð, var jafndökkur, hvort sem barnið lifði eða dó — sárindin, sem hún hafði valdið, jafnmikil Sigríður afplánaði ekki sekt sína með dauða barnsins, og hún var engu nær því en áður að hljóta fyrirgefn- ingu. Engin vorkunnsemi komst að. Það hefur verið sögnum í Eyjafirði fram á þennan dag, að önnur hvor hinna flekklausu dætra prestsins, Guð rún eða Álfheiður, hafi bent á barns- líkið og sagt um leið við hina ber- synclugu systur sína: „Það er höfðinglegt, þetta“. Það var föstudagur, er barnið fædd- ist. Næsta sunnudag, hinn tuttugasta og fimmta eftir þrenningarhátíð, var messað á Grund. Sjálfur héraðspró- fasturinn, Magnús Erlendsson á Hrafnagili, kom þangað til messugerð- ar, annað tveggja að ósk séra Jóns, sem ef til vill hefur illa treyst sér til þess að stíga í stólinn eins og á stóð, eða af hugulsemi við hann. Barn Sigríðar var jarðað eftir guðs- þjónustuna. Þegar heim kom, skrifaði Jón svolátandi athugasemd í prests- þjónustubók sína: „19- nóvember grafið andvana fætt fóstur. Orsök þess dauða meinad: undangangandi meinlæti móðurinnar. Endurlífgunartilraunir allar möguleg- ar gerðar af eiðsvarinni jordemóður og þó forgefins". Við vitum ekki, hvað séra Jón hefur hugsað, þegar hann skrifaði þessa athugasemd. En það mætti jafn- vel láta sér detta í hug, að hér hefði hann verið að slá varnagla við hugsanlegum óhróðurssögum. Ekki var loku fyrir það skotið að einhver kæmi því á loft, að barnið hefði dáið fyrir handvömm og hirðuleysi og presti jafnvel verið ósárt um, þótt það yrði ekki langlíft X. Sigríður í Möðrufelli stóð í óbætt- um sökum. Hún hafði brotið gegn foreldrum sínum, hneykslað söfnuð- inn og syndgað svívirðilega gegn guði. Frá slíku gat hún ekki komizt án typtunar og yfirbótar. Séra Jón hafið löngum tekið hart á brotum sóknarmanna af þessu tagi, og nú hlaut hann einnig að beita refsi- vendinum við dóttur sína. Og þar hafði hann fordæmi um það, hversu mikilmenni kristninnar höfðu brugð izt við, þegar svipaðar raunir steði- uðu að þeim. Það var ekki unnt að víkjast undan skyldunni, hversu þung- bær sem hún var. Ekki hafði Brynjólf- ur bi-skup Sveinsson látið slíkt veik- lyndi henda sig, þegar Ragnheiður einkadóttir hans, gerðist brotleg í föðurgarði. Séra Jón átti í rauninni ekki um neitt að velja: Hann varð að festa dóttur sína á krossinn. Það var ekki Ijóst, hvenær hann lét til skarar skríða. En sjálfsagt hefur hann ekki látið það dragast úr hömlu. Ætla verður, að hann hafi látið hana standa skriftirnar hinn fvrsta dag, er á Grund var messað, eftir að hún komst á fætur. En hitt er í minnum haft, að mannmargt var við Grundar- arkirkju, þegar sú athöfn fór fram. Að því sinni þurfti séra Jón 'ekki að ávíta fólk fyrir, að það léti undir höfuð leggjast að sækja guðs- þjónustu. Það var siður-í Grundarkirkju sem annars staðar, að fyrirfólk sæti á 351

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.