Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 22
Börn senda frá sér merki LITIL stúlka stigur út i blömabeð, treður á blómunum og eyöileggur þau. Drengur lokar sig inni i herbergi sinu og neitar að tala við nokkurn mann. Barn vill ekki hátta að kvöldi, en fer að tala um öll skrýtnu dýrin fyrir utan gluggann. Lita má á slfka hegðun sem merki sem börn senda til foreldra sinna. Bæn um að foreldrarnir skilji, að eitthvað er að. En það er langt frá þvi, að foreldrar skilji alltaf þessi merki, sem börnin senda. Þeir vita það ekki, skilja það ekki, eða hafa of mikið að gera. Fullorðnir hafa gleymt hvernig það er að vera barn og geta ekki þýtt merkin. Þau láta börnin vera ein með neyðaróp sin og sum börn verða miður sin andlega vegna þess. Hjá þvi hefði verið hægt að komast, ef for- eldrarnir hefðu athugað i tima og getað þýtt neyðarmerki barna sinna. En hvemig eigum við aö læra það og læra að hegða okkur i samræmi við þarfir bamsins? — Foreldrar eiga að temja sér að hlusta á bamið og taka það alvarlega. Þeir eiga að læra að nota augu og eyru og verða sjálfir börn á ný. Mikilvægt er að þeir hafi barnið með i ráðum. Við getum ekki sagt, að þetta oghittmerkið þýði þetta eða hitt, og aö foreldrar skuli þá haga sér samkvæmt þvi. Það er ómögulegt að gefa uppskrift með i ,2.,og3.atriöi,einsog þegar verið er að temja hross, segir Ruth Iversen, yfirsálfræðingur, við norska ráðgjafar- miöstöð. Lars Koberg Christiansen, sál- fræðingur, sem einnig starfar þar hefur gert könnun á sambandi milli barna og foreldra. Þegar lítið barn er ,,í fýlu" er það vegna þess að það getur ekki sagt, hvað það vill — Ef foreldrar reyndu frá byrjun að þýða merki þau sem börnin senda frá sér, yrði lífið auðugra — samband foreldra og barna er mikilvægast af öllu — Margir foreldrar þurfa að breyta grundvallarafstöðu sinni til barnsins. Þeir verða að setja spurningarmerki við framkomu sina gagnvart barninu og sjá heiminn með augum þess, jafnframt þvi sem þeir eiga að hjálpa barninu með þeirri vitneskju, sem þeir sjálfir búa yfir. Talið beint við börnin — Það að leggja svona miklu áherzlu á merki þau, sem börnin senda frá sér, er nýtt innan barnasálfræðinnar. Aður voru böm meðhöndluð i einangrun, ef þau til dæmis hnupluðu. Nú er öll fjölskyldan tekin til meðhöndlunar. Með þvi að at- huga þau merki, sem fara milli fjöl- skyldumeðlima, er ef til vill hægt að finna hvaö aö er og reyna að breyta þvi. Hnupl er nefnilega oft merki um að barnið skorti ástúö. Ef foreldrar veittu athyglí þeim merkj- um, sem börn þeirra senda út, færi ef til vill aldrei svo illa. Hægt er að gera margt til aöhjálpa börnum en þaö er timi, sem oft er erfiður og alltaf þarf að vera að læra eitthvað nýtt. Með þvi að tala rétt, I al- vöru og beint við barnið, er hægt að bæta mikið sambandið við það og jafr.framt á að gefa sér tíma til að hlusta á hvað bamið hefur að segja. Við erum alin upp við að tjá okkur með tvöfeldni, en við gætum náð langt með þvi aö tjá okkur einfalt og skýrt. Mjög snemma i uppeldinu kemur tvöfeldnin til sögunnar og barninu lærist að það á ekki að treysta eigin tilfinningum og skoðun- um. Hversu oft höfum við heyrt barn segja: — Ég vil þetta. Foreldrarnir svara: — Nei, þú vilt það ekki..... For- eldrarnir meta sem sagt ekki skoöun Að sjúga þumalfingurinn er ekki bara leiöinlegur ávani. Það getur veriö merki um öryggisleysi eða tilraun til aö hugga sjálfan sig. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.