Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 15
Paul hringdi daginn eftir. Ég sagði, að ég væri upptekin á föstudag, laugardag og líka þar næsta laugardag. Um fjögurleytið daginn eftir leit ég inn á kaffibarinn neðar i götunni. Ég pantaði kaffibolla og opnaði bók, sem ég hafði verið að kaupa. Ég var svo niðursokkin i bókina, að ég tók ekki eftir manninum, sem kom inn, fyrr en hann settist beint á móti mér við borðið. Það var Paul. — Halló, Jó! Hann brosti. — Skemmti- leg tilviljun. Ég sá að þú sazt hérna við gluggann, svo mér datt i hug að heilsa upp á þig. Er ekki allt i lagi, þó ég fái mér sæti? — Það er heldur seint að spyrja að þvi núna, svaraði ég, heldur stutt i spuna. — Ef þú vilt heldur að ég fari...byrjaði hann. — Nei, fyrir alla muni, sittu kyrr. Hann pantaði kaffi. Svo laut hann fram yfir borðið. — Ég var hræddur um að fá aldrei tækifæri til að hitta þig aftur, sagði hann. — Þetta var svo ágætur dagur uppi á Hampstead Heath, en svo breyttist þú allt i einu og ég velti fyrir mér, hvort ég hefði sagt eitthvað eða gert sem særði þig. — Hvað viltu mér eiginlega? sagði ég, dálitið dónalega. — Kynnast þér, auðvitað. Hann leit und- randi á mig. — Er það svo undarlegt? Bláu augun voru svo sakleysisleg og hreinskilin, að mér tókst að gleyma Step- hen Jordan andartak. — Ég er vist ekkert sérstök, svaraði ég. — Ég er bara eins og fólk er flest og lifi venjulegu lifi. Mér finnst gaman að lesa og var að þvi, þegar þú komst. — 1 guðs bænum, lestu bara, sagði hann brosandi og hallaði sér aftur á bak i stóln um. — Ég skal ekki trufla þig. Ég reyndi, en það þýddi ekki að einbeita sér, meðan hann sat þarna gegnt mér. Loks gafst ég upp. — Ég tók eftir þvi um leið og ég kom inn i veizluna hjá Tony, að þú varst einmitt sérstök, sagði hann. — Ég veit ekki vel, hvað það er.... Mig dauðlangaði til að segja, að þessi væri einum of gamall og slitinn, minn góði PaulDenham, enég gatþaðekki. Ég vissi vel, að ég er ekki sú kvengerð, sem karl- menn taka eftir. Ég fann að það strikkaði á andlitsvöðvunum og hann sá það. Það kom áhyggjusvipur i bláu augun. — Nú er ég vist búinn að missa eitthvað rangt út úr mér aftur, sagði hann. — Má ég biðjast afsökunar á minn hátt? Bfddu....Hann stóð upp og næstum hljóp út úr kaffibarnum. Ég safnaði saman dótinu minu og gekk að borðinu til að borga. Mér tókst að missa nokkra smápeninga á gólfið. Einn þeirra skoppaði undir stól hjá manni, sem stóð upp og fór að leita. Það gekk heilmik- ið á út af þessum smámunum og ég stóð þarna eldrauð út að eyrum, þegar Paul kom aftur með Fresfuvönd i hendinni. Hann rétti mér hann eins og ég væri drottning og ég gat ekki annað gert en taka við, tautandi einhvers konar þakkir og við gengum út á götuna. — Jæja, nú hlýturðu að vera svolitið blfðari, sagði hann brosandi. — Þakka þér fyrir blómin, sagði ég og meinti það. — Fresiur eru indæl blóm. — Það vissi ég, sagði hann brosandi. — Þú verður að fyrirgefa,að ég hef ver- ið leiðinleg, hélt ég áfram. — Já, þú hefur verið það. Hann hló lágt. — En það er ekki slæm byrjun, að þú skul- ir viðurkenna það. Mig langar ennþá til að kynnast þér. Allt sem ég veit, er að þú hefur verið mjög upptekin. Segðu mér svolitið meira um sjálfa þig. — Ég veit ekki almennilega hvað ég á að segja, sagði ég og fann að ég roðnaði. Ég hafði sagzt vera upptekin, þegar hann hringdi. Hann hlaut að hafa haldið, að tylftir ungra manna biðu min i röðum. — Mig langar að vita allt um þig. Uppá- haldslitinn, uppáhaldsmatinn, tómstundir og svo framvegis. — Ertu hrifin af fall- hlífastökki? Köfun? Dansarðu flamenco? Ég gat ekki annað en hlegið. — Ég er hrifin af flamenco. Að horfa á það, á ég við. Fallhlifastökk er einum of djarft fyrir mig. Ef þú stundar það,er bezt að þú gefir einhverri annarri blóm. Ég er hrifnust af bókum og tónlist. Við gengum niður götuna i áttina að Hamstead Heath. Þá greip Paul