Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 7
árið 1844 yfirgaf hann hana loks alveg. En hann var rausnarlegur við hana og heim- sótti hana oft. Ljóðræna ástin í nokkur ár ferðaðist hann með aðlað- andi ungri söngkomu, Marie Recio. Hún var óbeinlinis orsök þess, að hann skildi við Harriet. Arið 1854 kvæntist hann Marie, en hún lézt árið 1862 og þegar margir nánir vinir Berlioz og Louis sonur hans létust einnig, varð hann einmana gamall maður á efri árum. Árið 1864 var hann alveg hættur að semja tónlist og var búinn að missa móðinn. Þá fékk hann þá rómantisku hugmynd að fara til Dauphiné til að hitta Estelle, sem hann hafði tilbeðið sem drengur og ekki séð siðan. Þau hitt- ust og sá fundur hafði mikil áhrif á hann. Og á siðustu árum hans voru bréf hennar og heimsóknirnar til hennar mesta hugg- un hans. 1 endurminningum sinum segir hann: „Aldrei fyrr hef ég þekkt þessa fullkomnu, ljóðrænu ást og ekkert er feg- urra”.... Berlioz lézt i Paris, 8. marz 1869. HVAÐ VEIZTU 1. Hvað hét tréð, sem Adam og Eva máttu ckki éta af? 2. Hvaða vlsindagrein er talin sú elzta? 3. Hvcr hjó á Gordionshnútinn? 4. Hvar cr að finna afkomendur uppreisnarmanna á Bounty? 5. Hvað heitir eina óperan sem Beethoven samdi? 6. Hvað hét kona Ódysseifs, sem beið hans heima? 7. Hvað hét fyrsta gufuskipið, sem sigldi yfir Atlantshaf? 8. Hver var tengdafaöir Richards Wagners? 9. Hvað heitir brezka konungs- fjölskyldan að eftirnafni? 10. Hver fann sjóleiðina til lndlands? ★ Hugsaðu þig vandlega um —en svörin er að finna á bls. 39. — Tókuð þér ekkert eftir brunalykt- inni I Ibúöinni? — Ju, ég fann hana vel. — En hvers vegna köiluðuð þér ekki á slökkviliöið? — Ég hélt að þetta væri konan mln að búa til matinn. Jónatan kom hlaupandi inn á brautar- stöðina, nákvæmlega þremur mínút- um eftir að lestin var farin. — Hefðuð þið ekki getað beðið eftir mér I þrjár minútur? hvæsti hann að stöðvarstjóranum. — Ég beið eftir þessari bannsettu lest ykkar I tuttugu minútur I gær. — Já, en þá var lestin Hka of sein, svaraði stöðvarstjóinn. —■ Er ég það kannski ekki núna?.... — Guðmundur minn, hvernig geturöu sagt, að peningar færi manni ekki hamingju? Þeir færðu mér þig. — Vinnumaðurinn, sagði náttúru- fræðikennarinn, — getur dregiö hlass, sem er 50 sinnum þyngra en hann sjálfur. Hvaða ályktun getum við dregið af þvl? Drengurinn einn rétti upp hönd: — Þeir hafa engin verkalýðsfélög. — Segðu mér, Palli, — er ekki oröið anzi langt siðan þú pantaðir sima? — Jú, það er óhætt að segja þaö, og nú eru þeir alveg bálreiðir við mig hjá simanum. — Af hverju? — Ég spurði hvort þeir notuðu fræ eða tækju afleggjara, þegar þeir legðu nýja sfina.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.