Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 18

Heimilistíminn - 28.10.1976, Side 18
A þessa plötu málabi ég siðan skirum stöfum nafnið „HRAFNSHREIÐRIÐ. Alveg gekk ég fram af búálfinum minum með slikri nafngift, raunar fleirum. Það voru vist engir ánægðir meö þetta nafn, nema við Óli. Við reyttum arfann úr reitnum. keyptum nokkra birkiplöntur, settum I þennan niðurlægða „garð” Fáeinar stjúpur gáfu heimilislegan blæ, og þarna stóð svo þessi furðulega þrenning, við heimilisfólkið, og dáðumst að handa- verkum okkar. Þú virðist svo sem nógu brött, sagði mamma, þegar hún kom i skoðunarferð. Húsnæðislaus, billaus og atvinnulaus. Hvað heldurðu að verði úr þessum rekstri þinum með tvo vesalinga. Húsnæði hefi ég nóg, sagðiég. Það Iekur ekki, og vesalinga hef ég enga. Aldrei hafði mér dottið I hug, að ég væri jafnvinsæl og raun bar vitni. Vinnu- félagar minir héldu mér samsæti. Kvöddu mig með, að ég held, falslausri vinsemd. Húsbóndi minn fyrrverandi þakkaði mér vel unnin störf i næstum hjartnæmri ræðu. Ég hafði stungiö þvi að einum vel- viljuðum félaga minum, að Óli ætti einnig þakkir skyldar, hann var búinn aö sniglast þarna lengur en ég. Hann fékk lfka sina tölu, og brosti svo breitt, að vinstri augasteinninn, sem alltaf hafði verið óþarflega hægri- sinnaöur, hvarf alveg inn undir nefiö. Inga, sem unnið hafði meö mér, öll þessi 15 ár, dró upp vasaklút, hún var dálitiö voteygö, þyrfti kannske bara að fara til augnlæknis. Auðvitaö gleymdiég öllum vasaklútum, en bögglaðist þó við að standa upp og þakka fyrir samveruna og þennan sóma, sem okkur Óla var sýndur. Ferfalt húrrahróp kvað við, er ég tilkynnti, að þau myndu verða minir fyrstu kaffigestir, án endurgjalds að sjálfsögðu. Ég varð eiginlega fegin, þegar ég komst heim. Húsið mitt bauð mig velkomna, i kjallaranum höföum við fundiö fjársjóð. Tvö herbergi full af drasli og skit, ásamt ótölulegum fjölda af flöskum. Það var nokkuö fyrir Óla. Hann þvoði flöskurnar með mestu umhyggju, og frómt frá sagt, fannst mér undravert hvilikt verö hann fékk fyrir þær. Annað herbergiö varð svo hans framtlðarrlki. Hitt rúmgóö geymsla. Ég stóð við gluggann á ööru kvist- herberginu, sem nú hét stofa. Drukkinn sjómaöur slangraði eftir götunni, sennilega á leið til skips. Höfnin var skammt frá. Eitt af þvi sem olli vinum minum áhyggjum. Ég horfði út á flóann, smágárur léku við fjörugrjótið, nokkri mávar nutu kvöldkyrrðarinnar á mínum Kolbeinshaus, hann var kannske minni en þessi hjá útvarpinu, en nógu stór fyrir mig. Mig vantaöi bara Krumma. Kannske ætti ég að setja upp staur, Húshrafn hafði mig alltaf langaö til að hafa. Hvað framundan var vissi ég ekki. Ef til vill færi ég á hausinn með allt saman. Ef til vill höfðu allir rétt fyrir sér nema ég En þessa stundina leið mér vel. Ég heyröi taktfastar hrotur Dóru, Óli var enn að rabba við einhvern náunga, sem hann hitti á vellinum, völlurinn var hans hobbi. Engum datt i hug að krefja þennan einlæga knattspyrnuvin um aðgangseyri Allt i einu fann ég til nautnar yfir því að eiga mig sjálf. Minn tíma, mitt lif og mína framtið. Ég ætlaði samt að fá mér hrafn, tálga hann úr spýtu, mála hann svartan og festa hann á kvistinn. Kolsvartan hrafn. i 18

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.