Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 16

Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 16
Gríma: HUGDETTAN Ég veit ekki hvers vegna ég fékk þessa hugmynd meö kaffistofuna. Kannske vegna þreytu á stjórnsemi annarra. Kannske meöfætt ráöríki. Löngun til þess aö vera ööruvisi en f jöldinn? Vera bara ég sjálf. Ekki númer á vinnukorti, stimpla miginnkl. þetta, útkl.hitt. Þaö sama dag eftir dag. Gjöriö svo vel frú. Þvi miöur frú, viö höfum aöeins þessa gerö núna. ópersónulegt kurteisishjal frá morgni til kvölds. Trygg vinna. Auövitaö, 15’ára starf, oröin verzlunarstjóri, enginn myndi ýta mér til hliöar. Endalaust bros framan leigendurna, starfsfólkiö, viöskiptavinina. Brosa og brosa, þar til andlitiö var oröiö stift, af eilífu helvftis brosi. Andvarpandi af feginleik hvert kvöld, þegar ég opnaöi huröina aö ibúöinni minni. Hita mér hressandi kaffisopa, sezt I þægilegan stólinn, kveikja á útvarpi eöa set góöa plötu á plötuspílarann, lyfti sárþreyttum fótum upp á skemilinn, slappa af og nýt hvildarinnar. Áhyggju- laust lif. En hvers konar lif? Ég átti góöa ibúö, litinn bil, haföi nóg fyrir mig. Hvers vegna lét ég mér þaö ekki lynda? Ég heyröi lykli snúiö I útihuröinni, Dóra var aö koma heim, haföi veriöaöspila viö „gamla fólkiö”, eins og hún oröaöi þaö. Eina ástriöan, sem ég haföi oröiö vör viö hjá þessari heiöurskonu. Dóra var eins og nokkurs konar alltmögulegt hjá mér, húshjálp, félagi, ráögjafi og kokkur. Ég haföi fengiö hana á TOMBOLU, I fullri alvöru. Af einhverri tilviljun haföi ég fariö á hlutaveltu hjá góögeröarstofnun nokkurri. Ekki vegna manngæzku, ég er gjörsneydd henni, heldur álpaöist ég bara þarna inn, keypti nokkur númer, vann auövitaö ekkert. Þegar út kom, reyndist þröng á bilaplaninu, ég ekki nema I 16 meðallagi góöur bilstjóri, svo ég bakkaöi bara, án umhugsunar, rankaöi viö mér við ógurlegt öskur, (raddlaus er Dóra nefnilega ekki). Fyrir aftan bilinn lá kona og gat sig ekki hreyft. Ef eitthvaö slikt heföi hent ykkur, getið þiö ef til vill skiliö mig, í ofboöi hljóp ég aö næsta sima og fékk aö hringja á sjúkrabfl og lögreglu, sem ótrúlega fljótt komu á vettvang. A slysavarðstofunni eru þeir svolitiö seinni til, aö lokum kom þó rööin aö okkar sjúklingi. Undinn ökli, og brotinn handleggur. Sjúklingurinn mátti fara heim, þegar gert haföi veriö aö sárunum. En þá vandaöist nú máliö. Dóra bjó ein, I litlu herbergi, sem borgin leigöi henni. Hún var nefnilega hálfgeröur öryrki. Ég settist niöur og lagöi höfuöiö I belyti. Ég haföi valdiö þessu slysi. Guöi sé lof fyrir þaö, sagöi þessi búálfur minn jafnan siöan. Endirinn varö sá, aö ég tók Dóru meö mér heim, og þar dagaöi hana uppi. Gott fyrir báöar aö mörgu leyti. Ég löt viö matselda lla, en hún listakokkur. Hún var hrædd við einveru, vinafá og smágölluö I skapi, fór ógjarna alfaraveg, en hún bakaöi heimsins beztu vöflur. Ég kom meö VIsi, blés hún út úr sér um leiö og hún losaöi sin 216 pund viö þá þvingun, sem yfirhöfnin óneitanlega var. Þakka þér fyrir Dóra mln.sagöiég. Þaö er nú eiginlega ég sem ætti aö muna eftir blaöinu. Þú ert ekki aö segja þetta I fyrsta skipti, ásakandi tónninn var ekki I samræmi viö hlýlegan svipinn. Dóra gætti mln meö sömu umhyggju og ljónynja unga sinna, og vei þeim, sem reyndu aö gjöra mér tilveruna erfiöa. Ég fletti blaöinu umhugsunarlaust. Allt I einu rak ég augun I auglýsinguna. Lltið hús til sölu, þarfnast viögeröar, hentugt fyrir þá, sem vilja stunda smá veitingarekstur. Upplýsingar gefur SS I slma 00000 eftir kl. 7. e.h. I kvöld og næstu kvöld. Ég veit ekki hvaö þaö var, sem greip mig. Ég las aftur og aftur þessi fáu orö. Veitingarekstur var nokkuð, sem ég haföi aldrei komiö nálægt. Haföi ekkert vit á. Eigum viö aö setja á stofn kaffistofu, Dóra? kallaöi ég til Dóru, sem farin var aö gæla viö pottana I eldhúsinu Setja á stofn hvaö? Kaffistofu. Kaffistofu? Viö? Já, auövitaö við. Ertu aö grlnast? Andlit Doru var tor- tryggnin uppmáluö. Llt ég út fyrir þaö? Það hnussaði I þeirri gömlu. Þú ert nú ekki alltaf sakleysiö sjálft. __Ég leit á klukkuna, ekkertgeröi til þó aö ég hringdi. Hrjúf karlmannsrödd svaraöi. Jú, þetta var rétt númer. Aö fá aö sjá þaö? Þaö var svo sem allt I lagi. Mátti ég koma núna? Þvl ekki þaö, þaö var ekkert til fyrirstööu eftir svo sem hálftlma. Ég fór fram I eldhúsið, fékk mér meira kaffi, kveikti I nýrri sigarettu og blés frá mér þykkum reykjarmekki. Þú drepur þig á þessum reykingum, fullyrti Dóra. Helduröu svo sem aö þú veröir eillf?

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.