Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 19

Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 19
Islenzk ull í París Iðnaðardeild Sambands is- lenzkra samvinnufélaga hefur hafið framleiðslu á nýjum gerðum af peysum úr islenzkri ull. Peysurnar sem stúlkan á myndinni spókar sig i við Eiffelturninn i Paris eru unn- ar eftir hugmyndum þekkts fransks tizkuteiknara Elisa- beth de Senneville. Flikur þessar eru hluti af nýju átaki i tizkufatahönnun, sem unnið er að á vegum Iðnaðardeildar SIS og svonefnds Hugmynda banka, en aðalhönnuður Iðnaðardeildar á ofnum og prjónuðum flikum er Þór- steinn Gunnarsson, hefur hann hannað meginið af fram leiðsluvörunum, svo myndirn- ar hér með eru af undan- tekningunum, sem sanna regl- una. Peysurnar á myndunum eru seldar á erlendum markaði undir vörumerkinu Icelook, en litið hefur verið selt af þeim hér heima, Þessar frönsk-islenzku peysur eru nýtizkulega sniðn- ar, kannski framúrstefnuleg- ar og voru á frægri tizkufata- sýningu i Paris 23. október, eða nú i vikunni, en hún er ár- legur viðburður i tizkuheimi Parisar. Myndirnar tók ungur is- lenzkur ljósmyndari, sem dvelst i Paris, Sigurður Þor- geirsson, en nafn fyrirsætunn- ar þekkjum við ekki, ef til vill er hún einhver Parisarmeyj- an. Kannski það verði islenzkur tizkufatnaður, sem tildurs- drósir heimsborganna spóka sig i á komandi vetri? 19

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.