Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 33
finu kjólunum sinum. „Já, hún er eins og drottning.” Lúsinda lét sig það engu skipta, hvað fólk sagði. Hún drakk mjóik úr brjóstinu hennar mömmu sinnar, lét pabba taka úr sér vind og pissaði i finu prinsessukjólana. Mamma var hreint að gefast upp á þvi að strauja þá. Það er mikil vinna að strauja allar þessar blúndur, milliverk og fellingar, en hún hafði það þó af. Svo voru það sængurverin og á þeim voru lika milliverk, blúndur á koddaver- um og fellingar. ,,Æ, æ,” hugsaði mamma stundum. ,,Skelf- ing verð ég fegin, þegar Lúsinda verður nægi- lega stór til þess, að ég geti hætt að láta hana vera i prinsessunáttkjólunum.” 2. kafli. Það var enginn í barnaherberginu. Lúsinda var inni hjá pabba og mömmu og þar við sat. Mamma gat ekki hugsað sér að „blessað barnið” væri eitt í barnaherberginu og ég veit ekki, hvernig pabbi hefði farið að, ef hún hefði ekki fagnað honum með breiðu brosi á hverjum morgni, þegar hann fór i vinnuna. Hún skældi, þegar hann fór frá rúminu og Pabbi hélt hún væri að biðja sig um að koma aftur og kyssa sig einu sinni enn og það gerði hann. Afleiðingin varð sú, að pabbi var of seinn i vinnuna i marga mánuði. Hann missti alltaf af strætisvagninum, þvi að Lúsinda vildi hafa hann hjá sér. Lúsinda vildi vist helzt hafa bæði pabba og mömmu hjá sér. Hún var skelfing eigingjörn eins og litil börn eru yfirleitt og vildi eiga það, sem henni fannst hún eiga. Og það voru pabbi og mamma. ,,Við verðum að láta skira barnið,” sagði pabbi upp úr eins manns hljóði eitt kvöldið, þegar Lúsinda var sofnuð. ,,Já,” sagði mamma bara. ,,Hvað vilt þú, að hún heiti?” spurði pabbi. „Hvað vilt þú að hún heiti?” spurði mamma á móti. „Já, ég veit það ekki,” svaraði pabbi. „Hvað segirðu um að hún heiti Guðrún eftir mömmu minni eða Sigriður eftir mömmu þinni?” sagði mamma. „Ég hafði nú alltaf hugsað mér, að hún héti út i bláinn,” sagði pabbi. „Eins og Lúsinda?” sagði mamma hæðnis- lega. Pabbi spratt á fætur og stökk út úr stólnum sinum og yfir til mömmu, sem sat á divanin- um. „Hvernig vissirðu það?” spurði hann ákafur. „Hvernig vissirðu, að mig langaði til, að litla stelpan okkar yrði skirð Lúsinda? Nei, það er það, sem ég hef alltaf sagt: Þú <ért einstök!” Hvað gat mamma annað gert en gefist upp? Það er erfitt að heyra það að „einhver sé einstakur” og reyna ekki að standa i stykkinu. „Já, mér datt það rétt si sona i huga,” sagði mamma og reyndi að brosa, þvi að hann hafði aldrei langað til að eignast dóttur, sem væri skirð Lúsinda.... „Ég get kannski látið hana heita Lúsindu Guðrúnu eða Lúsindu Sigriði,” hugsaði mamma. „Já, eða Guðjjúnu Lúsindu eða Sigriði Lúsindu. Þá getur blessað barnið alltaf skipt um nafn, ef hana langar til þess seinna.” Mamma bakaði og bakaði og skreytti brúna tertu og rjómaköku. Hún kom með smákökur og rúllutertur og brauðtertur, sem ekki mátti setja inn i ofninn fyrr en á siðustu stundu, þvi að slikar tertur áttu að koma heitar á borðið út úr ofninum enda voru i þeim sardinur, ostur, skinka, tómatar, og allskonar krydd. Skelfing átti mamma erfitt og erfiðast átti hún, þegar hún reyndi að troða sér i fina kjól- inn, sem hún saumaði skömmu áður en Lúsinda varð til. Það var nú þetta með brjóstmálið. Ekki henti 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.