Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Ég vil byrja á þvi að þakka fyrir gott og skemmtilegt efni i biaðinu og spyrja þig siðan nokkurra spurninga: X. Ifvað heitir spilið, sem Bessi Bjarnason og maðurinn með húfuna voru að spila I einni af sjónvarpsaug- lýsingunum um happdrættið? Hvernig eru spilaregiurnar? ,2. Hvað kostar Honda ss 50 árgerð 1975? 3. Hvað kostar Suzuki 50 árgerð 1975? Sæli. Svar: Bessi og maöurinn með húfuna, sem raunar er Arni Tryggvason, leikari, eru þarna að spila eldspýtna- póker fyrir Happdrætti Háskólans. Ég kann ekki pókerreglur. 2. Honda SS 50 mun kosta 115til 120 þúsund krónur núna eftir hækkun. 3. Suzuki 50 mun kosta um 110 þúsund, þegar hún kemur næst. Alvitur Kæri Alvitur! Ég ætla að spyrja þig cinnar spurn- ingar, um leið og ég þakka gott biað. Hvert er heimilisfang Roy Rogers? Nonni. Svar: Allt sem ég veit um það, er að hann býr á búgarði i Kalifornfu. Ef hann tekur á móti bréfum á annað borð, býst ég við að það kæmist til skila, ef þú skrifaðir utan á það: Mr. cowboy, Roy Rogers, California, USA. Alvitur. Kæri Alvitur! Gctur þú sagt mér nafn á blaði I Astraliu, sem tekur á móti penna- vinum? Hvcr er happaiitur þeirra, sem fæddir eru í krabbamerkinu og hvaða merki passar bezt við krabbann? Hvcrnig fara hrútsstrákur og krabbastelpa saman? Hvað heldurðu að ég sé gömui og hvað lestu úr skriftinni? Ein Ikrabbanum. Svar: Skrifaðu til: Look & Learn, Fleetway House, Farringdon Street, London EC4A 4AD. Þetta blað sér um pennavinamiðlanir um allan heim. Happalitur krabbans er appelsinu- gulur. Um samband krabbastelpu og hrútsstrákser það aðsegja að hún dáir hann fyrir dugnað, en á á hættu að verða afbrýðissöm — gagnvart vinnu hans. Þú ert llklega 13 ára, en skriftin er allt of ómótuð skólaskrift til að hægt sé að lesa nokkuð úr henni. Alvitur. AAeðal efnis í þessu blaði: Hinn ástríðuf ulli Berlioz............Bls. 4 Hvað veiztu? .......................... — 7 Litli, rauði hesturinn ............... — 8 Nú á að stytta buxurnar............... — 11 Smekklásar slitna líka................ — 11 Pop—EltonJohn......................... — 12 Tilboð merkt: ,,Ekki leikari", smásaga .. — 13 Einkastjörnuspáin ....-r.............. — 16 Spé-speki ............................ — 19 Börninteikna......................... — 20 Börnin senda f rá sér merki........... — 22 Rúllukragapeysa....................... — 25 Gullnáma undir rúminu................. Skúlatorfur, Morgunn, Ijóð............ Eru þær eins?................. Pennavinir................... Samtíningur úr póstinum............... Pabbi, mamma og börn, framhaldssaga barnanna ............................. Endurf undir, frh.saga. 27 31 31 32 32 33 35 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, skritlur og fleira. Forsiðumyndina tók Gunnar V. Andrésson af loðnuskipi i Reykjavíkurhöfn. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.