Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 32

Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 32
Framhaldssagan: Hún stekkur ákveðin í fasi niður af borðinu. — Hvar búa ieiðsögumennirnir? Hér í húsinu? — Nei, í hvítu byggingunni. Viljið þér sjá hvernig er umhorfs þar, ungfrú Odén? Úti er enn sólskin. Mölin á hlaðinu brakar undir fótum þeirra og hljóðið undirstrikar þögnina, sem ríkir þeirra á milli. Hvíta timburhúsið er hægra megin við aðalbygginguna, frú Haraldsson leitar að lykli á kippu sinni, og af sólpallinum, þar sem smið- irnir hafa reglulega tekið á honum stóra sínum, koma þær inn í skærgula stofu — ofninn er gulur, veggfóðrið gult og dúkurinn á borðinu er gul- mynztraður. — Þetta er dagstof a stúlknanna, hér er sjónvarp á sumrin, og sími er frammi á eldhúsganginum. — Hafa þær það mikil f rí, að þær haf i tíma til að horfa á sjónvarp? — Já, þær eiga frí eftir sjö á kvöldin, en þær eru auðvitað mest úti ef veðrið er sæmilegt. A hlýjum kvöldum hjóla þær oft niður að vatni og synda, og það er ekki heldur langt til Sunne. Svo hafa þær að sjálfsögðu matar- og kaff ihlé, við borðum hér í eld- húsinu, kona bústjórans eldar matinn. Hin her- bergin á fyrstu hæð eru ætluð forstöðukonu Mar- bakka, en þar sem heimili mitt er í nokkurra kíló- metra f jarlægð nota ég þau ekki eins og er. — Það merkir þá, segir Bodil hugsandi, að enginn fylgist með því, hve seint ungu stúlkurnar koma heim á kvöldin. — Kæra ungfrú Odén, ungu stúlkurnar, sem þér talið um, eru varla mikið yngri en þér sjálfar. Stúlkan, sem Ingalill var með í herbergi var að vísu aðeins i menntaskóla, en annars eru þær allar stú- dentar. Og það er reyndar alveg sama þótt eftirlits- kona svæf i hér niðri, því hún gæti hvort sem er ekki haft eftirlit með stiganum inn til stúlknanna. Strax og Bodil kemur auga á mjóan, brattan stig- ann verður hún að viðurkenna að frú Haraldsson hef ur rétt f yrir sér. Hann liggur nef nilega beint að litlum, aðgreindum eldhúsinngangi, sem er í bein- um tengslum við sólpall sem er bak við húsið. Uppi er auk fataherbergja og baðherbergis, þrjú tveggja manna svefnherbergi. I Ijós kemur, að Ingalill var í herberginu næst stiganum. Það er hrífandi gaflherbergi með glugga, sem skiptist í smárúður, bláröndóttu veggfóðri og fölbleikum gluggatjöldum, en Bodil tekur hvorki eftir þessu, né rauðgullnu laufskrúði úti fyrir. — Ef hún hef ur kært sig um að laumast út og inn á næturnar, hefur hún ekki þurft að trufla aðra en herbergisfélaga sinn. Hver var með henni í her- bergi? Menntaskólastúlka... hvaðan? — Hún er frá Karlstad. Og frú Haraldsson, sem bersýnilega hefur stál- minni á fólk og staðreyndir, gefur henni upp nafn 32

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.