Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 5
lands, þar sem leikflokkurinn var rá&inn næst. Versling Berlioz — átti Harriet að verða enn ein gyðian, sem hann næði aldrei til? Timinn leið og hann vann að þvi að full- gera Symphonie Fantastique. Hann von- aðist til að koma verkinu á framfæri rétt áður en hinum eftirsóttu verðlaunum Prix de Rome yrði úthlutað, en hljómleikunum var frestað. Hann fékk verðlaunin fyrir annað verk og komst þá að þvi að hann var orðinn ástfanginn enn á ný, i þetta sinn af ungum pianóleikara, Marie Moke. ,,Hún kveikti bál i huga mér og loks var eins og allir árar vitis dönsuðu i æðum minum.... það er ekki undarlegt þegar tekið er tillittil skaplyndis mins og ofsa og æsandi fegurðar ungfrú Moke, sem var átján ára”. Hann var búinn að gleyma Shakespeare og Harriet Smithson. Síðar skrifaði hann eftirfarandi um Mariu, i bréfi til systur sinnar: „Hún er há og glæsileg, með dásamlegt, svart hár og stór, blá augu. Hún er afar fjörug. Að sumu leyti er hún óróleg og duttlungafull. Þegar móðir hennar vakti athygli mina á þessum galla hennar, greip hún fram i fyrirhenni og sagði: — Já, ég er breytileg eins og silkikjóll, litbrigðin breytast, en liturinn er alltaf sá sami”. Móðir Mariu var ekki sérlega hrifin af sambandi dótturinnar við unga tónskáld- ið, þótt Berlioz væri þegar farið að ganga vel. Symphonie Fantastique var loks flutt i desember 1830 og gagnrýnendur voru af- ar hrifnir. Áætlun um morð En hann komst fljótlega að þvi, að böggull fylgdi skammrifi. Eitt af skilyrð- unum með Prix de Rome, var að verð- launahafinn varð að búa og starfa vissan tima i Róm. Þótt verðlaunin færðu honum virðingu og peninga, reyndi hann árang- urslaust að komast hjá að fara til Rómar, en ekki var hægt að gera undantekningu, ekki einu sinni fyrir ungan ástfanginn mann. Hector og Marie ur&u að skilja. Húnhélt áfram að leika á pianó i Paris og hann lagði af stað til Rómar. Veslings Berlioz. Hann hafði aðeins ver- ið nokkra mánuöi i Róm, þegar hann fékk bréf frá frú Moke. Marie ætlaði að giftast Camille Pleyel, sem var rikur og mið- aldra. Hann framleiddi pianó og það pass- aði ágætlega, þegar tekið var tillit til starfs Marie. Berlioz, sem var hálfsturlaður af sorg og reiði, hafði aðeins eina hugsun i kollin- um. Hann yrði að fara aftur til Parisar og myrða þessar tvær konur, sem höfðu sært hann svo mjög, og fremja siðan sjálfs- fúorð. Aður en hann fór frá Róm, keypti hann sér alklæðnað herbergisþernu — kjól, hatt og slör — og setti i litinn pakka. Hann mælti fyrir um uppfærslu á verki, sem hann var að ljúka við, tók skamm- byssur sinar og lagði af stað til Parisar uieð póstvagninum. Meðan vagninn HARRIET skældist þessa löngu leið norður á bóginn, gerði Berlioz áætlanir um morðin. Hann ætlaði að klæðast sem herbergis- þerna, heimsækja fjölskylduna snemma kvölds og þykjast vera þerna sameigin- legrar vinkonu. Um leið og hann kæmi inn i stofuna, ætlaði hann aö skjóta Mariu og móður hennar og elskhugann ef hann væri 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.