Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 35
— Ég er ekki sammála. Mér þykir mjög vænt um David og ég er viss um aö við getum oröið ham- ingjusöm saman. Ég efast ekkert um tilfinningar hans og hvað er þá óheiðarlegt við þetta? — Það er bara það, að þú tekur honum á fölskum forsendum. — Þú talar í gátum, Fran. Ég þekki David vel og ég þekki vini hans. Ég er svo heppin að þurfa ekki að gifta mig vegna peninga og ég held að ég geti orðið eiginkona eins og hann þarfnast. Allir sem þekkja okkur, finnst við eiga mjög vel saman. — Ekki allir. Þú hefur nefnilega hlaupið yfir dá- lítið. Hún sá efa bregða f yrir í svip Gay og notfærði sér það. — Líkamleg ást. Þú ert mjög aðlaðandi kona, Gay og David Glennister hefur ekki blóð- dropa í æðunum, ef hann er ekki farinn að sleikja út um við tilhugsunina. Geturðu svarið að þú hlakkir til? Geturðu neitað, að þú finnur til örlitils við- bjóðs? Skynsemishjónaband getur verið gott og blessað, en það þarf að vera á báða bóga. Ef ekki, mun annar aðilinn verða að þjást. Báðar sátu þegjandi um stund og Fran óttaðist að hún hefði sagt heldur mikið. Gaybrielle rif jaði upp fyrir sér orð Nicks nokkrum klukkustundum áður. Hún þorði ekki að hugsa of mikið um það sem þá hafði verið sagt. — Við David getum átt gott hjóna- band ef Nick gefur okkur tækifæri til þess. Við er- um bæði komin yfir það timabil í lífinu, sem búizt er við of miklu af hinum aðilanum. Við ættum líka að vita hvaða kröfur ástin getur gert og við vitum vel, að ástríðan ein getur ekki haldið hjónabandi saman. — Samt sem áður, sagði Fran. — Þetta samband er dæmt frá upphafi. Gremja kom upp í Gaybrielle. — Hvað ætlarðu þér, Fran? Að eyðileggja trú mína á framtíðinni? — Fyrirgefðu, Gay,ég hefði ekki átt að segja þettá? Ég er alveg vonlaus af læknisf rú að vera.Hér dreg ég þig fram í eldhús til að hressa þig upp, en veld þér hugarangri í staðinn. Hún lagði handlegg- ina um herðar Gaybrielle. — Þú lítur út fyrir að vera dauðuppgefin og ættir að vera í rúminu í stað yf irheyrslu. Mér lærist vist seint að skipta mér ekki af því sem mér kemur ekki við. Komdu nú skal ég biðja Logie að gefa þér eitthvað, svo þú getir sofið almennilega og skjóta þér svo yf ir á Peddlar's Fair. Karlmennirnir sátu inni á skrifstof unni og töluðu saman i hálfum hljóðum, þegar Fran opnaði dyrn- ar. Nicholas beið þangað til læknirinn hafði gefið Gaybrielle litla, hvíta pilluog krafðist þess síðan að fá að fylgja henni út. — Fæ ég að sjá þig á morgun, áður en þú ferð? spurði hann. — Ég býst við því. Ég þarf að hringja til Davids snemma ? fyrramálið og biðja hann að sækja okkur á leiðinni i bæinn. — Ég kem strax eftir morgunmat. — Þú neyðist til þess. Fran brosti til hans. — Melissa gæti ekki hugsað sér að fara án þess að kveðja þig. Logie ekur þér á hótelið í sínum bíl. Þú lítur út fyrir að hafa ekkert illt af svolitlum svef ni. Hún skellti aftur bílhurðinni og hann steig til baka þegar hún ók af stað. — Hann er eins og lamb, þegar þú skipar fyrir. Fran lagði á og beygði inn á veginn. — Nick? Hann er ekki verri en börn ganga og gerast. — Ég vildi óska, að ég gæti meðhöndlað fólk eins og þú. — Þú öf undar mig? Rödd Fran lýsti undrun. — Þú ættir að vera hjá okkur á mánudagsmorgni, þegar Logie stynur og andvarpar yfir vinnutímanum og tviburunum dettur í hug, að þeir haf i annað að gera en fara í skólann. Gaybrielle beygði sig og snerti vanga Fran með vörunum.— Ég öfunda þig samt. Góða nótt, Fran og ástarþakkir fyrir i kvöld. — Er mér þá fyrirgefið fyrir misheppnaða pré- dikun? Bíllinn nam staðar fyrir utan Pedlar's Fair. — Það er ekkert að fyrirgefa, Fran. — Ég hringi áður pn þú ferð á morgun, kallaði Fran á eftir Gaybrielle þegar hún gekk hægt upp stíginn heim að húsinu. 13. kaf li. Blöð valhnotutrésins voru gulnuð, visnuð og f allin til jarðar og sumarið vikið fyrir haustinu. Rakur moldarilmurinn lá í októberloftinu og hrímið bráðnaði i sólinni, sem skein yfir limgerðin og varpaði löngum skuggum. Nicholas Courtney renndi sér niður af garðshlið- inu, þegar Melissa leiddi Candy inn í hesthúsið. — Heldurðu að það sé allt í lagi með hana? — Ég veit ekki, en liklega er bezt að ná i Chap- man. Burstaðu Candy vel á meðan ég fer inn og hringi til hans. Hann sat á símastólnum, þegar hún kom inn i stofuna. — Chapman kemur bráðum. Melissa settist á gólfpúðann. Nicholas kveikti i sígarettu og horfði á svipbrigðin í litla andlitinu gegnt sér. Hann var hugfanginn af barninu og þreyttist aldrei á að horfa á hana. Heimsóknir 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.