Heimilistíminn - 28.10.1976, Síða 29

Heimilistíminn - 28.10.1976, Síða 29
Borgarfjallið i Túnsbergi eins og það er nú, og sjást undirstöður virkismúra. < ömælanleg. Þarna hittist fólk sem segja má að sitji hvert i sinu horni en er að fást við sömu hlutina þ.e. að vinna að fram- gangi og eflingu islenzkra og norrænna fræða. Menn bera saman bækur sinar, koma með nýjungar og skiptast a skoð- unum. Það er næstum ótrúlegt en jafn- framt ánægjulegt til þess að vita, hversu viða islenzk fræði eiga sér áhangendur, og athyglisvert var að þorri ráðstefnumanna talaði eða skildi islenzku að meira eða minna leyti, þó að umræður færu að mestu fram á ensku. Þá eiga norsk frjárveitingavöld miklar þakkir skildar fyrir höfðingskap sinn i garð þeirra sem fyrir ráðst. stóðu, en undirbúningur hennar mæddi einkum á prófessorunum Eyvind Fjeld Halvorsen og Hallard Mageroy, sem íslendingum eru að mörgu góðu kunnir. Akveðið var að halda fjórða alþjóðlega fornsagnaþingið i Munchen, likl. 1979. 1 býzkalandi og öðrum þýzkumælandi löndum er nú vaxandi áhugi á islenzkum fræðum, og komu þaðan alls 29 menn til þingsins i Osló. Það er til marks um áhug- ann, aðalla leið frá Vin kom hópur manna akandi á nokkrum bifreiðum, og hafði þetta folk á leiðinni heimsótt ýmsa sögu- staði i Sviþjóð og Noregi. í háskólanum i Múnchen er frábærlega gott safn norræna bóka og öflug stofnun i norrænum fræð- um, sem prófessor Kurt Schier veitir for- stöðu. Hugsuðu menn gott til þess að hitt- ast aftur i þeirri fögru og skemmtilegu borg að þremur árum liðnum.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.