Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 9
— að hvað sem þú sérð, máttu ekki snerta það. Eftir nokkra stund, sá drengurinn flöktandi ljós framundan á veginum. Þegar komið var nær, sá hann að ljósið kom úr litlu skrini, sem lá á veginum. — Ertu að hugsa um að taka það upp? spurði hesturinn. — Já, svaraði drengurinn.— Ég vil ekki láta það liggja hér á miðjum veginum. — Það væri nú hyggilegast, sagði hesturinn. — Nei, svaraði drengur og tók skrinið upp. Hann gægðist niður i það og sá þar hárlokk. Hann stakk skrininu i vasann og reið áfram. Skömmu siðar hitti hann finan herramann sem sagði: — Þetta er falleg- ur, litill hestur. Hvert ertu annars að fara? — Ég er að leita mér að starfi, svaraði drengurinn. — Ágætt, svaraði herra- maðurinn. — Mig vantar hestastrák, þú getur fengið stöðuna. — Ef ég má hafa hestinn minn i hesthúsinu, sagði drengur og það var veitt. Sið- an fylgdu drengurinn og hesturinn manninum heim. Hann hafði 11 hestastráka og þegar klukkan varð 11, fóru þeir allir út i hesthúsið með kerti með sér, nema sá nýj- asti, þvi hann átti ekki einn einasta kertisstubb. En úti i hesthúsinu opnaði hann skrinið og setti það i holu i veggnum. Einkennilegu ljósi stafaði frá skrininu og það lýsti helmingi betur en öll kerti hinna drengjanna til samans. Þeir voru hissa. Hvernig gat strákurinn fengið svona fint ljós, án þess að hafa nokkur eldfæri? Þeir fóru til húsbónda sins og sögðu honum frá. — Athugið þetta vel annað kvöld og reynið að komast að þvi, hvers konar ljós þetta er, sagði húsbóndinn. Kvöldið eftir voru þeir vel á verði og fundu skrinið i vegg- holunni. Aftur fóru þeir til húsbóndans og sögðu honum frá skrininu og undarlega ljós- inu, sem stafaði frá þvi. Þegar drengurinn kom svo heim i stóra húsið, spurði hús- bóndinn, sem reyndar var sjálfur kóngurinn, hann hvort hann tæki ekki kerti með sér út i hesthúsið eins og hinir drengirnir. Drengur svaraði þvi til að hann hefði Ijós. — Þú hefur skrin sem lýsir og það vil ég fá, sagði kóngur- inn. — Ef ég fæ það ekki, missirðu stöðu þina. Drengurinn sótti skrinið, kóngur opnaði það og tók upp lýsandi hárlokkinn. — Finndu stúlkuna, sem þetta hár er af og komdu með hana, sagði kóngur. — Ég varaði þig við, sagði litli, rauði hesturinn. — Þú lendir i erfiðleikum vegna þessa skrins. En söðlaðu mig i fyrramálið eftir morgunverð. Drengurinn gerði, eins og hesturinn sagði honum og þeir riðu af stað, þar til þeir komu að vatni, sem var þrjár mílur á breidd. — Haltu fast, sagði hestur- inn. — Nú stekk ég yfir vatnið. Þegar við komum á hinn bakkann, er þar markaður og fólk kemur og vill setjast á bak mér af þvi ég sé svo fallegur, lítill hestur. En þú átt að neita þvi. Neitaðu þó ekki fallegri stúlku með lýsandi hár. Þegar hún biður um að fá að setjast á bak, segirðu: — Með ánægju, fagra ungfrú! Um leið og hún er komin á bak, förum við burt. Svo stökk hesturinn mikið stökk og þeir voru komnir yfir á hinn bakka vatnsins. Þar vildu allir á bak litla hestin- um, en drengurinn neitaði. Þá sá hann stúlkuna með ein- kennilega hárið, sem lýsti. Hún bað svo fallega um að fá að reyna hestinn, að drengur- inn sagði. — Með ánægju, fagra ungfrú! Hún steig á bak og þau riðu að vatnsbakkan- um, þar sem hesturinn tók aft- ur undir sig stökk og hljóp sið- an i spretti heim til kóngsins. Hann varð bæði undrandi og glaður, bauð stúlkunni innfyr- ir og bað hana að verða 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.