Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 37
14. kafli. Biðin virtist óendanleg og hann sá sér til undrun- ar, að aðeins voru liðnar tuttugu minútur, þegar hann fann væmna lykt af heitu blóði og stóreyg vera var komin í fang hans. Nicholas snerti votan flipann. — Halló, Blue Skies, sagði hann hás. — Þú hefur haft mikið fyrir því að komast í þenna heim, en þú verður bráðum heitt elskað folald. Hann mætti augum Chapmans og benti á líflausan skrokk hryssunnar. — Getum við fjarlægt hana strax? Dýralæknirinn kinkaði kolli. — Ég skal sjá um að likið verði sótt strax. Ég held, að þú ættir að lofa þeim litla að reyna fæturna. Þeir horfðu á folaldið skjögra um og leita að fæðu í hálminum. — Hérna Chapman þerraði svitann af enninu og tók túttu upp úr vasanum. — Og settu teskeið af þessu í hvern pela. Hringdu ef eitthvað er, en ég held að allt verði í lagi. Hann er hinn hressasti. Hann benti á áklæðið. Ég skal senda bíl um leið og ég kom heim. — Takk, ég skal segja Melissu, að þú hafir gert allt sem hægt var, Gut. — Hmmm. Hún róast líklega, þegar hún sér þann litla. — Ég vona það. Nicholas strauk litlu eyrun á dýr- inu. — Það verður ekki auðvelt að segja henni..... — Candy, Candy! Er allt í lagi með þig? Vertu ekki hrædd, ég er hérna. Nicholas greip í hana, áður en hún þaut framhjá honum inn í húsið. — Bíddu svolítið Melissa. Ég þarf að segja þér svolítið. Hann sá að Gaybriella hafði komið á eftir, en hann beindi allri athygli sinni að barninu. — Hlustaðu á mig Melissa og reyndu að skilja. Candy var voðalega veik. Svo veik, að hún gat ekki fætt folaldið. Hún hefði aldrei orðið frísk aftur, svo Chapmann gaf henni lyf til að sofna. Skilurðu það, Melissa? Ef hún hefði lifað, hefði henni liðið óskap- lega illa og hefði heldur ekki getað lifað lengi. Þú hefðir ekki kært þig um að henni hefði liðið illa, er það? Hann fékk kökk í hálsinn af meðaumkun, þeg- ar tvö stór tár runnu niður kinnar Melissu. — Elsku barnið mitt, þú mátt ekki taka þessu svona illa með Candy. Ég veit, hvað þér þótti vænt um hana, en hún var svo þreytt. Hún hef ði ekki getað hugsað um folaldið sitt sjálf. Þú verður að gera það. Þú getur gert það fyrir hana. Komdu nú og sjáðu Blue Skies, hann biður eftir þér. 4 Melissa lokaði augunum og stóð grafkyrr, lömuð af sorg. Þögul tárin skárust inn í hjartarætur Nicks og Gaybrielle. Hann sneri sér við og leit á Gay með uppgjöf í augnaráðinu. Hann benti á folaldið og hún tók við pelanum af Chapman, tók utan um gulbrúnt höfuðið og stakk pelanum í munninn. — Ekki gráta Melissa elskan mín, sagði hún. — Nú á Blue Skies engan nema þig. — Hann hefur alla. Hann þarf mig ekki. Ég vil hann heldur ekki. Ég vil heldur Candy. Ég hef eldrei viljað neinn annan, svo hvers vegna léztu hann drepa hana? Ég hef ði passað hana og ekki lát- iö hana deyja. Melissa sneri sér snöggt að Nick og augun glóðu af reiði og örvæntingu. — Af hverju gerðirðu það? Eg elskaði Candy og þú lézt hann taka hana frá mér. Ég kæri mig ekkert um folaldið. — Ertu alveg viss um það? Hefðirðu heldur vilj- að, að Candy yrði veikburða og óhamingjusöm? Hefðirðu vil jað horfa á hana þjást? Líða svo illa, að hún hefði ekki viljað lofa þér að koma við sig? Langaði þig til að sjá Ijósið slokkna í augunum á henni? Candy var trygg og treysti þér og þegar tími var til kominn að hún dæi, vildir þú halda í hana vegna þess að þú varst ekki nógu sterk til að skilja við hana. Nicholas leit á folaldið sem tottaði pelann ánægt.— Raunveruleg ást er að vita hvenær maður á að sleppa takinu, Melissa og ég held, að þú hafir ekki elskað Candy nógu mikið til þess. Melissa féll á kné í hálminn. — Jú, éq^ qerði það, elskaði hana. Ég elskaði hana svo mikið, að ég vil fá hana aftur. Ég vil ekki að hún fari frá mér. Aldrei! — Það finnst mér mikil eigingirni af þér. Kjökur Melissu hljóðnaði, þegar hún leit upp og á Nicholas. Hörð orðin höfðu náð til hennar og greini- lega sært hana. Andartak vék sorgin fyrir undrun, sem hann hafði vakið. Hann gaf henni ekki tíma til að segja neitt. — Ef þú vilt ekki Blue Skies, skal ég sjá um að hanneignistgottheimili, þarsem hann getur fundið einhvern sem þykir vænt um hann. En Candy treysti þér og skildi folaldið eftir í þinni umsjá og nú svikurðu hana lika, fyrst þú vilt ekki hugsa um það. Melissa rétti úr bakinu og snökkti. Hún sneri sér við og leit á f olaldið í f yrsta sinn. í því sneri það sér að henni og horfði á hana, stórum sakleysislegum augum, en hélt áfram að totta pelann. Loks náði forvitnin yf irhöndinni, það sleppti túttunni og lagði flipann í lófa Melissu. Hún brast í grát og vafði handleggjunum um hálsinn á dauðskefldu dýrinu. — Ég meinti það ekki, Blue Skes, það er satt, ég meinti þaðekki. Ég vil eiga þig. Það er bara það, að mér þótti svo vænt um mömmu þína og.... nú er hún dáin. Hún var ekki gömul, ekki einu sinni jaf n göm- ul og ég, en vertu ekki hræddur, ég skal hugsa um þig og passa þig alltaf. Hún þurrkaði tárin með hendinni og leit votum augum á Gaybrielle sem rétti henni pelann. — Láttu hann ekki drekka hratt. Hann er dálítið gráðugur. Nicholas hélt dyrunum opnum. svitinn perlaði á enni hans. — Þetta vildi ég helzt ekki ganga í gegn um aftur. Það er erf itt fyrir Melissu, en það skaðar víst ekki að kynnast lífinu, meðan maður er að mótast. — Mér fannst þér takast þetta vel. Þú varst kannsKe dalitið harður, en varla var hægt að búast við öðru. Satt að segja komstu mér á óvart. Gaybri- elle gekk til hans og lagði olnbogana á girðinguna. Hann kveikti i sígarettu og dró d júpt að sér reyk- inn. — Þú þekkir ekki allar hliðar á mér. Þau gengu saman yfir túnið heim að húsinu. — Þessi athugasemd um að sleppa takinu á réttum tima réði úrslitum. Framhald. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.