Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 7

Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 7
Bækur vetrarins Eitthvað fram eftir vetri birtir Heimilistiminn kafla úr nýjum bókum, sem koma út i haust og á jólavertiðinni ásamt kynningum á þeim og höfundum þeirra. allt, sem þessi fátæki maður fékk, var einn lax og hann ekki stór. Næsta sumar þurfti þessi sami Eng- lendingur aftur að koma bréfi suður. En hann fékk engan sendisvein. Og varð þá að fara sjálfur. Annars var það svo með þessa ensku veiðimenn að, ef þeir lofuðu einhverju, þá stóð þaö eins og stafur á bók. Jafnvel þessi sviðingur, sem ég var að segja frá, efndi allt, sem hann lofaði. Svo er mér fortalið.” Gunna heltti upp á könnuna. Og við fengum okkur sopa. En svo segi ég: „Hvernig er það annars. Heldur þii að þessi Wilson, sem við vorum að tala uin áðan, hafi veitt i Þverá i Borgarfirði.” Gunna hugsar sig um en segir svó: „Þaö er af og frá. Ég var hjá þeim hjón- unum við Langá fyrsta sumarið, sem þau voru á Islandi. Og hvorugt hafði komið hingað áður. Þau munu hafa veitt i Langá i tvö ár eða þrju sumur. En fóru svo til Noregs og veiddu þar i mörg sumur. En hvers vegna ert þú aö spyrja um þetta?” „Það er af þvi, aö einn hylur i Þverá er kallaður Wilson. Og nefndur eftir veiði- manni, er svo hét. Þessi veiðistaður er á landamerkjum Sámstaða og Gilsbakka. Rétt þar sem Silungalækur fellur i Þverá. Og það var þarna sem sá enski Wilson glimdi við furðu stóran lax, eins og frægt var um allt héraðið.” „Eitthvað rámar mig i þetta. Sumir héldu að hann heföi glfmt við nykur. Segðu mér annars eitthvað um þetta.” „Það skal ég reyna, Gunna mln. En sagan er orðin gömul og hefur fariö margra á milli og svo ert þú liklega ó- kunnug þarna framfrá. Einu sinni voru tveir Englendingar aö veiða i Þverá fram á f jalli eins og sagt er. Það er fyrir framan örnólfsdal. Þar er á- in oftast kölluð Kjarrá og er það gamalt nafn. Annar þessara veiðimanna hét Wilson. Fyrir framan Gilsbakkaeyrar er hylur í ánni, sem Koddi heitir. Þetta er góöur veiðistaöur en þó eitthvað breytilegur frá ári til árs eins og gerist og gengur. Fylgd- armaður þess enska var skólapiltur úr Reykjavik. Hann varð siðar prestur. Ann- að veit ég ekki um hann. Efast um, að ég hafi heyrt hann nefndafn meö nafni. Nú rennir Wilson I Kodda. Og fljótlega tók stórlax fluguna. 1 fyrstu héldu þeir, að þetta væri aðeins stórlax, en sáu brátt, að þetta var ferliki. Stærri en Wilson hafði áður séö og hafði þó veitt stóra laxa, bæði I írlandi og Skotlandi. Stundum 40 eða 50 punda. Laxinn hafði litla viðdvöl i Kodda en strikaði með ofsahraða eftir grynningum ogsmáhyljumofan i Kofastreng, sem er á móti Gilsbakkaseli. Þarna kom sér vel aö Wilson var ungur og fótfimur, þvi að hann varð að hiaupa eins hrattog hann gat. Og viða er stórgrýtt á þeirri leiö. ÚrKofastrengæddi þessiskepna, hyl úr hyl, ofan I stórlaxahyl. Þar hafði hún dá- litla viödvöl. En nú kom babb I bátinn. Þarna var þá mikið af stóði. Hestar veiðimannanna komustiþaðog allur hópurinn stökk fram eyrarnar með hvii og rassaköstum. Nú fór þá fylgdarmaöurinn að elta hestana. Hon- um gekk ekki vel að ná þeim, þvi að rauöa nótt var komin, er hann kom meö þá aö Vighól. En þar höfðu þeir ensku bæki- stöð sina. Þegarhannkom þangaö, þá var Wilson ókominn. Nú varð þar uppi fótur og fit. Enda voru liönir meira en tiu klukkutimar, frá þvi að Ifærusveinninn skildi viö Wilson við Stórlaxahyl. Báöir fylgdarmennirnir og Englending- urinn lögðu á stað. Og fóru eins hratt og þeir gátu fram meö ánni. En þarna er mesti óvegur. Loksins, þegar ekki var langt aö hyl, sem þá var kallaöur Lækjarfljót, sást, að Wilson sat þar á steini. Þegar þeir komu til hans var hann orð- fár og staröi stöðugt á ána. En smátt og smátt bráði af honum og sagöi hann þá frá, hvað fyrir hefði komið. Laxinn hafði dálitla dvöl i Stórlaxahyl en strikaöi þaöan niöur ána og alla leið of- an i Lækjarfljót. Klukkutfmum saman þreytti Wilson laxinn þama I hylnum. En smátt og smátt fór hann að þreytast og þaö svo, að veiöimaðurinn fullyrti, að hann heföi náð honum, ef hann hefði haft ifæru. En henni hafði hann týnt á hlaup- unum við að elta laxinn. Og þetta endaði meö þvl, að laxinn fór af. Siðan hefur hylurinn, þar sem Wilson missti laxinn stóra, borið nafn þessa er- lenda manns. Gunna hafði setið orðlaus, prjónað og hlustaö á söguna um stóra laxinn. En svo segir hún: „Já, ég hefi heyrt talað um þessa feikna skepnu áður. Og ég man vel aö sumir héldu, að þetta hefði verið nyk- ur. Enda er ekki annað sennilegra, sér- staklega þegar hafteri huga, að nykurinn Bókin, sem við kynnum i dag, er eftir Björn J. Blöndal rithöfund i Laugarholti i Borgarfirði. Hún heitir „Svana- söngur”, en framtiðin á eftir að skera úr þvi hvort þetta verður siðasta bók höfundar. Hann er nú kominn nokkuð á efri ár,fæddist 9. september 1902 i Stafholtsey. Björn hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann er búfræðingur að mennt, var lengi bóndi og um skeið kennari. Svo sem fram kemur i bókum hans er ást á dýralifi og náttúru landsins, útilifi og veiðiskap honum i blóð borin. Ritferill Björns J. Blöndals hófst 1949 en þá fékk hann verðlaun fyrir ritgerð sem birtist i timaritinu Veiðimann- inum. Siðan hefur hann skrifað margar bækur, sem flestar fjalla um dýr, veiðiskap og útilif: Hamingjudagar, Að kvöldi dags, Vinafundir, Vatnaniður, Lundurinn helgi, Daggardropar, Vötnin ströng, Norðurá — fegurst áa. Skáldsögur Björns eru tvær örlagaþræðir (’58) og Á Heljarslóð (’70). 1 bók sinni „Svanasöng” fléttar Björn saman náttúru- skoðun, þjóðsögum og veiðisögum, eins og kaflinn, sem hér birtist sýnir, en hann er tekinn úr miðri bókinni. Setberg gefur út Svanasöng Björns J. Blöndals. 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.