Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 35

Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 35
komast í samband við Ursúlu eða Ragnar Karlman. Meðan hún ekur til Karlstad, og rökkrið sígur yf ir Fryksdal, segir hún við sjálfa sig, að það síðast- nefnda sé sennilega mikilvægast. I tvær vikur var Ingalill á heimili Karlmans á Uddeholm. Þar hef ur leyndardómurinn kannski átt upptök sín. Hún lokar ekki augunum fyrir því, að hér er um leyndardóm að ræða, mjög alvarlegan leyndardóm, og hún ákveður meðan hún situr þarna í bilnum í myrkrinu i skóginum, að hún skuli ekki láta uppi til- finningar sinar og grunsemdir, heldur fást við vandamálið af kaldri skynsemi, eins og um leyni- lögreglugátu væri að ræða. I fyrsta sinn kemur henni tii hugar að hún gæti hringt til Christer. Ekki opinberlega, hún vill ekki að háttsettur lögreglu- maður taki að sér mál Ingulill, f yrr en hún veit upp á hverju stúlkubarnið hef ur eiginlega tekið. En hún þekkir hann svo vel — gegnum Jónas og Almi Grann á Skógum — að hún þorir alveg að gera honum ónæði persónulega. Hins vegar er hann nýkvæntur og á rét+ á að hafa einkalíf sitt í f riði, kona hans er víst ekki sérlega hrifin af allri aukavinnunni, sem sifellt er hlaðið á hann. Það er víst bezt að láta sam- talið bíða svolítið.... Götuljósin i Karlstad speglast skemmtilega í Klárelfi. Hún ætlar aldrei að finna leiðina að hótel- inu, en loks leggur hún bílnum við innganginn, rennir greiðu i gegnum hárið og gengur inn i gesta- móttökuna. Vingjarnlegur og brosmildur dyravörð- ur lofar að setja bílinn i húsaskjól og að hún fái hrífandi eins manns herbergi með baði — það virð- ist ekki skipta máli að hótelið er yfirfullt — því næst spyr hann hana kurteislega að nafni. — Odén. Bodil Odén frá Stokkhólmi. — Það var skemmtileg tilviljun segir hann gamansamur. Þetta gamla, fína hótel hefur verið eign Odén f jölskyldunnar kynslóð eftir kynslóð — vissuð þér það? Karlmaður í smoking grípur fram í fyrir honum hann er á leið f rá veitingasalnum að lyftunni þegar hann sér hana og verður undrandi. — En elsku bezta Bodil, ert þú hér í bænum? Bæði starf sf ólkið á hótelinu og gestirnir sem eru i forsalnum hlusta og virða þau fyrir sér af miklum áhuga. Stórbrotið andlitsfall Ragnars Karlman minnir á indíána og fáeinir Vermlendingar eru jafneftir- tektarverðir og hann í útliti. Þessi duglegi ferða- skrifstof umaður er alþekktur, margir óttast hann og sumir hata hann. Þar að auki er hann glæsilegur maður, hár og herðabreiður... með slétt svart hár og djúpstæð svört augu. Flestir karlmenn segja að hann sétillitslaus, en konum f innst hann spennandi. Bodil Odén segir ekkert. Hún gengur tvö skref í átt til hans. Og frammi fyrir öllum brestur hún í grát — hún er sjálf örvingluð vegna þess, og Ragnar Karlman verður ólýsanlega vandræðalegur. Harmleikur 35

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.