Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 6

Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 6
Svanasöngur Einu sinni bar svo við i Norðtungu i Borgarfirði, að enskur maður var að veiða i Berghyl i Þverá, sem er þarna rétt við túnfótinn. Runólfur Runólfsson bókbindari bjó þar þá. Hjá honum var strákur að sunnan, sem hét Vilhjálmur. Hann var nú alltaf kallaður Villi, duglegur strákur og ákaf- lega fljótur að hlaupa. Runólfur sendi Villa niður að ánni til að bjóða þeim enska kaffi og pönnukökur. Hann þáði það og hélt á stönginni heim að húsi. Svo drakk hann kaffið. En þegar hann hafði kvatt húsbændur og ætlaði að taka stöngina, þá var Villi að reyna hvað stöngin gæti svignað. Hann hrökk við, þegar sá enski kom, beygði toppinn of mikið, svo að hann brotnaði. Nú ætlaði Englendingurinn að þrifa strák og dusta hann til. En sá stutti var snar i snúningum eins og venjulega. Hann hljóp að hlandfor, sem var rétt hjá fjósinu og yfir hana. Þessi for var með þaki úr járnplötum og ekki traust, Sá enski hljóp Ut á plöturnar. En spækjumar, sem héldu þeim uppi, brotnuðu. Og sá enskí hékk þarna á forar- brúninni og gat ekki komist upp. Enda þrengdu járnplötur og brotnu f jalirnar aö honum. Villi hljóp nú til Runólfs og sagði, að veiðimaöurinn hefði dottið i hlandforina. Þá brá bóndi við og dró hann úr þeim fúla pytti. En hvaðheldur þú að sá enski hafi gert. Hann fór i vasa sinn, náði i peningaseðil og gaf Villa.'Þá hló Runólfur og sagði: „Ekki veit ég fyrir hvað þú færð þessa peninga, Villi minn. Varla fyrir það að narra karlinn i forina.” En þaö væri synd að segja, að allir þess- ir Englendingar væru útausandi. Ýmsir voru hreinsustu nánasir. Einu sinni þurfti einn þeirra að koma bréfi til Reykjavikur. Túlkurinn gat loksins fengið fátækan mann til þessarar sendiferöar. Hann varö sjálfur aö leggja sér til hesta og nesti. Þá varð aö fara landleiöina. Um annað var ekki að tala. Bréfinu kom hann tii skila. En sá enski neitaöi að borga sendiferðina. Sagði, aö póststjórnin ætti að borga. Og

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.