Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 4

Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 4
HANN KEMUR Nú býðst íslenzkum sjónvarpsáhorfendum enn að horfa á framhaldsmynd eftir Sviann Ingmar Bergman. Þættir hans um hjónabandið, sem sýndir voru fyrir nokkr- um árum, virtust koma við kviku hjá flestu fólki, og ekki er ósennilegt, að svo sé einnig nú um Augliti til auglitis, sem er sjónvarpsmynd i fjórum þáttum, þar sem þau leika enn aðalhlutverk Liv Ullman og Erland Josephsson. I Augliti til auglitis segir frá Jenny Isaksson, semlifir kyrrlátu og eölilegu lifi með manni sinum og dóttur á unglings- aldri. Þótthún lifi.er hún hægt og hægt að kafna. Með hverjum deginum lokast hún meir og meir, fjarlægist dýpstu tiifinn- ingar sinar. Með hverjum deginum, með hverjum sjúklingi, sem hún sinnir, með hverri hreyfingu sinni og hverju orði, sem hún mælir og hverri hugsun verða skilin á milli ytri hegðunar og innri fátæktar skarpari. Allt þar til yfirborðið brestur og tilfinningar sem hún hefur vandlega bælt niður og afneitað, brjótast út: hatur, árásarhneigð, auðmýking og angist. Jenny Isaksson er geölæknir. Rétt eins og Martin Dysart i Equus, sem sýndur var i Iðnó i fyrra, er hún geðlæknir, sem getur ekki elskað, sállæknir, sem aldrei hefur þorað að trúa á, að sálin sé i raun og veru til, og notar sérfræðiþekkingu sina sem vörn gegn angistinni. „Atvinnusjúk- ómur hjá geðlæknum”, skrifar Ingmar Bergman. Þó ver hún I deilu við kaldhæð- inn starfsbróður möguleika geðlæknisins á þvl að ná til sálar sjúklingsins I stað þessaðdeyfa likama hans með lyfjum, og ná til sjálfs sjúkdómsins I stað þess að

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.