Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 13
Tilboð merkt: Já, ég ætti að auglýsa þannig — Ungir óþekktir leikarar virtust hafa mikinn áhuga á mér af sérstökum ástæðum og þær ástæður voru mér móti skapi.............. ALLIR, sem hafa lesiö i vikublööunum undanfarin ár, vita hver móðir mín er. Þar sjást myndir af henni á flnustu veit- ingahúsunum og hún veifar til ljós- myndaranna úr Rolls Royce þarna og Mustang hérna og stundum má sjá hana i hlýrri golu á einhverri baöströnd fína fólksins. I stuttu máli, móðir min er fræg. Hún er nefnilega kvikmyndastjarna. Nafniö er Susannah Pearl og ég heiti Joanna Pearl. En enginn trúir aö ég sé dóttir móöur minnar. Það eru átta ár siö- an pabbi dó. Ég er 21 árs og lit út eins og 21 árs. Mamma er rúmlega fertug, en lit- ur út eins og þritug. Fólk veröur hissa, þegar hún kynnir mig sem dóttur sina. Þaö er ekki aðeins aldursins vegna, held- ur lika vegna þess hvernig ég lit út. Mamma er falleg, en ég er hins vegar ósköp venjuleg. Mamma tekur ekkert eft- ir þvi. I hennar augum er ég fallegasta stúlka i heimi og ég hef ekki brjóst i mér til aö stela frá henni blekkingunni. Enginn hefur brjóst i sér til að gera mömmu nokkuð illt. Hún er ein bezta manneskja sem fyrirfinnst og yndislega barnaleg i sér og auk þess er hún fræg kvikmynda- stjarna. Hvernig henni hefur tekizt að varöveita sina saklausu sál i heimi kvik- myndanna, er ofvaxið minum skilningi. Ef til vill er það vegna hjónabandsins meö pabba. Ég held aö ég hafi aldrei séö tvær manneskjur hamingjusamari en þau. Mamma fékk ótal biðla, eftir að hún varöekkja, en sagði alltaf nei takk. Hana dreymdi ekki um að gifta sig aftur eftir aö hafa átt mann eins og pabba. Ég varð all- ur heimur hennar, og svo auðvitað starfið. Viö mamma höfðum það gott, fluttum aft- ur til Englands og lifðum rólegu lifi, sem hefði komið blaðamönnum illa á óvart. En svo hitti ég Paul Denham á Hamp- stead Heath dag nokkurn og þá hlóðust vandamálin upp. Hann hafði, þótt ótrúlegt megi virðast, munað eftir mér úr veizlu hjá Tony Wimple. Ég mundi lika allt of vel eftir honum. Við störðum á hvort annað og sennilega hafa flogið neistar á milli okkar. Við töluðum og hlógum og striddum hvort öðru — þangað til mér datt skyndilega i hug, að hann hlyti að vera leikari. Allt benti til þess, útlit hans, klæðnaður og letileg framkoman. Þar með var úr mér allur vindur. Paul tók eftir breytingunni, en vissi ekki af hverju hún stafaði. Það voru undarleg vonbrigði i bláu augunum hans, þegar viö kvöddumst með nokkrum meiningarlaus- um orðum um að sjást aftur einhvern- tima... Hann gat ekki vitað, að ég hafði heitiö þvi að Verða aldrei framar ástfangin af leikara. Sagan um Stephen skyldi ekki fá að endurtaka sig. Það var sumarið, sem ég varð 18 ára, aö ég hitti hávaxinn, dökkhærðan pilt aö nafni Stephen Jordan. Ég hafði aldrei séð neinn svo glæsilegan og eftir að hafa setiö á gólfinu með krosslagða fætur og spjall- að við hann i heilar tvær klukkustundir, fannst mér hann bæði fyndinn og bráö- greindur að auki. Hann bauð mér út og ég svaraði auðvit- að já takk. Það varð ekki aðeins þetta eina skipti, við vorum saman á hverjum degi næstu þrjár vikurnar. Við sigldum og syntum og töluðum saman. Já, það var merkilegt, hvað viö höfðum margt að tala um. Það var ekki fyrr en seinna, að ég gerði mér ljóst, aö við höfðum aðallega talað um hann — um framtiðaráætlanir Step- hens, hæfileika Stephens, markmið Step- hens. Hann þefði fengið nokkur smáhlut- verk við reviuleikhús og nú hafði hann áhuga á að reyna eitthvað alvarlegra, en trúði mér fyrir, að hann ætlaði siðar að leita fyrir sér hjá kvikmyndafélögunum. Ég var sannfærð um, að hann væri stóra ástin i lifi minu, en þar gerði ég stærstu skyssu i lifinu. Næststærstu skyssuna gerði ég, þegar égbauöst til að kynna hann fyrir mömmu. Hann lét sem hann vildi það ekki i fyrstu, sagði að það væri rangt að notfæra sér mig á þann hátt. — Vertu ekki svona heimskulega stolt- ur, sagöi ég. — Þú ert góður og þú átt skil- ið að komast áfram. Ef mamma getur út- vegað þér einhver sambönd, er það ekki nema ágætt. Hún þekkir alla við leikhúsin og kvikmyndirnar. Loks samþykkti hann að borða kvöld- veröhjá okkur. Hann var ekki fyrr stiginn inn fyrir þröskuldinn, en allur drauma- heimur minn féll i rústir. Hann einbeitti sér nefnilega að þvi að hrifa mömmu og leit ekki einu sinni við mér. Það var i sjálfu sér ekkert nýtt. Ég var vön þvi að fólk dáði mömmu. Það var bara hvernig hann fór að þvi. Hann var fullkomlega rólegur og kaldur að sjá og allt sem hann sagði og gerði, miðaðist við það eitt að skara eld að sinni köku. Ég hefði getað fyrirgefiö honum, ef hann hefði verið ákafur og yfir sig hjartanlegur, ég hefði fúslega fyrirgefið gullhamra og yfirdrifið smjaður. Við mamma vorum báðar vanar þess háttar. En allt sem Stephen sagði og gerði, hvert þros, hver hlátur og orð, var vand- lega yfirvegað og það var það sem ég gat ekki fyrirgefið honum. Ég afsakaði mig með að ég heföi höfuð- verk og fór upp og grét niður i koddann. Ég heyrði útidyrnar skellast að baki Step- hen klukkustundu siðar. Hvað mömmu 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.