Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 34

Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 34
ur til stefnumóta fólks, sem var að draga sig sam- an.... þegar á þeim tíma. Hún hefur þægilega rödd og talar ekki mállýzku héraðsins, en þó dálítið syngjandi. — Þegar á þeim tíma? Eigið þér við að hér biðli menn til kvenna enn í dag. Já það er auðvelt að hugsa sér Ingulill hér á hlýj- um sumarkvöldum með karlmanni, óþekktum manni, sem hún getur ekki gert sér í hugarlund hvernig lítur út... — Nú, hvort mörg bónorð eru borin upp hér veit ég ekki. Rödd hennar er hvort tveggja í senn háðsk og angurfull. Svíar eru áreiðanlega hættir að biðja sér kvenna. Þeir bjóðast til að koma með til borgar- dómara, í algerri nauðsyn. Og stundum gera þeir það ekki einu sinni. Hún er hringlaus. Ef til vill veitir hún athygli laumulegu, forvitnislegu augnaráði Bodilar, þvi hún bætir hreinskilnislega við: — Ég hef átt heima í mörg ár í Frakklandi. Nú er ég skilin og komin aftur hingað, en það er svolítið erfitt að aðlagast sænskum aðstæðum á ný. Prakkaralegt bros lýsir upp magurt, dökkt andlit hennar. — Og samkvæmt þessum aðstæðum ætti ég auðvitað ekki að hafa ávarpað yður án þess að kynna mig áður. Pardonnez-moi! Ég heiti Samzelius, Madeileine Samzelius. — Bodil Odén...Merkir það, að þér séuð skyldar majorsfrúnni í Gösta Berlings saga? Það er að segja ekki fyrirmyndinni, heldur hinni raunveru- legu, uppdiktuðu Samzelius majorsfrú? — Frekar majornum þeim leiðindapoka. Finnst yður það eitthvað til að hrósa sér af ? En hvað sögð- ið þér að þér hétuð? Þér eruð þó ekki skyldar... skyldar.... Bodil snýr sér áköf að henni, og nær að greina svipinn á súkkulaðibrúnum augunum. örsnöggan glampa, sem bar vott um óvissu og efa. Síðan var augnaráðið strax rólegt aftur. Forhengið var dregið niður og faldi alla leyndardóma. Og það eru leyndardómar, það er Bodil allt í einu sannfærð um. — Skyld hverjum? — Henrik Odén frá Filipstad. En það var ekki það, sem hún ætlaði að spyrja um, hreint ekki. — Jú. Hann var faðir minn... að því er ég man rétt. — Hann var tíu árum eldri en ég, segir Madeleine Samzelius, og ég var ofsalega ástfangin af honum. En ég var ekki einu sinni orðin f jórtán ára og var auk þess með stritt svart hár og grindhoruð eins og sveltur sígaunakrakki. Hann tók etkki einu sinni eftir því að ég væri til og trúlofaðist forríkri stúlku frá Norrlandi... já, það hlýtur að hafa verið móðir yðar. Hún dó ung, ekki satt? — Þegar ég fæddist. — Og nú er Henrik líka dáinn. Það var hræðilegt slys, ég las um það i sænsku blöðunum. Og þá urðuð þér einar eftir með lítilli systur. Það er eins konar eðlishæf ileiki að geta logið og blekkt alveg eðlilega. Sumir fá þennan hæfileika i 34 í vöggugjöf, en aðrir geta aldrei áunnið sér hann. Og þaðer sannarlega ekki Bodilar sterka hlið, Ijóst, fíngert hörund hennar kemur venjulega strax upp um hana, en nú svarar hún skyndilega án þess að stama eða roðna: — Já. Og vitið þér hvað, f rú Samzelius, ég held að þér haf ið hitt hana hér í Vermalandi í sumar. — É... ég? Brún augun opnast ofurlítið, það er allt, Nei, hvers vegna haldið þér það? — Þaðvareitthvaðsemhúnskrifaði mér. En það getur verið að ég hafi misskilið hana. Sér til mikillar ánægju sér hún, að hin glæsilega Madeileine er ekki eins örugg og áður. Augnaráð hennar verður hvarf landi og hún f itlar taugaóstyrk við græna hálsfestina. Síðan rís hún á fætur og kallar hárri röddu inn í skóginn: — Sintram! Sintram! Flýttu þér nú, mamma bíður, við ökum áfram! Til þess aðalltværi ístil hefði... ef ekki djöfullinn sjálf ur eða staðgengill hans frá Fors, þá að minnsta kosti skelf ilegur svartur hundur átt að hafa komið þjótandi út úr skóginum.... hundur með logandi auguog gneistafjúk úr munninum. Raunar kemur hvirfilvindur og iþokkabótrauður hvirf ilvindur, en hann er bæði skemmtilegur, mjúkur og kelinn, og tekur því fúslega þegar konan tekur hann í hvítt fang sér og ber hann niður þjóðveginn. Bodil situr á Hvildarsteini og starir á eftir þeim. Hvað hefur Madeileine Samzelius fengið þennan rauða kettling? Frá gamla, óhreina manninum á Marbakka... eða f rá Ingulill? Það er ekki fyrr en of seint að hún tekur til fótanna og hleypur hrasandi niður hlíðina þangað til hún móð og másandi er- komin fyrir beygjuna og rétt sér sítrónugulan bíl í fjarska, sem stefnir í suðurátt. Þún þrammar luntalega aftur í átt til Marbakka, en nú gengur henni allt í óhag. Gamli maðurinn er horfinn, hrokafulli stúdentinn er horfinn, og frú Haraldsson hefur aðeins tíma til að sinna hópi dugnaðarlegra norskra soroptimista. Hún ekur til Sunne og borðar þar brauð með lifrarkæfu og drekkur bolla af vondu kaffi, seinni hluta dagsins ver hún í Rottneors garðinum án þess að gera sér Ijóst i hvað tíminn fer. Eins og í þoku sér hún Ijós- græna grasfleti, skuggsæl trjágöng, vínviðinn við húsagynni Gösta Berlings og kavallerana, alltof margar höggmyndir, heila bekki af skólanemum með transistorútvörp og dugnaðarlegar verzlunar- konur frá Osló. En ferðamennirnir hverfa smátt og smátt, septemberloftið verður svalara, og þegar Bodil situr í hnipri við fótstall hinnar einkar eðli- legu brjóstmyndar Arvids Backlunds af Selmu Lagerlöf, uppgötvar hún... að hún skelf ur af kulda í þunnu bláu draktinni, og hvernig baráttuhugurinn vellur upp úr henni að nýju. Hún er í óðaönn að gera áætlanir um hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur á morgun. Hún ætlar að finna menntaskólanemann frá Karlstad, sem var í herbergi með Ingulill á Marbakka. Hún ætlar hvaðsem það kostar að hafa upp á Ijós- hærða stúdentinum kaldhæðna, Berger. Hún ætlar líka fyrir hvern mun að reyna að

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.