Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 4
Fræg tónskáld og konur þeirra: Hinn ástríðu- fulli Berlioz LOUIS Hector Berlioz varð ástfanginn, þegar hann var tólf ára gamall. Stúlkan hét Estelle Duboeuf og hún var frænka nágrannans i litla, franska þorpinu, þar sem Berlioz-fjölskyldan eyddi sumarleyfi sínu. Hún var átján ára, hávaxin og dökk- hærð, með stór ljómandi augu og hún var i indælum bleikum skóm. Berlioz gat aldrei gleymt Estelle — og ekki skónum hennar heldur. I sjálfsævi- sögu sinni skrifaði hann: ,,A sama andar- taki og ég sá hana, var eins og ég fengi raflost — ég elskaði hana. Upp frá þvi gekk ég einsog i leiðslu. Ég lá vakandi um nætur, gjörsamlega óhuggandi. Bæði heima og í grendinni var hlegið að þessu tólf ára barni, sem hafði stungið sig á þyrnum ástarinnar svona ungur. Hún sjálf, sem varð fyrst til að uppgötva það, skemmti sér áreiðanlega kostulega. Tim- inn er máttvana — éngin önnur ást getur þurrkað út minninguna um þá fyrstu”. Síðar reyndi hann að fá útrás fyrir ,,ör- væntinguna i ungu hjarta, sem kvelst af vonlausri ást” i lagi, sem siðar var tekið með i inngangi hinnar frægu Symphonie Fantastique hans. Hann hitti hana ekki aftur fyrr en mörg- um árum siðar, þegar bæði voru orðin gömul. En alla sina ævi hélt hann áfram að leita hennar og bar allar aðrar konur saman við minningiina um hana. Þær stóðust aldrei samanburðinn. Faðir hans var læknir og sem ungur maður var Hector sendur til Parfsar til að nema læknisfræði. En krufningar og líf- færafræði máttu eiga sig fyrir honum. Frá þvi andartaki að faðir hans kenndi honum að þekkja fyrstu nóturnar, var Hector ákveðinn i að verða tónlistarmað- ur — tónskáld. Til að byrja með var faðir- inn svo reiður yfir þessu að hann neitaði syninum um vasapeninga og Hector neyddist til að hafa ofan af fyrir sér með þvi að kenna tónlist. Hann barðist i bökk- um um tima. Loks samþykkti dr. Berlioz að láta hann á ný fá vasapeninga, en Hector var þó bláfátækur. Ótal stúdentar voru i sömu aðstöðu — Paris á árunum eftir 1830 var Mekka allra ungra manna — og Hector átti marga vini, sem gátu hjálpað honum, en gestrisni þeirra var oftast þurrt brauð og glas af ódýru léttvini. A daginn nam hann við konservatoriið fræga i Paris, á kvöldin söng hann i kór við óperu og alltaf var hann að semja jafnframtog fyrir kom, að verk hans voru tekin til flutnings. Kvöld eitt árið 1827 varð hann ástfang- inn á ný. Hann kallaði þessa ást harmleik- inn mikla i lifi sinu. Það er næstum hægt að segja, að hann hafi orðið ástfanginn af tveimur manneskjum i einu — Shake- speare og Harriet Smithson. Hugur I báli Flokkur enskra leikara var kominn til Parisar til að leika verk Shakespeares. Berlioz, sem aðeins hafði lesið Shake- speare i þýðingu varð frá sér numinn. Hann fór i leikhúsið kvöld eftir kvöld og það sem hann sá, hafði svo sterk áhrif á hann, að hann gat ekki gengið heim á her- bergi sitt á eftir. I staðinn gekk hann kiló- metra eftir kilómetra um götur borgar- innar og svaf úti. Hann dreymdi um Shakespeare — um Hamlet, Rómeó og Júliu og um hina fögru Harriet Smithson, stjörnuna ileikflokknum. Engu var likara en hann hefði aftur hitt fyrstu ást sina, Estelle. En hvernig átti auralaus tónlistarstú- dent að kynnast hinni frægu ungfrú Smithson? 1 fyrstu skrifaði hann henni, en komstaðþvi mörgum árum siðar, að bréf hans höfðu ekki einu sinni verið lesin. Hann ákvað að halda hljómleika með sin- um eigin verkum.... þá tæki hún kannske eftirhonum. Hann fékk lánaða peninga til að f jármagna fyrirtækið og taldi vini sina á að taka þátt i þessu. En það dugði ekki. Ungfrú Smitháon hafði hvorki heyrt minnzt á hljómleikana né Hector Berlioz. Loks útvegaði hann sér herbergi á hæðinni fyrir ofan ibúð hennar og loks varð hann svo heppinn að sjá hana i svip á leiðinni út i vagn á leið til Hol-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.