Heimilistíminn - 28.10.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 28.10.1976, Blaðsíða 33
og heimilisfang, um leið og hún lítur kurteislega á úrið. Fleiri sýningarferðir eru eftir. En þegar hún hefur opnað út á eldhússólpallinn, og þær standa þar og horfa niður á glæsilegt, rautt og hvítt f jósið á túninu fyrir neðan, getur hún ekki látið vera að segja frá því þegar faðir Selmu Lagerlöf byggði það. — Jú-ú, hann ákvað að það ætti að verða glæsileg- asta f jósið í héraðinu. Það átti að vera eins og kross i laginu, og vera múrað í hóif og gólf og rúma a.m.k. fimmtíu kýr. Það vantaði eiginlega bara hvelfinguna til þess að það liti út eins og kirkja, sagði Selma Lagerlöf. Bodil hlustar og verður enn gripin af glaðlyndi og stórbrotnum töfrum liðsforingjans góða, tekur út með honum þegar múrsteinn, sem hann er búinn að leggja, hrynur, og gremst þrjózka hans, þegar hann neitar að hlýða góðum ráðum og byggja á öruggari stað, sér hvað það er geðveikislegt að fá lánað f é til að leggja í fyrirtæki, sem þetta og kinkar þó kolli af ánægju, þegar dyrnar á f jósinu opnast og kýrnar tinast hægt inn, ein af annarri... Hún þakkar frú Haraldsson brosandi fyrir og gengur niður hlíðina til að skoða þetta furðuverk nánar. Hún sér þegar, að hér er eiginlega um að ræða tvö sambyggð hús, stóra rauðmálaða hlöðu og hvítt krosslaga f jós úr steini. Hrukkóttur, veðurbarinn maður stendur allt i einu fyrir framan hana, eins og álfur, hann brosir vingjarnlega tannlausum munni og hún lætur í Ijós undrun yf ir því, að enn skuli rekinn landbúnaður og stórt kúabú á Marbakka. — Jú, svosannarlega. Stofnunin rekur búið, eftir- litsmaðurinn býr hérna skammt f rá. Allt er eins og það var meðan ungf rú Lagerlöf var á líf i, hún vildi hafa þetta svona. Hún var svo hrif in að dýrum, að það var með eindæmum. En þessi vingjarnlega, ókunnuga kona grípur æst í óhreinna skyrtuermi hans. — Þarna! hrópar hún. Þarna eru tveir. — Rauðu kettirnir? Jú-jú. Þeir fara að verða reglulega stórir og fallegir? Bodil starir vantrúuð á kettlingana, eins og hún hefði aldrei séð svona háfættar kisur. En hún hef ur heldur aldrei séð ketti, sem likjast þessum. Ekki einu sinni litmyndir Jónasar hafa látið þá njóta réttar síns. Hún hafði gert sér í hugarlund að þeir væru bröndóttir og gulrótarlitir eða eitthvað í þá áttina. En kelnu kattabörnin tvö, sem þessa stund- ina voru að eltast við hvort annað og skuggana sina, eru mun rauðari, ekki tómatrauðir, heldur eins og haustlaufið, sem lá í grasinu, eða eins og tveir Ijósrauðir blóðflekkir á hreyfingu. Feldir þeirra eru mjúkir og glansandi, augun gul eins og í rándýrum. Þeir eru mjög fallegir. — Hve... hve margir eru þeir. — Þeir voru nú f imm í upphaf i, en þeir hafa notið kvenhylli og hafa horf ið smám saman. Stúlka, sem var hér á bænum til að sýna ferðamönnunum stað- inn - varð svo vitlaus í þeim að hún stakk af með tvo þeirra í töskunni. — Tvo kettlinga? í einu? — I einu. Já. Það er víst. Hún var með köflótta tösku, og stakk þeim niður í hana, báðum tveim. Sá sem var ofan á tróð á hinum sem var undir, það er eins satt og ég stend hér.., — Blá og rauðköflótt taska.. En þá... þá hefur þetta verið Ingalill! — Já, það hét hún einmitt. Falleg var hún... og alltaf svo glöð og skrafhreyfin... — Með tvo ketti! Hvert í ósköpunum ætlaði hún með þá? Við þessu fær hún raunar ekkert svar, hvort sem því er um að kenna, að minni gamla mannsins er ekki alveg að treysta, eða út af fyrir sig þeirri sennilegu ástæðu, að Ingalill haf i ekki trúað honum fyrir áformum sínum. Hún gengur hugsandi að bílastæðinu, en þörf hennar fyrir einveru veldur því að hún gengur lengra út eftir veginum. Óafvitandi gengur hún sama spölinn og skáldkonan var vön að ganga á gamals aldri, frá herragarðinum til suðurs - að steininum, sem kallaður er því táknræna nafni Hvíldarsteinn. Hann er í laginu eins og djúpur sóf i, og freistar vegfarenda til að hvílast um stund, og ekki dregur það úr, að hann stendur í brattri hlíð með skóginn að baki og uppgróinn dal framundan, kyrrðin og útsýnið er hvort tveggja stórkostlegt. Bodil sezt í þægilegt steinsætið, hallar sér aftur á bak og reynir að muna sagnir og ímyndanir, sem Selma Lagerlöf tengdi þessum stað. Draugurinn i hlíðinni þar sem hvildarsteinninn er kemur fyrst fram i hugskotið. Ekki einu sinni myrtur og brotlegur prestur, klæddur skósíðri hempu með höfuðið í höndunum, megnar að fylla hana sama skelf ingarhrolli í björtu sólskini og á tunglbjartri nóttu, hún víkur honum í huganum til að rýma fyrir einhverjum ástföngnum skötuhjúum, en hverjum? Prestdóttur frá Mar- bakka. Þunglyndum, ungum manni. — Já, það var einmitt hér, sem Liljecrona bað ungfrú Maju Lisu. Bodil hefði ekki getað orðið hræddari þótt háls- höggni presturinn sjálfur hefði birzt henni. Hún hafði ekki heyrt neinn nálgast og sízt hefði hana dreymt um að einhver kæmi beint út úr skóginum að baki hennar. Skelfingin breytist í undrun, þegar hún kemur auga á þann sem hafði talað. Það er kona um fertugt, grönn, svarthærð, brúneygðog mjög glæsileg. Hún hefði fallið vel inn í umhverfið í Öperukjallaranum eða í frumsýn- ingargrúanum í Oscar-leikhúsinu, þótt hún vekti jafnvel þar vissa athygli vegna útlitsins og áber- andi einfalds og dýrs klæðnaðar síns. En þar sem hún stendur i skógarjaðrinum í þröngum, hvitum ermalausum ullarkjól með fölgræna jaðihálsfesti og í fölgrænum slönguskinnsstígvélum, virðist þó sem hún eigi heima þarna í skóginum í hlíðinni við Hvíldarstein. Hún sezt á steinbekkinn við hlið Bodil, sem horf ir með öf und á sólbrennda húð hennar og svarar dálít- ið rugluð: — Liljecrona....þaðvar Daníel Lagerlöf, föðurafi Selmu? — Já, Hvíldarsteinn var augljóslega vinsæll stað- ,33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.