Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 23
Hann veit vel, aft hann má ekki leika sér að eidspytum. Ef tii vill gerir hann það til að ieiða athygli móður sinnar að sér. bamsins og telja sig vita betur, hvað barnið vill eða vill ekki. Hið sama gildir um tilfinningar. — Ég er hræddur, segir barnið — Nei, þú ert ekki hræddur, segja foreldrarnir. Barnið fer snemma að vantreysta tilfinningum sfnum og dómgreind. Fullorðið fólk, sem þannig er alið upp, er hrætt við að láta tilfinningar sinar í ljós, vegna þess að allt er orðið svo ótryggt og ruglingslegt fyrir þvi. I stað þess að telja barninu trú um eitthvað, á að reyna að setja sig inn i hugsanagang þess og spyrja: — Við hvað ertu hræddur? Hvað get ég gert til að hjálpa þér, svo þú sért ekki svona hrædd- ur? Beitið ekki börnunum fyrir ykkur Foreldrum verður að lærast að koma hreint og beint fram við börnin, einnig Þegar um er að ræða rifriMi, hótanir, tviræða hluti, og allt það, sem annars er farið með bak við lokaðar dyr. Barnið er ttVjög næmt fyrir þvi sem fer fram milli fúllorðinna. — Stúlku, sem ég talaði við, var hegnt meö þvi að láta hana fara inn I myrkvað herbergi og standa þar, segir Ruth Iver- sen. — Þar stóð hún og horfði á sfjömumar. A eftir kom hún fram i stofu °g hegningin og ástæðan fyrir henni var ekki nefnd á nafn. En þetta óx og marg- faldaðist i huga hennar og hélt áfram að vera óútkljáð milli hennar og for- eldranna. Foreldrar eiga heldur ekki alltaf að fara inn i annað herbergi, þegar þau rifast. Þau eiga bara að muna að segja barninu, að það sé ekki þvi að kenna, að þau séu ósátt. Sektarkennd barna er þroskuð og þeim hættir við að kenna sér um ósætti foreldranna. Þjáning sú, sem þvi fylgir fyrir barnið, verður ekki burtu tekin og á ef til vill sinn þátt I þroska þess. En það verður að gæta þess að rlfast á réttan hátt, þegar barnið heyrir til, vera ekki með dylgjur eða hæðni. Börn þola illa hæðni. Sumir foreldrar forðast að rifast og beita þess i stað börnunum fyrir sig til skiptis, þannig að þau verða ringluð og vita ekki hvort þau eiga að standa með öðru eða báðum, eða hvorugu. Afleiðingin verður sú, að þau taka að gera i buxurnar, væta rúmið eða taka að hnupla. En foreldrar þurfa ekki alltaf að láta undan. Stundum mega þeir segja sem svo: — Nú verður það eins og ég hef sagt, vegna þess að þeir geta ekki annað þann daginn. En það má ekki gerast i hvert skiDti. svo barnið verði óöruggt með sjálft sig: Það er ekki það sama og láta alltaf undan, vera alltaf reiðubúinn til að láta barnið fá vilja sinn. Það á heldur ekki að troða öllu inn i höfuð barnanna. HÍutir eins og til dæmis skilnaður, dauðsfall, eða að einhver fari i fangelsi, þarfnast flókinna skýringa og góðs sambands við barnið. Bezt er að haga upplýsingunum i samræmi við aldur barnsins og þroska. Tiu ára barn horfði á skólasystkini sitt deyja i bilslysi. Móðir spurði: — Hvað á ég að gera? I þannig tilfellum er bezt að biða, þar til barnið fer sjálft að tala um atburðinn. — Ég hafði samband við fjölskyldu, þar sem annað foreldrið hafði verið i fangelsi fyrr á ævinni, heldur Ruth Iversen áfram. f fjölskyldunni var unglingur. Atti að segja honum frá því eða ekki? Ég ráðlagði foreldrunum að ræða viö unglinginn og þau tóku þvi vel. Arangur- inn varð sá, að við það að allir i fjölskyld- unni vissu leyndarmálið, hafði skapazt ný- samstaða, þar sem allir vissu allt um alla. En það er undir hverjum og einum komið, hvernig bezt er að bregðast viö i slikum tilfellum. Takið þátt i vandanum með barninu Oft hef ég verið hissa á, hvers vegna foreldrar, sem ekki geta fengið barn sitt til að sofna, sitja ekki hjá barninu og segja sem svo: —-Ég verð hjá þér og held i höndina á þér, þangað til þú sofnar, en mig langar að lesa á meðan. Þetta væri merki frá foreldrinu, sem þýddi: — Ég er hér og gæti þin, segir Ruth Iversen. — Ég get ekki kvatt barnið mitt á morgnana, segja margar mæður og hlaupa út af barnaheimilinu, þegar barnið snýr baki i þær. Betra er að segja við barnið: — Ég sé að þér finnst það leiðin- legt, en mér finnst það lika, en ég verð að fara I vinnuna og kem aftur I kvöld. Það á aö horfast i augu við vandann, i stað þess að hlaupa frá honum. Þetta tiltekna dæmi er aö visu ekki hættulegt, ekkert eitt er það, en það getur verið hættulegt, ef for- eldrar hlaupast alltaf á brott án þess að skýra málin. Litið barn, sem ekki vill i háttinn og tekur I þess stað að tala um allt mögulegt annað, er ef til vill hrætt. Ef vel er hlust- að, má kannski komast að þvi við hvað það er hrætt pg segja við það: — Liklega ertuhræddvið að sofna, þvi að þig dreym- ir stundum illa. Við skulum láta ljósið vera kveikt. Þá hefur barninu verið sýnt fram á, að einhver skilur það. Þegar barn lokar sig inni i sjálfu sér, er oft erfitt að vita, hvað gera skuli, eða hvort eitthvað skuli gera. Þá er mjög einfalt að spyrja barnið hreint og beint: — Ég skil ekki hvað þú vilt. Viltu vera einn H Hún vill ekki borða. Kannske er hún södd, kannske liður henni iila. En þaö getur Ilka veriö merki þess aö hún fái ekki næga eftirtekt aö eigin áliti. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.