skyndi- lega i handlegginn á mér, svo ég varð að nema staðar. — Brostu! skipaði hann. Ég hlýddi, gjörsamlega rábvillt. — Svona, þetta var betra. Þú ert stund- um svo tortryggin á svipinn, að það er eins og þú búist við að allur heimurinn bregði fyrir þig fæti. Af hverju hefuðu ekki traust? Það vill þér enginn illt, allra sizt þegar þú brosir. Þú hefur ekki hug- mynd um, hvað þú ert indæl, Jo. — úff, eigum við ekki að tala um eitt- hvað annað en mig? sagði ég hratt. — Nú er komið að þér að segja frá sjálfum þér. Ég veit ekki mikið annað um þig en nafn- ið. — Ég er fremur leiðinleg manneskja, svaraði hann i fullri alvöru. Það kom mér á óvart. Flestir leikarar sem ég þekkti, voru himinlifandi yfir að fá að opinbera sálarlif sitt, þeir litu á sjálfa sig sem óskaplega áhugaverðar manneskjur. Þá sagði hann dálitið, sem varð til þess að hjartað seig niður i brjósti mér. — Það var mamma þin, sem þú komst með i veizluna hjá Tony Wimple, er það ekki? — Jú, svaraði ég stuttlega. — Hugsa sér, að þú skulir vera dóttir Susannah Pearl. — Já, hugsa sér, sagði ég hörkulega. Mig langaði mest til að snúa við og hlaupa heim. Ég kunni næstu setningu utan að. ,,Þab gæti verið gaman, að hitta hana ein- hverntima”. En sú setning kom ekki. Hann kom mér enn á óvart, þvi hann sagði: — Ég rétt heilsaði henni og varð dauðhræddur. Hún leit út fyrir að vera ósköp indæl, en þegar fólk er eins frægt og mamma þin, verður maður óstyrkur. — Ég hélt, að þú værir vanur að um- gangast kvikmyndastjörnur, sagði ég. — Af hverju hélztu það? Hann leit undr- andi á mig. — Tony sagði eitthvað um að þú værir leikari. — Min kæra, það hef ég aldrei verið og mun heldur aldrei verða. Verðurðu fyrir voðalegum vonbrigðum? — Alls ekki, svaraði ég hjartanlega. — En hvað gerirðu þá? — Ég skrifa bók i tómstundum, en opin- berlega er ég blaðamaður. Skrifa mest- megnis greinar og þannig lagað. Það hef- ur meira að segja þegar komið út eftir mig skáldsaga. Hann varð mæðulegur á svipinn. — Kannske var það það, sem Tony átti við, þegar hann sagði að ég væri leikari. Rithöfundur þarf að lifa sig inn i sálarlif persóna sinna, ef honum á að takast að gæða þær lifi. En það er ekki meira spennandi en þetta. — Guðisé lof fyrir það, gat ég loks sagt. — Ekki að það sé ekki nógu spennandi. Ég er bara svo himinlifandi yfir, að þú skulir ekki vera leikari. Ég fann að ég var með grátstafinn i kverkunum, en hélt áfram: — Skilurðu, ég hélt, að þú vildir bara kynnast mér til að kynnast mömmu og fá hana til að hjálpa þér að ná samböndum... Paul nam staðar og leit á mig.. — Ein- hver hefur verið vondur við þig, sagði hann hægt. — Þú hefur undarlega minni- máttarkennd. Ég segi undarlega vegna þess ab það er út í bláinn, að stúlka eins og þú haldir að engum þyki neitt til hennar koma, hennar sjálfrar vegna. Hann greip um hönd mina. — Ég neyðist vist til að taka þig á námskeið í sjálfstrausti. — Tveir mánuðir, eða peningana aftur, ef þú ert ekki ánægður, sagði ég og reyndi að vera fyndin. En hann var jafn alvar- legur. — Það verður vist svolitið lengur. Allt ab fimmtiu-sextiu árum, gæti ég trú- að. Alvarleg tilfelli eins og þitt er ekki hægt að lækna i hvelli. Ég horfði framhjá honum, á trén, sem teygðu sig til himins og'á lítinn, svartan hund, sem kom bröltandi i grasinu. Gam- all, hvithærður maður kom á eftir honum. Svo leit ég upp á alvarlegt andlit Pauls og vissi með sjálfri mér, að þarna voru tima- mót I lifi minu. Héðan i frá yrði allt breytt. — Það er kannske heldur snemmt að tala um hjónaband, heyrði ég hann segja. — En ég hefði ekkert á móti þvi að þú vendist tilhugsuninni. Ég stóð grafkyrr og reyndi að imyndá mér, hvernig þab væri að vera gift Paul. Svo dró ég andann djúpt. — Ég held, að mér gæti tekizt það, sagöi ég. — Ég get að minnsta kosti alls ekki vanizt þeirri tilhugsun, að giftast þér ekki. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.