Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 30
bUinn aö safna að mér svo miklu drasli, að ég vissi ekkert, hvað ég átti að gera við það, segir hann. Hann sker einnig Ut i tré og hefur unnið það afrek að skera Ut heimsins lengstu keðju, um 15 metra, Ur einum trjábUti. Árið 1870 fannst gull á þessu svæði, og bUðir gullgrafaranna uxu jafnt og þétt og árið 1895 voru 10 þUsund íbUar i bænum. Þarna voru nokkur hótel, ótal skemmtistaðir og barir. Arið 1902 hafði ibUum fækkað um helming og Walter Chrysler tók að selja hlutabréf i gullnámu, sem kölluð var „Golden Reward Mining Company”. Að þvi er Frank Weigele, elzti karlmaður i Murray segir, opnaði Chrysler aldrei neina námu, en tók með sér hluíaféð og stakk af. Weigele segir hann siðar hafa notað peningana til að stofna Chrysler-stórfyrirtækið. Kreþpan sem hófst með hruninu 1929 og hélt áfram næstu árin, kom illilega niður á bænum. Margar námanna voru lagðar niður eða seldar stórum námafyrirtækjum, sem keyptu þær ódýrt og biðu þess að verð góðmálanna hækkaði, til að það borgaðisig að opna námurnar. Þegar kreppunni lauk, var keypt risavaxin vél, sem ruddi burtu stóru svæði við ána. Þar fannst mikið af gulli, en landslagið beið þess aldrei bætur. Að nýju lifnaði yfir bænum, þegar járnbrautin var lögð, en hún var varla fullgerð, þegar flóð kom og skolaði henni burtu og hún var aldrei endur- reist. En bærinn dó ekki og tekjur fólksins þar komu frá gull-, silfur-, blý- og zinknámunum, auk viðar- höggs. Allt snýst um námurekstur Það sem nú er aðalgatan, og hefur alltaf verið, þar er talið að undir jörðu sé ein auðugasta gullæðin, en enginn hefur nokkru sinni grafið i götuna. Það er einkennileg tilfinning, að ganga eft- ir þessari gullgötu. Weigele segir, að Roosevelt forseti hafi þurrkað út bæinn. Forsetinn kom á gullstaðli og fastsetti verðið 35 doll- ara á únsu og siðan keypli stjórnin gull og greiddi með silfri. Það var ágætt að þvi frátöldu, að stjórnin greiddi með silfurúnsunni á 71 cent, meðan verð sömu únsu var fastsett einn dollar. — Roosevelt eyðilagði peningakerfið, þegar hann keypti gull fyrir silfur, segir Weigele i kvörtunartón. Astæðan ti) þess að Weigele hefur ákveðið að eyða siðustu æviárunum hér í Murray — eins og aliir hinir upp- gjafa guilgrafararnir — er að „þegar þú hefur verið námumaður alla þina ævi, geturðu ekki sezt að i bæ, sem iifir á landbúnaði, viðarhöggi eða ein- hverju öðru. Ekki meðan þú hefur ein- hvern til að tala við um námagröft.” Það er það sem allt snýst um i Murray. Frá hádegi til fimm að morgni, situr roskna fólkið á kránni og drékkur bjór og spjallar saman. Weigele og flestir aðrir hafa stikað út gullreiti I hæðadrögunum i kring og um leið og snjóa leysir, fara þeir á stúfana. Þessa stundina eru svefnherbergis- námurnar lokaðar vegna vatns úr ánni, sem sfgur inn með meiri hraða en hægt er að dæla þvi út aftur. Brunadæla, árgerð 1900 Liza Stoner, 87 ára, og elzti Ibúi Murray, þrffst vel núna. — Þetta er eins og i gamla daga segir hún, þvi fjölskylda hennar hefur búið þarna i heila öld. — Eg elda mat, það er það eina, sem ég get og mér dettur ekki I hug að hætta þvi strax, segir hún. í Murray eru 22 manneskjur undir 40 ára aldri. Flestir búa þarna af þvi for- eldrar þeirra gera það og flestir starfa við zink- eða blýnámurnar. Þarna er skóli i einu herbergi. Kenn- arinn, Jane Crosby, er 23ja ára og kom frá Berkeley i Kaliforniu fyrir þremur árum til að færa sig nær náttúrunni og einföldum lifnaðarhátt- um. Henni þykir vænt um nemendurna sina niu að tölu og likar lifið ljómandi vel i fábreytninni. Þama þekkjast ekki afbrot, og deiiumál eru jöfnuð á götunni. Næsti lögreglustjóri er i Wallace, 45 minútna akstur eftir krókóttum veg . Næsta borg er Spokane I Washington, 240 km frá Wallace. 1 Murray er ennþá siökkvistöð, en tækin þar eru hest- vagnar og handdælur, árgerð 1900. A siðustu þremur árum hafa þrjú hús brunnið til aWdra kola. Murray liggur við malarveg, sem að mestu er notaður af veiðimönnum á leið á rándýraveiðar i Klettafjöllum. En árlega koma einnig eftir veginum 1000 manns til að skoða námasafnið i Murray. Búizt er við fleira fólki á þessu ári, og þá einkum I leit að góömálmum. Allir sem vilja geta fengið lánuð sigti i búðinni hjá Lucille. HffiGIÐ Þaö er svolitið erfitt hjá honum þessa dagana. — Auðvitað flæðir út úr. Þú keyptir biöndug, sem sparaði 40% bensfn, kveikju sem sparar 40% og eitthvað apparat sem sparar 30%.... 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.