Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 17

Heimilistíminn - 28.10.1976, Page 17
Ég leik mér að minnsta kosti ekki að heilsunni, svaraði hún. En fitan? spurði ég. Setzt hún fjær þínu hjarta en almennt gerist? Það þykknaði i verndaranum. Er ég kannski of þung á fóðrum? Þú vinnur fyrir þínu og vel þaö, enda veiztu, að ég má ekki missa þig. Nú áttu að vera uppistaðan i veitingarekstri. I hverju? Veitingarekstri. Farðu i kápu og komdu með mér i bfltúr. En maturinn? Ég er byrjuð að elda. Hættu þvi þá. Ég notaði viljandi ákveðnari tón en vant var. Dóra leit ihugandi á mig. Andlit hennar lýsti undrun, eitthvað sem minnti á spurnarsvip. Þegjandi tók hún strauminn af plötunni, þreif kápuna af herðatrénu og tróð sér i hana. Hún sat þögul við hliðina á mér. Ég var ekki eins og hún óskaði að þessi sinni. Göturnar voru blautar, regnið lamdi bilrúðurnár, gangandi vegfarendur flýttu för sinni eftir beztu getu. Keyrðu nú ekki á neinn. Dóra gat ekki dulið ótta sinn lengur. Var aldrei örugg með mér i bfl. Hrædd við keppinaut? spurði ég. Ekkert svar. Þetta var móðgandi spurning, ég mátti ekki ganga lengra að sinni. Loks komumst við á áfangastað. Ótal fjölbýlishús, gráar drungalegar blokkir. Stór verzlanasamstæða á neöstu hæð einnar þeirra. Breið malbikuð gata, sjórinn á aðra hönd. Brimið myndi áreiðanlega skvettast upp á götuna við viss tækifæri. En hvar var þetta hús, sem ég var aö leita að?. Sérðu nokkurt hús? spurði ég Dóru. Hús? Er ekki nóg af húsum hérna? Ég meina ekki blokkirnar, ég meina hús. Orlitlu neðar i götunni kom ég auga á húsið. Glæsileg bygging gæti það vist ekki talizt. Litið, þó tvær hæðir. Gamalt steinhús eins og þau gerðust upp úr alda- mótunum. Einnig það var grátt. Stórar skellurnar sýndu, að málning var nokkuð sem aldrei hafði verið ofnotuð hér. Komdu, sagði ég við Dóru. Nú notaöi ég skipunartón, sem ég vissi að ekki féll i góðan jaröveg. Samt kom hún, einmitt þaðsem ég haföi vonað, að hun myndi ekki gera. Við gengum að dyrunum, framhjá litlum reit, þéttur arfi þakti mold, sem einhvern tima hafði verið ætluð blómum. Dyrabjallan virtist óvirk, svo að ég notaði handaflið. Marrið i hurðinni var I samræmi við útlitið. Aldinn gráhöfði birtist i gættinni, skeggbroddar gáfu til kynna bitlitla rakvél. Þó virtist hann hafa gert heiðar- lega tilraun. Gott kvöld, ég reyndi að sýna mina skástu hlið. Ert þú eigandinn? Svo á það vist að heita. Röddin var sú sama og i simanum. Inni var allt I stil við útlitið. Loftið þungt. Sambland af reyk, mat og óhreinindum. Nokkuð rúmgóður salur með átta borðum, ef til vill þritugum, en borö voru það þó. Stólarnir máske annar árgangur, eldri, reyndari. Dálitill hálfmáni átti að tákna afgreiösludisk, óhreinindi og loftleysi gáfu til kynna vanmátt og smekk hins aldna. Eldhúsið á bak við bar sama svip. Efrihæðin átti að heita ibúð. Fjögur litil herbergi, stiginn ótrúlega traustur miðað við annað. Sennilega vel byggt I upphafi. Hvað á þetta að kosta? Hann leit á mig, vantrú lýsti sér I svipnum. Upphæðin var ekki i samræmi við annað hér, enda saup Dóra hveljur. Karl leit á hana með hálfgerðri fyrir- litningu, ásamt ugg. Er það hún sem kaupir? Það er enginn búinn að kaupa neitt. Ég vildi