Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 24
Hann hefur lokað sig inni i sjálfum sér um /stund. Greinilegt merki um að eitthvað sé að. Hann þarf aðstoð við vangaveltur sfn- ar. núna, eða viltu tala um það? Ef svarið kemur ekki strax, koma fyrr eða siðar viðbrögð við spurningunni. Þá er það hlutverk foreldranna að vera á verði og sjá um að samband þeirra við barnið geti lagast aftur, jafnvel þótt barnið færist undan um tíma. Það er alltaf sá fullorðni, sem á að hlusta, þegar þörf krefur. Ef HffiGIÐ maður gerir það, fær maður hlutdeild 1 glebi barns sins og sorgum. Þú veizt margt um barn þitt — Hvernig á maður að temja sér að vera hreinskiptinn i framkomu við barn- ið? — Bezt er að byrja á þvi að vera ein- lægur i framkomu við aðra fullorðna, seg- ir Ruth Iversen, — til dæmis innan fjöl- skyldunnar eða á vinnustað. Þegar maður kemst að þvi, hve sambúðin og samvinna viö aðra batnar með þvi þá getur maður haldið áfram til barnanna og reynt að skilja, hvað er að gerast innra með þeim. Að visu er mun auðveldara að imynda sér aö allt sé ágætt eins og það er, en fari maöur að leitast við að skilja börnin, verður lifið innihaldsrikara, jafnframt þvi ab verða erfiðara. Við höfum imyndað okkur að hægt væri að koma á eins konar alþýðufræðslu. Byrja mætti með hjúkrunarkonuna, sem kemur á heimilin til að lita á ungbörnin, þvi aö hún hefur samband við foreldrana, meöan þeir sinna börnunum mest. For- eldrafundir i skólunum eru einnig ágætur vettvangur. Vandinn er ekki sá, að koma sérfræðingunum út á meðal fólksins, heldur sá, að fá venjulegt fólk til að ræða saman um þau vandamál, sem við eigum öll við að striða. Foreldrar vita heilmikið sjálfir.en þeir vita bara ekki hvernig þeir eiga að hagnýta sér vitneskju sina. Þeir gætu hjálpast að við að læra að skilja þau merki, sem börnin senda út og skipzt á reynslu I þvi sambandi. Börn eru bandamenn okkar — Ef foreldrar læra að þýða þau merki, s.em börnin sendá frá sér, fengju þeir að — Hvað crtu að gera? Ég er bara að fækka fötum, það er svo skelfilega heitt. vita meira um börnin sin, og samlifið yrði ef til vill betra. Þá væru möguleikar kjarnafjölskyldunnar meiri. Foreldrar fá það nefnilega rikulega launað, ef þeir gefa sér tima til að hlusta á börnin og reyna aðskilja þau. Gegnum barnið end- 'urlifa þeir æsku sina. Dóttir min sagði til dæmis i morgun: — Mér finnst þessir dimmu morgnar svo skemmtilegir, af þvi allt er svo dimmt og fallegt, en samt veit ég, að það er ekki kvöld, segir Ruth Iver- sen. — Maður getur lifað heilan dag á svona athugasemd. Svona hef ég ekki hugsað um þetta siðan ég var sjálf barn. Þetta er gjöf. Maður losnar lika við kvartandi börn, sem hanga stöðugt utan i manni og eru pirruð. Margir foreldrar vanrækja börnin á fyrstu árunum, ekki af skorti á ást, heldur af fáfræði og þurfa siðan að sitja uppi með börn, sem ekki láta þá i friði eina minútu. Börnin trana sér fram allan timann til að missa ekki af neinu. Þess vegna segi ég alltaf við foreldra: — Það sem þið leggið af mörkum I byrjun, kem- ur ykkur til góða siðar. Börn geta veitt okkur gleðina við að leika okkur og upplifa hlutina og börn eru bandamenn okkar. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir, að hve miklu leyti þeir eru fyrirmyndir barnanna. Börn geta yfirunnið öll vandamál, ef foreldrarnir geta það og börn eru sterk. Þeim þykir lika vænt um okkur, þrátt fyrir öll okkar mistök. Það er lika nauðsynlegt fyrir full- orðna að einhverjum þyki vænt um þá, hvemig svo sem þeir eru. Börnin okkar standa raunverulega með okkur. Þau hafa lika þann eiginleika, sem okkur skortir,aðverahreinogbein i framkomu, vegna þess að þau eru stödd þar, sem við erum búin að gleyma hvernig var og við verðum að lesa upi það til þess að minnast þess á nýjan leik. — Þú ert latasta letidýr, sem ég hef kynnzt. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.