Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 29
A blómaskeiöi sínu var Murray vaxandi gullgrafarabær. tbúum hefur nú fækkað úr 10 þúsundum i 87. Til vinstri er hús Christopherson-hjónanna, en örfá önnur hús standa enn við aöalgötuna. snemma á fótum i dag. Hún þurfti að fara i búðina sina, Murray Store, — þar sem hún hefur unnið undanfarin 25 ár, og keypti fyrir 12 árum, — til að gera hreint og fylla hillurnar. Salan hjá Lucille gengur vel, en hún er að hugsa um að selja búðina, bar- inn, gullnámuna og 100 ára gamalt húsið fyrir 70 þúsund dollara. Hún ætl- ar nefnilega að setjast i helgan stein. Hinir ibúarnir telja að hún hafi sett heldur hátt verð á þetta og liklega hafa þeir rétt fyrir sér. En „Leil” eins og hún er kölluð, er á annarri skoðun. Það var I svefnherberginu hennar, inn af búðinni, sem maður hennar Chris, 64 ára, gróf gullnámu fyrir sjö árum. Með spaðanum sinum gróf Chris göng, 1.35x2.70metra að stærð, niður á fast berg, sem var á 10 metra dýpi. Þar niðri gerði hann námu og enginn veit, hversu mikið gull hefur fundizt þarna. Bill Almquist, sem er fæddur og uppalinn i bænum, er á eftirlaunum, en hann starfaði við blý-, silfur- og zinknámurnar i grenndinni. Hann er nú eigandi eina barsins þarna, sem op- inn er allt árið. Hann segir að „svefn- herbergi 1” eins og náma Lucille og Chris er kölluð, gefi ekki meira af sér en tiu cent á hverja vinnustund. Gull i svefnherberginu Leil vill ekki skýra frá þvi hve mikið gull hefur komið upp úr námunni. Hún segist geyma það i bankahólfi sinu. Þegar reynt er að leggja fastar að henni, segir hún aðeins: — Það er að minnsta kosti nóg til að gera námuna athyglisverða. Enginn vafi er á, að gull er i svefn- herbergisnámunum eins og þær eru kallaðar. A nokkrum mánuðum voru grafnar margar námur út úr svefn- herbergjum við aðalgötuna. Eina Þeirra starfrækir Walt Almquist, sem er safnvörður á staðnum. — Ég var Frank Weigelc er 82 ára og næstelzli ibúi Murray. Ilann man vel gullæðið rétt eftir aldamótin. A gamla skiltinu stendur: óviðkomandi verða skotnir. \ 79

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.