ekki að Dóra yrði fyrir rætni. Einhvers staðar verö ég að vera, hann var I vörn. Dugar þér ekki þriggja herbergja ibúð? Skipt á sléttu? Nú var röðin komin að Dóru að verjast. Þú ætlar þó ekki að láta ibúðina OKKAR fyrir þetta? Hafi hún nokkru sinni staðiö agndofa gagnvart hugdettum minum, þá var það nú. Er það sæmileg ibúö? Hann setti upp viðskiptasvip. Sæmileg? Það hnussaði i Dóru. Hún var auðsjáanlega tilbúin aö borga fyrir sig. Kallirðu þetta sæmilegt, þá er hún höll. Mætti lita á hana? Náðugt svar hans skemmti mér. Við ókum heim til min. Ég dró andann léttar, þegar ég kom inn I hreina og vist- lega ibúðina. Nágrannar mínur myndu sjálfsagt ekki senda mér þakkarkort um næstu jól. Allir töldu mig ruglaða. Húsbændur minir gerðu sitt, þegar ég sagði upp. Vinnu- félagarnir reyndu að telja mér hughvarf. Aumingja mamma beitti sinum taltækjum til hins ýtrasta, að lokum var Dóra farin að verja mig, þar sem hún mátti segja, var ekki allra réttur. Hvað verður um mig? Það var Óli sem spurði að þessu sinni. Ilann var nokkurs konar erfðagóss. Hafði snúizt i ýmsu i fvrirtækinu, sem ég vann hjá, meðan eldri maöur starfaði þar. Að honum látnum erfði ég Óla. Margur kallaði hann kjána. Það var mis- skilningur. Óli vissi lengra nefi sinu, hafði bara sinn hátt á hlutunum. Þú verður innkaupastjóri hjá mér, sagði ég. Brosið sem ég fékk, fullvissaöi mig um, að ekki yrði ég snuðuð, ef hann gæti nokkru ráðið. Ekki var Dóra alls kostar ánægð með þessa ráðstöfun mina. Þótti sem Óli myndi verða okkur til litils sóma, enda I hjarta sinu heldur andvig hinu sterkara kyni Þið giftið ykkur einn góðan veðurdag, sagði ég huggandi. Þá skal ég halda dýrlega veizlu. Myndarlegt par, þú getur næstum haft hann i vasanum. Ekki fer þér aftur, maöur skyldi halda að þú værir einhver stórlax. Er ég kannske ekki stórlax? Eg reyndi að móðgast. 0, jæja. Allir telja þig hálfklikkaða. Hún leit á mig með móðurumhyggju. Sem betur fer, svaraði ég. Þá fyrst veit ég að ég er einhvers virði. Ótrúlega vel gekk okkur að standsetja húsið. Kraftaverk hvað vatn og sápa ásamt hreinu lofti og málningu geta gert. Varla þarf ég að taka það fram, að ég keypti húsið. Kari fékk ibúöina. Engin furða þótt fullvita fólk undraðist. Billinn fór, mig vantaði bæði iðnaðar- menn og málningu. Hvernig ætlarðu að komast af billaus? Það var nokkuö, sem Dóra ekki skyldi. Kaupihjól handa okkur Óla, svaraöi ég. Ég bakka varla á nokkurn á þvi Undirhaka Dóru huldi örlitið meira af hálsmáli kjólsins. Það vissi sjaldan á gott. Við fáum okkur annan betri, áöur en langt um liður, Dóra min. Ég reyndi að bæta fyrir gálaust tal mitt. Húsið fékk rústrauðan lit. Þakið svartan og gamaldags útskurðurinn sömuleiðis. Húsiö hafði i upphafi verið skreytt með sliku, bæði yfir kvistunum og útihurðinni. örlitla rönd undir þakskeggi og gluggapósta málaði ég beinhvita, einnig litla plötu yfir útihurð. Hvað segja vinir og nágrannar, þegar konu i góðri stöðu dettur i hug að gefa frá sér örugga vinnu og góða ibúð og setja á stofn kaffistofu niðri við höfn? Um slikt uppátæki fjallar smásagan að þessu sinni, en hún er eftir islenzka konu, sem ritar undir dulnefninu Grima. 17

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.